Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 32
8 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014 É g lét plata mig í að taka þátt í einu verkefni, en ég er samt enn þá hætt.“ segir Katrín John- son, sem dansar í verk- inu Emotional hjá Íslenska dans- flokknum eftir að hafa sagt skil- ið við hann, að hún hélt fyrir fullt og allt, fyrir þremur árum. Kata vissi alltaf hvert hún stefndi. „Frá unga aldri var ég búin að ákveða að verða dansari. Svo var það heppni að ég hafði hæfileik- ana og að hlutirnir gengu upp. Mamma var minn helsti stuðn- ingsmaður alla tíð og setti mig í ballett fimm ára. Hana grunaði reyndar ekki þá að þetta yrði líf mitt og yndi.“ Var komin með nóg Katrín hætti að dansa eftir að hafa dansað fyrir Íslenska dans- flokkinn og víðar í 15 ár. „Þetta var ekki ákvörðun heldur upp- götvun. Ég kom heim eftir erfið- an vinnudag og allt í einu hugs- aði ég að það væri komið nóg, ég væri búin,“ útskýrir hún. „Þegar maður vinnur í dansflokkum þá gefur maður hjarta sitt og sál í hvert verkefni. Fólk áttar sig ekki á að það að vera dansari kost- ar blóð, svita og tár. Ég var orðin södd, sem mér finnst besta ástæð- an til þess að hætta. Metnaðurinn var þó enn þá til staðar og þess vegna vildi ég líka hætta. Ég hef alltaf verið hrædd við að halda áfram of lengi. Ég vildi hætta á toppnum. Líftími dansara er ekki langur.“ Hefði hætt við þrisvar „Ég fékk aldrei bakþanka á þess- um þremur árum þannig að ég veit eiginlega ekki af hverju ég sagði já við þessu verkefni,“ segir Katrín og hlær. „Ég kom sjálfri mér á óvart. Það hefur líklega eitthvað með það að gera að dans- höfundurinn bað mig rosalega oft og fallega og flatteraði mig upp úr skónum. Þegar þetta tregafulla já fékkst út úr mér var Krist- ín Ögmundsdóttir, vinkona mín og nú framkvæmdastjóri dans- flokksins, mjög séð og lét mig skrifa undir samning strax. Eftir það varð ekki aftur snúið, ég hefði örugglega hætt við þrisvar ef hún hefði ekki gert það,“ segir hún létt í bragði. Pressa að vera mjó „Þetta er búið að vera svolítið erf- itt. Ég var engan veginn í formi fyrir þetta. Ég tók þetta að mér á þeim forsendum að þau yrðu að vilja mig á þeim stað sem ég er á í dag. Ég hafði engan áhuga á að dansa einhvern hópkafla þar sem ég liti illa út við hliðina á hinum. Ég hefði samt ekki sagt já ef mér hefði liðið illa í líkaman- um eða verið búin að fitna mikið.“ Spurð hvort útlitskröfurnar séu miklar í dansinum segir hún þær vera til staðar en ekki endilega af þeim ástæðum sem fólk geri ráð fyrir. „Jú, það er pressa en þú veist hvað þú ert ráðin til að gera og líkami þinn þarf að vera í ákveðnu standi til þess að geta gert það vel. Ég er ekki að meina að þú getir ekki dansað með ein- hver aukakíló en strákarnir þurfa að lyfta þér og þú stofnar heilsu þeirra í hættu með því að vera allt of þung. Ég var þó alltaf með- vituð um að ég þyrfti að vera mjó, en ég var aldrei grennst og vissi að ég yrði það aldrei. Ég var líka alltaf hæst og leið oft eins og ég væri allt of stór en ég fór aldrei í neinar öfgar til að grennast. Það þarf líka vöðva, styrk og úthald til þess að geta dansað sem er erf- itt ef þú leyfir þér ekki að borða. Ég hef auðvitað kynnst hinni hlið- inni líka þar sem fólk hefur verið illa haldið af átröskunum í gegn- um tíðina. Ég man eftir svakaleg- um anorexíusjúklingum í skólan- um í Svíþjóð en aldrei hér. Starfs- menn dansflokksins eru ótrúlega heilbrigt og flott fólk,“ segir hún stolt á svip. Skammarlega lítið fjármagn „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er flottur hópur. Þetta er svo ótrúlega fjöl- hæft fólk og algjör sviðsdýr. Það er líka stór ástæða þess hversu virtur dansflokkurinn er á al- þjóðavettvangi. Það þarf að styðja betur við þessa listgrein, dans- inn fær skammarlega lítið fjár- magn. Mér finnst þreytt að það sé ekki fyrr en fólk sér það svart á hvítu hversu miklu listræn starf- semi skilar í ríkiskassann að Ragnheiður Guðmundsdóttir blaðamaður VILDI HÆTTA Á TOPPNUM KATRÍN JOHNSON segir ástríðuna hafa legið í dansinum alla tíð þangað til einn daginn fyrir þremur árum þegar hún fékk skyndilega nóg. Hún umbylti lífi sínu, hætti í dansinum og fann sér nýja drauma. Hún sneri svo aftur til Íslenska dansflokksins nýlega og það reyndist henni erfiðara en hana hafði grunað. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.