Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 58
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38
Ég borðaði því
pitsur og kúskús
til skiptis. Það var
kannski lykillinn að
þessu hjá mér.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
GOLF Um helgina náði Ólafía Þór-
unn Kristinsdóttir að tryggja sér
þátttökurétt á lokastigi úrtöku-
móta raðarinnar fyrir Evrópu-
mótaröð atvinnukylfinga í golfi.
Mótið fer fram í Marokkó rétt
fyrir jól en þar mun Ólafía Þór-
unn etja kappi við marga gríðar-
lega öfluga kylfinga.
„Það segir sitt um styrkleika
keppenda á úrtökumótunum að
sú sem vann síðasta mót [Sophia
Popov frá Þýskalandi] er ein sú
besta í heimi að mínu mati. Hún
spilaði ótrúlega vel,“ segir Ólafía í
samtali við Fréttablaðið. Hún end-
aði sjálf í 25.-26. sæti en alls kom-
ust 30 efstu kylfingarnir áfram.
„Mér fannst þetta ganga nokk-
uð vel hjá mér. Inn á milli tók ég
rangar ákvarðanir og stressið var
byrjað að segja til sín undir lokin.
En þá reyndi ég bara að anda djúpt
og tala sem mest við mömmu, sem
var kylfuberinn minn.“
Ólafía segir að spjallið við
mömmu hafi í raun hjálpað mikið
til. „Ég bað hana um að segja mér
æskusögur og fleira í þeim dúr.
Það var ýmislegt gert til að dreifa
huganum og mér fannst það virka
bara mjög vel. Eftir að ég byrjaði
á þessu komst ég í fuglafæri á síð-
ustu fimm holunum,“ segir hún.
Hún á von á því að það verði
hörð samkeppni á lokaúrtöku-
mótinu. „Það verður bara að duga
eða drepast enda bara þetta eina
mót. Það þarf allt að ganga upp
til að komast í gegn og það getur
vel gerst í mínu tilfelli eins og hjá
einhverjum öðru. Ég mun halda
áfram að vera dugleg að æfa, halda
rónni og ef það tekst tel ég mig
vera í góðum málum.“
Eingöngu pitsur og kúskús
Hún segir að aðstæður í Mar-
okkó geti verið krefjandi, ekki
síst vegna hitans, en reiknar með
að völlurinn sem notaður verður í
desember verði auðveldari viður-
eignar en sá sem spilað var á í síð-
asta móti.
„Brautirnar á honum voru afar
þröngar og flatirnar litlar. Mér
skilst að hinn sé mun opnari og að
það verði auðveldara að ná betra
skori,“ segir hún og bætir við að
mikilvægt sé að huga að því sem
hún lætur ofan í sig.
„Maður verður að borða rétt og
passa sérstaklega að drekka ekki
vatn úr krananum. Tuttugu manns
fengu matareitrun nú síðast og
það eyðilagði möguleika sumra á
að komast áfram,“ segir Ólafía,
sem passaði sig á að borða aðeins
á tveimur veitingastöðum sem hún
vissi að væru í lagi.
„Annar var ítalskur og hinn
marokkóskur. Ég borðaði því pits-
ur og kúskús til skiptis. Það var
kannski lykillinn að þessu hjá
mér,“ sagði hún í léttum dúr.
Gengur vel að æfa ein
Ólafía lauk háskólanámi í Banda-
ríkjunum síðastliðið vor og kom
heim þegar keppnistímabilið var
hafið hér á landi. Hún gerði sér þó
lítið fyrir og tryggði sér sigur á
Íslandsmeistaramótinu í höggleik
í júlí. Hún hélt svo til Þýskalands
í haust þar sem hún hefur einbeitt
sér að æfingum og undirbúningi
fyrir úrtökumótaröðina.
„Það hefur gengið mjög vel,“
sagði hún um dvölina ytra. „Ég
var hrædd um að ég myndi gefa
eftir með því að vera bara ein á
æfingum en mér hefur tekist að
halda góðu skipulagi,“ segir Ólafía
sem æfir að öllu jöfnu sex sinnum
í viku. Allt kostar þetta þó sitt en
Ólafía hefur notið stuðnings úr
Forskoti, sem er afrekssjóður fyrir
íslenska kylfinga. Stofnendur hans
eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki,
Icelandair Group og Golfsamband
Íslands.
