Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 22

Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 22
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22 Veitingahúsið Brekka í Hrísey fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og verður þar með eitt elsta steikhús á landinu. Margir tengja Brekku við Galloway-steikurnar, en veitingahúsið varð fyrst þekkt fyrir þær og var á tímabili eini staðurinn þar sem þær fengust. Á síðari árum hefur Brekka unnið sér sess sem veitingahús fyrir alla fjölskylduna þar sem enn má fá Gall oway-steikurnar í bland við létt- ari rétti, og þá ekki hvað síst hina rómuðu humarsúpu Brekku. Núverandi eigendur, þau Júlíus Freyr Theodórsson og Ingibjörg Þórðardóttir, tóku við Brekku í lok sumars og ætla að halda upp á tíma- mót staðarins með léttri afmælis- hátíð annað kvöld klukkan átta. En ásamt því að reka Brekku eru þau hjónin með verslunina Júllabúð og gistiheimili. „Það verður mikið um að vera hjá okkur, meðal annars ætlum við að kynna nýjan matseðil. Þar verður byggt á þeirri hefð sem er til staðar, en með nýjum áherslum. Að auki ætlum við að bjóða öllum upp á humarsúpu og hlátur,“ segir Júlíus en Þorsteinn Guðmundsson grínisti verður með uppistand og trúbador- inn Brynjar Davíðs spilar. Júlíus segir ferðamannastraum- inn yfir sumarið vera mjög mikinn. „Þetta eru mest Íslendingar sem koma hingað og margir þeirra eru fastagestir og hafa komið í fjölda ára. Fólk er aðallega að sækja í villtu náttúruna og dýralífið hérna,“ segir hann en bætir við að heima- menn hafi einnig verið duglegir við að koma í Brekku og að veitingahús- ið sé öflugur þáttur í bæjar lífinu. adda@frettabladid.is TÍMAMÓT önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elskuleg systir okkar, MARGRÉT ÞÓRHALLSDÓTTIR ljósmóðir, er látin. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigurður, Kristbjörg og Guðmunda Þórhallsbörn. Móðir okkar, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR Ásabyggð 12, Akureyri, sem lést þann 26. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. nóvem- ber kl. 13.30. Halldóra Ólafsdóttir Kjartan Mogensen Sigurður Ólafsson Klara S. Sigurðardóttir Anna Ingeborg Pétursdóttir Mitch Weverka Matthildur og Auðun, Helga Kristín og Gunnlaugur, Míra Kolbrún, Ólafur Kim og barnabarnabörn. Okkar ástkæra HULDA RAGNA EINARSDÓTTIR Álftamýri 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Bondó Pálsson Jón Guðmundsson Helgi Guðmundsson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EIRÍKA KATLA DAGBJARTSDÓTTIR fyrrverandi veitingakona, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést þriðjudaginn 4. nóvember. Magnús H. Valgeirsson Jóhanna Stefánsdóttir Bryndís Valgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1550 Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans, Björn Jónsson, prestur á Melstað, og Ari Jónsson lögmaður eru hálshöggnir í Skálholti eftir harðvítugar deilur milli lúterskra og kaþólskra um völd í landinu. 1659 Frakkar og Spánverjar binda enda á 24 ára stríð milli land- anna með Pýreneasáttmálanum 1718 Danska herskipið Giötheborg strandar við Ölfusárósa. Áhöfnin bjargast. 1917 Októberbyltingin gerð í Rússlandi (samkvæmt gregoríska tímatalinu). 1931 Héraðsskólinn í Reykholti er vígður. 1987 Ólafur Ragnar Grímsson tekur við sem formaður Alþýðu- bandalagsins af Svavari Gestssyni. George W. Bush repúblikani sigraði demó- kratann Al Gore naumlega í forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum sem fram fóru þennan dag árið 2000. Sú niðurstaða fékkst þó ekki á hreint fyrr en hæstiréttur Banda- ríkjanna kvað upp þann úrskurð í desember með fimm atkvæðum gegn fjórum. Bush fékk færri atkvæði á landsvísu en Al Gore og munaði þar um hálfri milljón en hann náði fleiri kjörmönnum. Bush hlaut 271 kjörmenn en Al Gore 266. Þetta voru jöfnustu kosningar í Banda- ríkjunum síðan Kennedy vann árið 1960 og í fyrsta sinn frá því á 19. öld sem for- seti var kosinn með minnihluta atkvæða. Endurtalið var í Flórída þar sem minnstu munaði. Ekki bætti úr skák að kosninga- vélar gátu ekki alls staðar lesið úr niður- stöðum kjörseðla. Því þurfti að handtelja fjölda atkvæða en margir atkvæðaseðlar voru ógildir, til dæmis ef ekki tókst að gata kjörseðilinn í gegn. ÞETTA GERÐIST 7. NÓVEMBER 2000 Bush marði sigur í forsetakosningum ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON fjármálaráðherra með fjárlög 1989 ©DV / LJÓSMYNDADEILDIN / GUNNAR V. ANDRÉSSON Humarsúpa og hlátur Veitingahúsið Brekka í Hrísey fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu og í tilefni þess verður haldin afmælishátíð annað kvöld, laugardag, þar sem öllum verður boðið í humarsúpu. STOLTIR EIGENDUR Þau Júlíus og Ingibjörg ætla að halda afmælishátíð á laugardagskvöld FRÉTTABLAÐIÐ/EINKASAFN Það eru mest Íslend- ingar sem koma hingað og margir þeirra eru fastagestir og hafa komið í fjölda ára. Fólk er aðallega að sækja í villtu náttúruna og dýralífið hérna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.