Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 26
2 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014
HEILSUVÍSIR Á SPOTIFY
Skannaðu kóðann og tónlistar-
heimur Heilsuvísis opnast þér
VISSIR ÞÚ …
LÍFIÐ MÆLIR MEÐ
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karlsson
Lífi ð
www.visir.is/lifid
● að þú getur ekki sleikt á þér olnbogann
● að það er ekki hægt að hnerra með opin augu
● að hver manneskja drekkur um það bil 75.000
lítra af vatni um ævina
● að þú blikkar augunum 15.000 sinnum á dag
að meðaltali
● að það er ekki hægt að finna bragð af mat
nema hann blandist við munnvatn
HELGARBRJÁLÆÐI
Sjá fleiri myndir á
20-30%
AFSLÁTTUR AÐEINS ÞESSA HELGI
Áður 17.990 kr.
Nú 9.990 kr.Áður 19.990 kr.
Nú 15.990 kr.
Flest þekkjum við senuna úr Lísu
í Undralandi þar sem Lísa hitt-
ir köttinn skælbrosandi og spyr:
„Getur þú vísað mér veginn?“
Kötturinn spyr þá að bragði:
„Hvert ertu að fara?“ Lísa svar-
ar: „Ég veit það ekki.“
Það er erfitt að segja þeim til
vegar sem ekki vita hvert þeir
eru að fara. Þess vegna er svo
mikilvægt að hafa framtíðarsýn
og vita hvaða áfangastaður er
næstur á lífsleiðinni. Þetta á bæði
við um einstaklinga, fyrirtæki og
þjóðir heims. Þeim vegnar betur
sem hafa skýra sýn og vinna jöfn-
um höndum að því að hún verði
að veruleika.
Mótaðu þína framtíðarsýn
Ef þú getur ekki svarað
því hvert þú ert að fara, er
kominn tími til að þú mótir
þér framtíðarsýn.
Skrifaðu niður svörin við
eftirfarandi spurningum:
● Hvað myndi ég gera ef hvorki
tími, peningar né innri takmarkanir
eða afsakanir stæðu í veginum?
● Hvað hefur mig alltaf dreymt um
að gera en aldrei látið verða að
veruleika?
● Ef ég vissi að ég ætti aðeins
fimm ár eftir ólifuð, hvernig myndi
ég verja tímanum?
Búðu til framtíðarborð
Taktu saman myndir af þér að
gera það sem þér finnst skemmti-
legast. Myndir úr ferðalögum,
þér að stunda uppáhaldsíþróttina
þína, myndir af þér í góðum hópi
vina og fjölskyldu og svo framveg-
is. Myndirnar eiga að endurspegla
það sem þú vilt hafa í lífi þínu.
Bættu svo við myndum sem lýsa
því sem þig langar að hafa meira
af í lífi þínu – svo sem stöðuhækk-
un, meiri gleði og svo framveg-
is. Útbúðu nú skjal, t.d. í glærufor-
riti og settu myndirnar inn. Bættu
svo við jákvæðum staðhæfingum
í nútíð. Dæmi: „Ég er svo glöð og
þakklát nú þegar ég er orðin leið-
togi deildarinnar.“ Það getur verið
sérkennilegt að skrifa setningar um
það sem ekki er orðið að veruleika
í lífi þínu en mundu að orð eru til
alls fyrst.
Framtíðarsýn fyrirtækja
Framtíðarsýnin er táknmynd
drauma þinna og kjarnagilda.
Framtíðarsýnin krefst jafnvæg-
is milli rökhugsunar og innsæis,
sem eru uppspretta tilgangs þíns
í lífinu. Stefnumótun fyrirtækja og
stofnana byggist að hluta til á því
að móta framtíðarsýn. Þá er fyrst
spurt um áfangastað en síðan farið
í að velta fyrir sér hvernig eigi að
komast þangað. Í framtíðarsýn
fyrir tækja eru tækifæri þess fólgin.
Það sama á við um einstaklingana.
Lífið mælir með því að þú
hrósir öðrum sem eiga það
skilið.
Oft er miklu auðveldara að koma
auga á það sem er gagnrýnivert
en það sem gott er gert. Verum
meðvituð og byggjum hvert annað
upp með hrósi og jákvæðni. Lífið
hvetur þig til þess að fara inn á Fa-
cebook-síðuna Hrós dagsins og
dreifa þar jákvæðum boðskap.
… HRÓSI
Þórunn Erna Clausen leikkona
situr aldrei auðum höndum.
Hún flakkar
á milli Ís-
lands og
Danmerkur
þessa dag-
ana þar
sem hún
stundar nú
söngnám. Henni er margt til
lista lagt og á milli þess sem
ð hún syngur, leikur og semur
lög þá stjórnar hún vinsæl-
um þætti um tónlist frá 9.
áratugnum á Bylgjunni. Þór-
unn tók saman frábæran lista
með lögum frá þessum tíma
sem ómissandi eru í líkams-
ræktina.
GONNA MAKE YOU
SWEAT (EVERYBODY
DANCE NOW)
C&C MUSIC FACTORY
JUMP AROUND
HOUSE OF PAIN
THE POWER SNAP
NO LIMIT
TWO UNLIMITED
RICKY MARTIN
CUP OF LIFE
I CAN SEE CLEARLY
NOW JIMMY CLIFF
ROCKAFELLAR
SKANK FATBOY SLIM
SMELLS LIKE TEEN
SPIRIT NIRVANA
HANSON MMMBOP
AQUA BARBIE GIRL
ÞAÐ BESTA
FRÁ NÍUNDA
ÁRATUGNUM
HVERT ERTU AÐ FARA?
Hvað er að hindra þig í að láta drauma þína rætast og ná öllum þínum markmiðum?
Edda Jónsdóttir,
leiðtogamarkþjálfi CPC
og stofnandi EddaCoaching
Mótaðu þína
framtíðarsýn.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Heilsuvísir