Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 10

Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 10
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 MEXÍKÓ, AP Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið hand- tekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæj- arstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árás- inni og 43 virðast hafa verið numd- ir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambands- lögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa kraf- ist svara og staðið fyrir mótmæl- um nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réð- ust á námsmenn við lítinn kenn- araháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi til- tekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóran- um. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúar- innar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að náms- mönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönn- unum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum. gudsteinn@frettabladid.is Bæjarstjórahjónin í Iguala handtekin Bæjarstjórinn sakaður um að hafa í lok september fyrirskipað árás á háskólanema sem hafi ætlað að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar. Málið hefur varpað nýju ljósi á tengsl mexíkóskra ráðamanna við uppivöðslusöm fíkniefnagengi. REIÐI Íbúar í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-héraðs, kasta grjóti í hús héraðsstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÆJARSTJÓRA HJÓNIN FYRRVERANDI Jose Luis Abarca ásamt eiginkonu sinni Mariu de los Angeles Pineda Villa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.130 þús. Rnr. 142545. HONDA ACCORD Nýskr. 07/13, ekinn 34 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr. 282149. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is KIA CEED EX Nýskr. 10/12, ekinn 47 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 142539. TOYOTA YARIS HYBRID Nýskr. 10/12, ekinn 28 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr. 282157. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.570 þús. Rnr. 141822. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 03/13, ekinn 75 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.760 þús. Rnr. 142533. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. Frábært verð! 2.860 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Takið vel á móti fermingarbörnunum Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar PIPA R \ TB W A SÍA 122 90 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.