Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 62

Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 62
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 „Þetta var reyndar ekkert mass íft sko,“ segir tónlistar- maðurinn og þúsundþjalasmið- urinn Þorsteinn Sindri Bald- vinsson, eða Stony, en lagið hans Feel Good var spilað á einni vinsælustu útvarpsstöð- inni í Ástralíu, B105. Stony varð fyrst þekktur þegar myndbönd hans á You- Tube vöktu athygli hjá stór- fyrirtækinu Pepsi, sem varð til þess að hann lék í auglýsingu fyrir það þar sem Lionel Messi úr Barselóna kom við sögu. Hann segir aðdragandann að því að lagið var spilað þar frekar langsóttan. „G20-fundur- inn er haldinn í Ástralíu þetta árið og B105 sá um umfjöllun um hann. Einhverra hluta vegna voru þau að kynna sér löndin sem taka ekki þátt, en Ísland er ekki með. Þau vildu kynna sér tónlistarmenn og leikara frá löndunum og sendu mér tölvupóst, spjölluðu eitthvað og spiluðu svo lagið,“ segir Stony, en lagið Feel Good er það fyrsta sem hann gefur út. „Mig langar bara að gera tónlist og ég á pott- þétt eftir að gera meira. Aldrei að vita nema maður gefi út ann- ars staðar en á YouTube.“ Síðan hann lék í auglýsing- unni fyrir Pepsi hefur verið nóg að gera hjá honum. „Ég var að klára frekar stórt verk- efni fyrir Samsung, sem ég má samt ekki segja meira um eins og er. Svo var ég að klára tvö önnur stór verkefni úti sem ég get ekki sagt meira um að svo stöddu.“ Fyrir stuttu var hann svo beðinn um að taka þátt í ráð- stefnunni Sko á vegum Ja.is. „Já, það var nett flippað. Ég var beðinn um að gera mynd- band um ferðina frá YouTube til Pepsi og tala um það. Nú er það myndband víst farið til Ástralíu þar sem Arnt Erikssen, norskur frumkvöðull, ætlar að nota það í fyrir lestra hjá sér.“ Aðspurður hvort hann sé ekki að raka inn fé á því að vinna fyrir þessi stóru fyrirtæki seg- ist hann hafa það bara gott. „Þetta er alveg nógu fínt fyrir 21 árs gaur á Akureyri.“ adda@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ Mig langar bara að gera tónlist, og ég á pottþétt eftir að gera eitthvað meira. Aldrei að vita nema maður gefi út annars staðar en bara á YouTube. Stony. „Ef þú smælar framan í heiminn eftir Megas. Það er bara frábært lag og sérstaklega í okkar flutningi.“ Gunnar Ragnarsson, söngvari í Grísalappalísu. Í enda október flutti Reykjavíkur Akademían úr JL-húsinu vegna þess að til stendur að breyta hluta hússins í gistiheimili. Já List!, hópnum sem hefur komið sér fyrir í húsinu á meðan það stendur autt, barst í gær tölvu- póstur frá eiganda hússins. „Hann er búinn að gefa okkur grænt ljós á að vera hérna þar til framkvæmd- ir hefjast og tók bara vel í þetta,“ segir Guðný Ósk, einn af meðlim- um Já List!. Hópurinn, sem varð til í kjölfar hústökunnar, hefur dvalið á fjórðu og fimmtu hæð hússins síðan á föstudag. Meðlimirnir eiga það sameiginlegt að vilja skapa eitt- hvað fallegt og byggja upp virka lista- og menningarmiðstöð. Guðný Ósk tekur fram að allir séu vel- komnir: „Það eru ekki allir í þess- um hópi listamenn, líka fólk sem hefur gaman af list og vill taka þátt í að stuðla að aukinni listsköpun og getur lagt eitthvað af mörkum.“ Hópurinn hefur enn sem komið er engar áætlanir um hvað tekur við þegar hann þarf að yfirgefa húsið. „Eins og er þá erum við að reyna að hugsa viku og viku fram í tímann og hvernig við getum byggt þetta upp. Hvernig við getum fengið fólk inn sem vantar rými en erum ekkert farin að hugsa lengra. Þetta er svo nýtilkomið, við nýbyrjuð að skapa þetta og viljum gera þetta að einhverju skemmtilegu áður en við förum að pæla í framtíðinni.“ - gló Eigandinn gaf Já List! grænt ljós Stuðla að aukinni listsköpun, allir sem geta lagt eitthvað af mörkum velkomnir. GUÐNÝ ÓSK Framtíðin er óráðin en hópurinn veit ekki hversu lengi hann hefur aðstöðu í húsinu eða hvað tekur við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrst YouTube, síðan Pepsi, núna Samsung Þorsteinn Sindri Baldvinsson, eða Stony, gaf út lag í byrjun september en það er strax komið í spilun í Ástralíu. Hann er nýbúinn að klára verkefni fyrir Samsung. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gefur á þriðjudag- inn kemur út bókina Lóaboratoríum. Í henni er safn af teiknimyndasögum sem Lóa hefur verið að búa til síðastliðin sjö ár en hún hefur teiknað myndasögur allt frá því að hún var átta ára gömul. „Fyrsta myndasagan mín er eiginlega með sama söguþræði og Ben Stiller-kvikmynd Night at the Museum. Nema bara aðeins lélegri,“ segir Lóa og hlær. Áhuginn á teiknimyndasögum kviknaði því snemma hjá Lóu. „Það áttu allir myndasög- ur, þær voru í hverju einasta blaði sem kom heim til manns. Svo var algengt að eiga Sval og Val, Viggó og Andrés Önd. Pabbi gaf mér og systur minni líka alltaf myndasögur fyrir jólin.“ Hún segir teiknimyndasögusamfélagið stærra og virkara en margir halda: „Ég er til dæmis í safnaraklúbbi. Það eru sextíu og eitthvað manns í honum. Safnið mitt er samt frekar lélegt, ég er algjör byrjandi miðað við hina í klúbbnum.“ Lóa segir það vera misskilning að teikni- myndasögur séu bara fyrir börn. „Þetta er auðvitað skrifað af fullorðnu fólki, maður gleymir því stundum. Það er rosa mikið af alkóhólisma og fólki að hegða sér illa í bók- inni minni. Svo er líka einhver smá von.“ - gló Alkóhólismi, ólæti og smá von Teiknimyndasögur eru ekki bara fyrir börn segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. LÓA HLÍN Gefur út teiknimynda- sögubók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ BARA RÉTT AÐ BYRJA Stony ætlar að ein- beita sér að því að semja tónlist, ásamt því að sinna öðrum verkefnum. MYND/BALDUR KRISTJÁNS Fyrsta myndasag- an mín er eiginlega með sama söguþræði og Ben Stiller- myndin Night at the Museum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.