„Ég fékk stuðning til að fjár-
magna þátttöku mína á úrtöku-
mótaröðinni en framhaldið er svo
óráðið. Ég veit að það tekur við
mun stærri pakki eftir áramót og
þá þarf ég meiri stuðning frá fleiri
aðilum,“ segir hún en komist hún á
Evrópumótaröðina ætlar hún ekki
að stóla á vinningsfé til að standa
undir kostnaðinum.
„Það er aldrei skynsamlegt að
þurfa að hafa áhyggjur af peninga-
málum á mótunum. Þær eyðileggja
bara fyrir manni. Það er því betra
að vera búinn að klára fjármögn-
unina fyrst og líta svo allt annað
bara sem bónus.“
Orðin atvinnukylfingur
Hún segir að sér muni standa til
boða að taka þátt í minni mótum ef
henni tekst ekki að komast í gegn-
um lokaúrtökumótið. „Í öllu falli er
ég búin að gefa frá mér stöðu mína
sem áhugamaður og er komin með
stöðu atvinnukylfings,“ segir hún.
„Ég vonast því til að geta haldið
mínu striki.“
eirikur@frettabladid.is
Æskusögur róuðu taugarnar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einu skrefi frá því að vinna sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi .
Ólafía, sem er þegar komin með stöðu atvinnukylfi ngs, hefur undirbúið sig af kappi í Þýskalandi í haust.
ÖFLUG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, einbeitir sér nú alfarið að golfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Eftir tap íslenska landsliðsins fyrir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins hafa menn velt
því fyrir sér hvort HSÍ og þeir sem stjórna íslenska
landsliðinu hafi sofnað á verðinum. Meðalaldur
liðsins hefur hækkað og endurnýjun liðsins sé
lítil sem engin. Er þetta rétt? Nei. Þegar grannt er
skoðað eru þetta rangar fullyrðingar og í raun hafa
menn verið míga upp í vindinn.
Frá árinu 2010 hafa nýir leikmenn fengið
tækifæri með landsliðinu. Ekki bara í æfinga-
leikjum heldur á stórmótum. Hvaða leikmenn
spyrja menn? Leikmenn fæddir 1987 til 1990
hafa verið fyrirferðarmiklir. Leikmenn úr 20 ára
landsliðum okkar Íslendinga. Menn eins og Rúnar
Kárason, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stefán Rafn
Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson, Aron Rafn
Eðvarðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Guðmunds-
son, Oddur Grétarsson, Aron Pálmarsson, Svein-
björn Pétursson, Árni Steinn Steinþórsson, Arnór
Þór Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson.
Tólf þessara leikmanna hafa fengið dýrmæta
reynslu á stórmótum. Hafa þeir fengið tækifæri?
Já. Hefur þeim verið treyst fyrir stórum hlut-
verkum? Já. Hafa þeir staðið sig vel? Já, sumir
hverjir. Hafa þeir verið heilir heilsu? Þar er aftur á
móti svarið nei.
Fjórir þessara leikmanna hefðu án nokkurs vafa
verið valdir í verkefnin gegn Ísrael og Svartfell-
ingum. En því miður voru þeir meiddir. Þeirra á
meðal einn af fimm bestu handboltamönnum
heims um þessar mundir – Aron Pálmarsson. Með
hann innanborðs hefðu leikirnir gegn Bosníu og
Svartfjallalandi ekki tapast. Það fullyrði ég. Að við-
bættum Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni hefðum
við verið enn betur settir. Ólafur Gústafsson hefði
einnig hjálpað varnarlega væri hann heill.
Síðastliðinn áratug hefur íslenska landsliðið
verið skipað afburðaleikmönnum. Leikmönnum
í heimsklassa. Ekki einum heldur sex til sjö og
aukinheldur var einn besti leikmaður sögunnar
með þessum hópi. Þar erum við að sjálfsögðu að
tala um Ólaf Stefánsson.
Eru leikmenn af sama gæðaflokki að taka
við? Nei. Þessi kynslóð var í raun einstök.
Því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir
að núverandi landsliðsþjálfari hafi getað
teflt fram sínu sterkasta liði. Það hefur
hann ekki getað gert síðan hann tók
við. Það er rétt að lykilmenn íslenska
liðsins eru margir hverjir að eldast.
Það er hins vegar rangt að ekki hafi
verið reynt að finna leikmenn sem
fyllt geta í skörðin. Þeir hafa fengið
tækifæri. Fengið leiki.
Fengið ábyrgð. Fengið
traust. Vandamálið er hins
vegar að þeir eru ekki í
sama gæðaflokki og þeir leik-
menn sem eru að ljúka sínum
ferli með íslenska landsliðinu
innan tíðar. Þar liggur hundurinn
grafinn.
