Fréttablaðið - 07.11.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 07.11.2014, Síða 28
4 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014 1. Konur missa um það bil fimm prósent af vöðvamassa á hverjum tíu árum eftir 35 ára aldurinn ef þær gera ekk- ert í því. Þegar vöðvamass- inn minnkar hægist á grunn- brennslunni sem verður til þess að við fitnum. 2. Við styrktarþjálfun brotna vöðv- arnir niður og byggja sig svo aftur upp og verða sterkari en áður, 1-2 dögum eftir æf- inguna. Til þess að þetta geti gerst þarf líkaminn að nota meiri orku sem verður til þess að brennslan eykst og líkaminn heldur áfram að brenna löngu eftir að æfingunni lýkur. Eftir því sem lóðin þyngjast, því sterkari verða vöðvarnir og því meiri verður brennslan. 3. Líkaminn verður stinnari og þú færð fallegar línur sem þú munt ekki sjá með endalaus- um þolæfingum. Ekki hafa áhyggjur af því að vöðvarnir verði of stórir og að þú munir líta karlmannlega út. Ástæðan fyrir því að karlmenn fá stóra vöðva er testósterónmagnið í líkama þeirra. Konur eru ekki með nægilega mikið af test- ósteróni til þess að byggja upp svona stóra vöðva. 4. Ef við byggjum ekki upp vöðvamassa og viðhöldum honum eftir því sem við eld- umst eiga daglegar athafnir eftir að verða erfiðar í framtíð- inni. Langar þig ekki að geta komist áreynslulaust fram úr rúminu þegar þú verður sjö- tug? Geta leikið við barna- börnin og haft næga orku til þess að ferðast og lifað sjálf- stæðu lífi? Taktu þá upp lóðin ekki seinna en í dag! 5. Síðast en ekki síst þá er ótrú- lega gaman að lyfta lóðum og ná árangri. Byrjaðu hægt og gerðu æfingar sem not- ast við eigin líkamsþyngd eins og armbeygjur, dýfur á bekk, hnébeygjur og planka. Náðu grunnhreyfingunum í öllum þessu helstu æfingum og byrj- aðu svo hægt og rólega að bæta við þyngdum og hafðu gaman af því að fylgjast með árangrinum. Hann verður nefnilega ótrúlegur!. Nanna Árnadóttir einkaþjálfari N ýlega tilkynnti hópur vís-indamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöng- in og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettin- um. Sumar sögðu „Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnæg- ingu. Svo voru það allir þeir ból- félagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu full- nægingarnar með sínum tilgerð- arlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). Þessi umræða er áhuga- verð. Sér í lagi vegna þess að við tölum ekkert sérstaklega mikið um snípinn og við erum enn að læra um mikilvægi hans. Þetta er nefnilega risastórt fyrirbæri sem teygir anga sína niður með- fram börmunum og inn eftir leg- göngum. Það var ályktað að þær píkur sem greina frá fullnæg- ingu út frá örvun legganga séu í raun að fá óbeina örvun á sníp- inn og að þetta séu rætur snípsins inni í leggöngum sem leiði til full- nægingar. Hvað sem því líður þá er staðreynd málsins sú að flest- allar píkur þurfa örvun á snípn- um til að fá fullnægingu. Snípur- inn var hannaður til þess eins að veita unað. Það að gleyma því að nudda snípinn í kynferðislegu ke- leríi er eins og að ætla runka ein- hverjum í naflann. Mundu bara að smyrja snípinn með eigin bleytu eða sleipiefni áður en þú strýkur eða nuddar. Þegar rætt er um hvaðan full- nægingar koma og hvort þær séu missterkar eftir uppruna- stað sínum þá langar mig bara að minna spekinga á það að fullnæg- ingar eru misjafnar. Heili stýr- ir kynfærum og því getur styrkur eða gæði fullnægingar farið eftir því hversu mikið heilinn er með í kynlífinu. Lesist, hversu kynferð- islega æst eða æstur í hausnum þú ert áður en og á meðan kynlíf er stundað. Sumar fullnægingar eru sterkar og aðrar veikar og hinar einhvers staðar inn á milli. Það er bara gott að vita að við fæðumst ekki með takmarkaðan kvóta af þeim heldur getum við feng- ið það eins og oft og við treystum okkur til. Einstaklingar eru með ólíka kynferðislega næma staði og þetta er spurning um að læra inn á eigin líkama svo þú getir kennt bólfélaganum þínum hvað þér þykir gott. Því vil ég hvetja þig lesandi góður til að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvað- an fullnægingin kemur svo lengi sem þú manst eftir að örva heil- ann (og nudda snípinn í keleríi við píku). Kynfærin eru ekki eyland og á þeim er áfastur haus. Bestu fullnægingarnar koma þegar stemningin er góð og heili send- ir kynferðisleg skilaboð niður til kynfæra. Styndu, talaðu, spurðu, strjúktu, hlustaðu og fáðu það. „Líkaminn verður stinnari og þú færð fallegar línur sem þú munt ekki sjá með endalausum þolæfingum.“ KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is „Heili stýrir kynfærum og því getur styrkur eða gæði fullnægingar farið því eftir hversu mikið heilinn er með í kynlífinu.“ VANRÆKJUM EKKI SNÍPINN Drekktu meira vatn Veldu frekar að drekka hreint ís- lensk vatn en sykraða gosdrykki og ávaxtasafa. Drekktu glas af vatni áður en þú borðar, það hjálpar meltingunni og eflir líkamann. HOLLRÁÐ HELGARINNAR Brostu Brostu til allra, sama hvort þú þekkir þá eða ekki. Það er engin mýta að bros geti dimmu í dags- ljós breytt. Þér líður betur þegar þú brosir og öllum í kringum þig líka. Hver veit nema eitthvað óvænt ger- ist í kjölfarið sem gleður þig enn frekar. EIGA KONUR AÐ LYFTA LÓÐUM? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. Nanna hvetur konur til þess að grípa í lóðin til þess að fá aukinn kraft. www.tvolif.is Opið virka daga 11-18 laugardaga 12-17 /barnshafandi 15% afsláttur af öllum kjólum föstudag og laugardag. Jólakjólarnir komnir í Tvö Líf á frábæru verði! Við tökum upp nýjar vörur vikulega fyrir meðgöngu og brjóstagjöf, mikið úrval og frábær verð. Sendum frítt u m allt land Heilsuvísir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.