Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 26
FÓLK|FERÐIR
TORONTO Í KANADA Mikið verður um að vera í borginni á næsta ári. Til dæmis er
búist við 250 þúsund gestum á Pan American-leikana. Veitingastaðamenningin þykir
með betra móti í Toronto sem nýtur þess að vera í nálægð við New York og Montreal.
CHENNAI Á INDLANDI Ný lestarstöð í Chennai á að lyfta
ferðamannaiðnaðinum í borginni á annað stig. Margt er að sjá.
Ýmis musteri, áhugaverð söfn, virki frá tímum Breta í landinu,
strönd og næststærsta kvikmyndaveldi Indlands, Kollywood.
VÍN Í AUSTURRÍKI Á næsta ári verða 150
ár frá því að keisarinn Franz Josef lét byrja
á Ringstrasse, sem liggur frá ráðhúsinu að
óperunni í Vín, og er meistaraverk með til-
liti til arkitektúrs. Fjöldi viðburða verður
vegna þessa auk þess sem borgin mun hýsa
Eurovision-keppnina þetta árið.
SALISBURY Í BRETLANDI Áður stoppuðu ferðamenn stutt í Salisbury á leið sinni að
Stonehenge en á því verður breyting á næsta ári. Þá mun Salisbury halda upp á að 800
hundruð ár eru liðin frá undirritun Magna Carta, frelsisskrár Englands. Best varðveitta
eintakið af skjalinu er að finna í borginni.
PLOVDIV Í BÚLGARÍU Plovdiv þykir einn af fallegri eldri bæjum Evrópu. Í fjarska
eru Rhodope-fjöllin, í bænum má finna sögulegar minjar auk frábærs næturlífs.
Fornminjar og söguleg hús í miðbænum hafa nýlega verið gerð upp og breytt í söfn,
veitingastaði og hótel.
BORGIR OG BÆIR ÁRSINS 2015
MÆLT MEÐ Sérfræðingar Lonely Planet hafa útbúið lista yfir tíu borgir og bæi sem skemmtilegt væri að heimsækja á næsta ári.
VALLETTA Á MÖLTU Mikil endurbygging hefur átt sér stað í Valletta sem þykir hafa
heppnast vel í borginni þar sem margar byggingar eru frá 17. öld. Árið 2015 verður þess
minnst að 450 ár eru frá umsátrinu mikla á Möltu.
ZERMATT Í SVISS Vinsæll bær meðal göngu-
fólks, klifurkappa og skíðaáhugamanna. Fjallið
Matterhorn (4.478m) gnæfir yfir bæinn en 2015
verða 150 ár frá því það var klifið fyrst. Fjórir af
sjö göngumönnum hröpuðu til bana á leið niður
fjallið. Einhverjar uppákomur verða í bænum í til-
efni af tímamótunum.
MÍLANÓ Á ÍTALÍU Glæsileiki er
einkennismerki Mílanó. Borgin er
sú næststærsta á Ítalíu og er vin-
sæl meðal allra tegunda ferða-
manna. Á næsta ári verður haldin
þar Expo 2015 með áherslu á
mat.
EL CHALTÉN Í ARGENTÍNU Hið 3.405 metra háa fjall Monte Fitz Roy
gnæfir yfir bænum El Chaltén. Allt í kring eru hátt í átta hundruð þúsund
hektarar af ósnertri náttúru, jöklum, vötnum, skógi og fossum innan þjóð-
garðsins Parque Nacional Los Glaciares. Bærinn á 30 ára afmæli á næsta ári
en hefur á stuttum tíma orðið afar vinsæll meðal útivistarfólks.
WASHINGTON DC Í BANDARÍKJUNUM Frábær borg með tilliti til
safna og minnisvarða. Smithsonian-safnið trónir þar efst. Árið 2015
verða 150 ár liðin frá morðinu á Abraham Lincoln og verða ýmsir munir
tengdir morðinu til sýnis á safninu. Til dæmis hattur forsetans auk byss-
unnar sem varð honum að bana.
Grensávegi 46, Reykjavík
Opið mán. – fös. 9-18, lau. 11-15 sími 511 3388
en við seljum ekki borvélar
fyrir skapandi fólk á öllum aldri.