Á sínum tíma gátum við vart
án Ólafs Stefánssonar verið. Í
dag getum við vart án Arons
Pálmarssonar verið. Þrátt fyrir
tap í Svartfjallandi er draumurinn
um sæti á EM í Póllandi ekki úr
sögunni. Með okkar sterkasta lið
förum við þangað. En kvarnist
úr hópnum, eins og gerðist á
dögunum og gegn Bosníu og
Svartfjallalandi verðum við í
vandræðum. Við þurfum alla okkar
bestu menn heila heilsu.
Hinir sem bíða við þröskuldinn
eru því miður eins og staðan
er ekki nógu góðir. Eiga í það
minnsta langt í land. Öll gagn-
rýni og skoðanaskipti eiga rétt
á sér. En að tala um að menn
hafi sofnað á verðinum hvað
varðar endurnýjun er einfald-
lega rangt. B-landslið Íslands
fékk tækifæri gegn Portúgal
í vor. Liðið féll á prófinu.
Það fær hins vegar annað
tækifæri í janúar á næsta
ári. Við skulum vona að
liðið standist það próf.
Það er hægt.
UTAN VALLAR GUÐJÓN GUÐMUNDSSON gudjon.gudmundsson@stod2.is
MIGIÐ UPP Í VINDINN
STÓRMÓT LEIKMANNA
FÆDDIR 1987 TIL 1990
LEIKMENN FÆDDIR ÁRIÐ 1987
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður 2 stórmót
Gunnar Steinn Jónsson, miðjumaður 1 stórmót
LEIKMENN FÆDDIR ÁRIÐ 1988
Rúnar Kárason, hægri skytta 2 stórmót
Ólafur Bjarki Ragnarsson, miðjumaður 1 stórmót
Bjarki Már Gunnarsson, línumaður 1 stórmót
LEIKMENN FÆDDIR ÁRIÐ 1989
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður 3 stórmót
Ólafur Gústafsson, vinstri skytta 1 stórmót
LEIKMENN FÆDDIR ÁRIÐ 1990
Aron Pálmarsson, vinstri skytta/miðjum. 6 stórmót
Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta 4 stórmót
Oddur Gretarsson, hornamaður 2 stórmót
Bjarki Már Elísson, hornamaður 1 stórmót
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður 1 stórmót
➜
ÚRSLIT
DOMINO’S-DEILD KARLA
STJARNAN - HAUKAR 93-85
Stjarnan: Jarrid Frye 26/9 fráköst, Ágúst
Angantýsson 18/12 fráköst, Justin Shouse 12,
Marvin Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 9,
Sæmundur Valdimarsson 6, Jón Orri Kristjánsson
6/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 5.
Haukar: Haukur Óskarsson 23, Alex Francis 21/15
fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 14/5 fráköst/9
stoðsendingar, Kári Jónsson 8, Hjálmar Stefánsson
7/4 fráköst, Kristinn Marinósson 6/7 fráköst,
Sigurður Þór Einarsson 4, Helgi Björn Einarsson 2.
KR - GRINDAVÍK 118-73
KR: Michael Craion 27/18 fráköst, Darri
Hilmarsson 23, Pavel Ermolinskij 18/13 fráköst/17
stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 16/6 fráköst,
Brynjar Þór Björnsson 10/11 stoðsendingar,
Finnur Atli Magnússon 8/8 fráköst/3 varin skot,
Högni Fjalarsson 7, Þórir Guðmundur Þorbjarnars-
son 4, Björn Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.
Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Ólafur
Ólafsson 13/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6
fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Hilmir Krist-
jánsson 8, Björn Brynjólfsson 5, Hinrik Guðbjarts-
son 4, Magnús Þór Gunnarsson 4/5 stoðsendingar,
Kristófer Gylfason 2, Jens Óskarsson 2.
ÍR - TINDASTÓLL 86-92
ÍR: Sveinbjörn Claessen 24/8 fráköst, Matthías
Orri Sigurðarson 22/4 fráköst/8 stoðsendingar,
Kristján Pétur Andrésson 15, Christopher Gard-
ingo 10/8 fráköst, Vilhjálmur Jónsson 9/5 fráköst,
Leifur Steinn Arnason 4, Kristófer Stefánsson 2.
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 18/8 fráköst,
Pétur Rúnar Birgisson 14, Myron Dempsey 14/7
fráköst, Helgi Rafn Viggósson 14/9 fráköst, Helgi
Freyr Margeirsson 8, Viðar Ágústsson 7/7 fráköst,
Darrell Flake 5, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst,
Finnbogi Bjarnason 5, Svavar Atli Birgisson 2.
