Fréttablaðið - 07.11.2014, Síða 24
FÓLK|HEILSA
Við stofnuðum Kerecis árið 2009 til þess að þróa notk-un á fiskiroði til að með-
höndla sár og vefjaskaða. Við
tókum fljótlega eftir því að húðin
umhverfis sárin varð heilbrigðari
og fórum að velta því fyrir okkur
hvernig stæði á því. Niðurstaðan
er sú að omega-3 olían í roðinu
virðist hafa afskaplega heil-
næm áhrif á húð. Við notum ekki
roðið beint heldur vinnum sér-
staka olíu úr hráefninu sem við
köllum mOmega3 en mOmega3
inniheldur mikið af EPA- og DHA-
fitusýrum sem tengjast heilbrigði
húðarinnar. Þetta er afskaplega
spennandi tækni sem við hlutum
nýverið einkaleyfavernd fyrir,“
útskýrir dr. Baldur Tumi Baldurs-
son húðsjúkdómalæknir, en hann
er hluti af teymi sem þróað hefur
húðkrem úr fiskroði.
Fjórar tegundir krema eru
komnar á markað, Exem,
Smooth, Psoria og Footguard.
Öll innihalda kremin mOmega3
en mismunandi magn af ávaxta-
sýru og karbamíði. „Exemkremið
er hvorki með sýru né karba-
míði, Psoria er fyrir hreistraða
húð og með minnst af sýru og
karbamíði. Footguard er með
meiri sýru og karbamíð en mest
af ávaxtasýrum og karbamíði er
í Smooth, sem er gert fyrir inn-
vaxin hár og húðnabba.“
HVERNIG VIRKA KREMIN?
„Ysta lagi húðarinnar þarf að
halda heilu. Það er hægt að líkja
ysta laginu við múrsteina með
steypu á milli. Í þessari líkingu
eru múrsteinarnir frumur húðar-
innar sem eru límdar saman með
blöndu af fitu og próteinum.
Þetta lím sem við getum kallað
millifrumuefni, er ríkt af fjöl-
ómettuðum fitusýrum og öðrum
efnum. Við erum með nokkrar
tegundir af kremum sem með-
höndla húðina og millifrumuefn-
ið á mismunandi máta.
Við þróun kremanna höfðum
við í huga að losna við húðóþæg-
indi en þó án þess að skaða
önnur húðlög en þau sem eru
meðhöndluð. Þannig viljum
við losna við hreistrið en skilja
eftir eðlilegt húðlag sem ver
okkur. Ávaxtasýran og karba-
míðið smýgur inn í þessa hörðu
húð og þegar viðkomandi fer
í sturtu eða bað brotnar þessi
óvelkomna húð niður, á meðan
mOmega-fitan verndar þá húð
sem við viljum varðveita. Óþæg-
indin sem ég nefndi geta verið
hreistur af psoriasis-sjúkdómi
eða hreinlega af þurrki, þá þarf
ekki mikið af þessum efnum.
Sprungur á fótum eru vegna allt
of þykks lags af harðri húð og þá
þarf meira af efnunum. Að lokum
þarf mest af þeim þegar verið
er að meðhöndla óþægindi eins
og inngróin hár eða húðnabba á
utanverðum upphandleggjum.“
REYNAST VEL
Baldur Tumi segir Kerecis-
kremin gefa afar góða raun en
hann starfar sem húðlæknir og
meðhöndlar erfið húðvanda-
mál daglega. „Sum vandamálin
þarfnast meðhöndlunar eða lyfja
en önnur vandamál er auðvelt
að meðhöndla með Kerecis-
kremunum. Þessi krem uppfylltu
þörf sem var fyrir hendi og hafa
hlotið afbragðs viðtökur þótt við
höfum haldið okkur við að aug-
lýsa einungis með orðrómnum
einum.“
LÆKNINGAVARA
Kerecis-kremin fengu nýlega CE-
merkingu sem þýðir að kremin
eru lækningavara en ekki snyrti-
vara. Baldur segir áfanga að hafa
fengið vörurnar merktar CE.
„Reglugerðarumhverfið fyrir
lækningavörur er miklu flóknara
en fyrir snyrtivörur og alls konar
prófanir þarf að framkvæma áður
en hægt er að CE-merkja. Með
CE-merkingunni getum við sagt
að Kerecis-kremin „meðhöndli“
ýmsa húðsjúkdóma og einkenni
þeirra svo sem exem, psoriasis,
húðnabba og þrálátt fótasigg.
Eins gefur það notandanum
einstakt öryggi um að þetta sé
alvöru vara við alvöru óþægind-
um, en ekki sami hálfsannleik-
urinn sem hann heyrir daglega í
auglýsingum.“
NÝ ÍSLENSK
LÆKNINGAVARA VIÐ
HÚÐVANDAMÁLUM
ICEPHARMA KYNNIR Kerecis, íslensk húðkrem með omega-3 fitusýrum. Dr.
Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir vann að þróun kremanna.
LÆKNINGAVARA Kerecis-
kremin eru íslensk framleiðsla,
án stera og parabena og fást í
öllum helstu lyfjaverslunum á
landinu. Nánari upplýsingar á
www.kerecis.is
EFTIR Húð eftir 19 daga
meðhöndlun með Ker-
ecis Psoria.
EFTIR Húð eftir með-
höndlun í 17 daga með
Kerecis Footguard
FYRIR Húð áður en
hún var meðhöndluð
með Kerecis Footguard,
fyrir sprungna hæla og
fótasigg.
ÍSLENSK VARA Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir vann að þróun Ker-
ecis, húðkrema með omega-3 fitusýrum sem komin eru á markað.
FYRIR Húð fyrir með-
höndlun með Kerecis
Psoria, fyrir þykka og
hreistraða húð með
kláða.
EFTIR Húðin
eftir meðhöndl-
un með Kerecis
XMA.
FYRIR Húð áður
en hún var með-
höndluð með
Kerecis XMA,
fyrir auma,
rauða og bólgna
húð með kláða.