Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 12

Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 12
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HESTVAGN VELTUR Í ÞÝSKALANDI Nokkrir slösuðust þegar hestvagn valt í bænum Bad Tölz sunnarlega í Þýskalandi í gær. Í hestvagninum var hópur ungra kvenna, sem tóku þátt í gamalli hefð tileinkaðri heilögum Leonhard, verndardýrlingi hesta og búfénaðar á þessum slóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDGOS Á HAVAÍ Síðan 1983 hefur staðið yfir gos í eldfjallinu Kilauea. Undanfarna mánuði hefur hraunið farið að nálgast bæinn Pahoa óþægilega mikið. Þarna ryðst það að girðingu við bóndabæ í næsta nágrenni bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRENNUKVÖLD Á ENGLANDI Að venju var mikið um dýrðir víða á Englandi í fyrrakvöld þegar haldið var upp á brennukvöldið 5. nóvember. Flugeldum var skotið upp, blys borin og kveikt í brennum. Tilstandið á sér ýmsar rætur, en meðal annars er þess minnst að þennan dag árið 1605 reyndi Guy Fawkes að sprengja upp þinghúsið í London. NORDICPHOTOS/AFP SYNT Í HELGU VATNI Á INDLANDI Indverskur sikki bregður sér í sund í hinu helga vatni við Gullna hofið í Amritsar í tilefni af því að 545 ár voru í gær liðin frá því að Sri Guru Nanak Dev fæddist. NORDICPHOTOS/AFP HELDUR Á MYND AF LENÍN Í MOSKVU Félagar úr rússneska Kommúnistaflokkn- um lögðu í gær blóm að leiði Vladimírs Lenín, daginn fyrir afmæli byltingarinnar 1917 sem margir halda hátíðlegt í dag þótt ekki sé þetta lengur opinber hátíðis- dagur í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 3 3 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.