SKALLAGRÍMUR - FJÖLNIR 110-113
Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 44/10 fráköst/5 varin
skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 35/6 fráköst/7
stoðsendingar/4 varin skot, Egill Egilsson 12/6
fráköst, Davíð Ásgeirsson 8, Daði Berg Grétarsson
5, Atli Aðalsteinsson 3, Davíð Guðmundsson 3.
Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 28/6
stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 24, Daron Lee
Sims 20/17 fráköst, Ólafur Torfason 9/12 fráköst/6
stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 9, Sindri
Már Kárason 8/4 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6,
Valur Sigurðsson 6, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3.
OLÍS-DEILD KARLA
AKUREYRI - AFTURELDING 27-23
Akureyri - Mörk (skot): Halldór Logi Árnason 7
(7), Kristján Orri Jóhannsson 6/1 (10/1), Andri
Snær Stefánsson 5 (7), Sigþór Heimisson 4 (9),
Elías Már Halldórsson 2 (4), Bergvin Þór Gíslason
1 (1), Daníel Örn Einarsson 1 (2), Heimir Örn
Árnason 1 (3), Ingimundur Ingimundarson (1),
Þrándur Gíslason (1).
Varin skot: Tomas Olason 16/1 (39/3, 41%),
Afturelding - Mörk (skot): Jóhann Jóhannsson
6/1 (14/1), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8/1), Elvar
Ásgeirsson 3 (4), Gestur Ólafur Ingvarsson 3 (5),
Pétur Júníusson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 2 (7),
Gunnar Þórsson 1/1 (1/1), Böðvar Páll Ásgeirsson 1
(2), Ágúst Birgisson (1).
Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 15 (42/1,
36%),
STJARNAN - ÍR 26-24
Mörk Stjörnunnar: Andri Hjartar Grétarsson 8,
Þórir Ólafsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Víg-
lundur Jarl Þórsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2,
Eyþór Magnússon 1, Starri Friðriksson 1.
Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 8, Bjarni Fritzson
5, Sturla Ásgeirsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson
3, Davíð Georgsson 2, Sigurjón Björnsson 1, Ingi
Rafn Róbertsson 1, Arnar Hálfdánsson 1.
HK - HAUKAR 20-31
Mörk HK: Leó Snær Pétursson 5, Þorgrímur Smári
Ólafsson 4, Garðar Svansson 3, Þorkell Magnússon
2, Lárus Helgi Ólafsson 1, Daði Laxdal Gautason 1,
Aron Gauti Óskarsson 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1,
Guðni Már Kristinsson 1, Andri Þór Helgason 1.
Mörk Hauka: Tjörvi Þorgeirsson 8, Heimir Óli
Heimisson 6, Þröstur Þráinsson 4, Janus Daði
Smárason 3, Adam Haukur Baumruk 3, Leonharð
Þorgeir Harðarson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2,
Árni Steinn Steinþórsson 2, Egill Eiríksson 1.
VALUR - FH 28-25
Valur - Mörk (skot): Geir Guðmundsson 8 (12),
Kári Kristján Kristjánsson 5 (6), Guðmundur
Hólmar Helgason 5 (11), Vignir Stefánsson 3 (3),
Finnur Ingi Stefánsson 3 (5), Elvar Friðriksson 3
(7), Ómar Ingi Magnússon 1/1 (1/1), Bjartur Guð-
mundsson (1),
Varin skot: Stephen Nielsen 21/1 (46/2, 46%).
FH - Mörk (skot): Ísak Rafnsson 5 (15), Daníel
Matthíasson 4 (4), Magnús Óli Magnússon 4
(5), Benedikt Reynir Kristinsson 4 (6), Ásbjörn
Friðriksson 4/1 (9/2), Halldór Ingi Jónasson 2 (3),
Hlynur Bjarnason 1 (3), Ragnar Jóhannsson 1 (6),
Andri Hrafn Hallsson (1),
Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 9 (26/1,
35%), Ágúst Elí Björgvinsson 4 (15, 27%).
OLÍS-DEILD KVENNA
VALUR - FRAM 18-24
Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 12, Morgan
Marie Þorkelsdóttir 3, Bryndís Elín Wohler 2,
Vigdís Þorsteinsdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn
Björnsdóttir 4, Hekla Ámundadóttir 3, Marthe
Sördal 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elísabet
Gunnarsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1, Nadía
Bordon 1, Guðrún Hálfdánardóttir 1.