Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 16
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 FERÐAÞJÓNUSTA Fjölgun fag- menntaðs starfsfólks í ferða- þjónustu er langt frá því að vera nægilega hröð og hefur engan veginn haldið í við fjölg- un ferðamanna síðastliðin ár. Framboð menntunar er sundur- leitt, samráð fræðsluaðila skort- ir og utanumhald um málefni menntunar í ferðaþjónustu er ófullnægjandi. Samhliða fjölgun ferðamanna hefur fyrirtækjum fjölgað um 72 prósent frá árinu 2008. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu sem KPMG vann að beiðni Ferðamálastofu á framboði og fyrirkomulagi menntunar tengdrar ferðaþjónustu og þörf- um greinarinnar þar að lútandi. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir að niðurstöður vinn- unnar gefi til kynna að farið sé að reyna á þanþol atvinnugrein- arinnar þegar kemur að því að tryggja vandaða þjónustu. Við því þurfi að bregðast. „Of miklar hindranir virðast vera innbyggðar í kerfið til þess að tryggja að vöxtur og fagþekking haldist í hendur og það verður ein af megináskorunum ferða- þjónustunnar á næstu árum að tryggja að gæði, fagmennska og tækifæri til þekkingaröflunar og þjálfunar þeirra sem starfa í greininni verði leiðarljós þróun- arinnar,“ segir Ólöf. Spurð í hvaða vandræðum ferðaþjónustan geti lent ef skortur á fagmenntuðu vinnu- afli verður viðvarandi segir Ólöf: „Eigi atvinnugreinin að vaxa með sjálfbærum hætti og í sátt við land og þjóð verður að tryggja að menntunartæki- færin séu í samræmi við þarfir atvinnurekenda og starfsfólks, þannig að hægt sé að tryggja gæðin. Verði sú ekki raunin er hætt við að orðspor Íslands sem áfangastaðar ferðamanna bíði skaða af. Í ljósi þess að um 40 prósent erlendra ferðamanna segjast hafa tekið ákvörðun um Íslandsferð á grunni ábendinga frá vinum og vandamönnum og með hliðsjón af þeirri áherslu sem okkar gestir leggja á mikil- vægi gestrisni og gæða, er hætt við að þetta hefði afar neikvæð áhrif á atvinnugreinina í heild.“ svavar@frettabladid.is Of miklar hindr- anir virðast vera inn- byggðar í kerfið til þess að tryggja að vöxtur og fagþekking haldist í hendur. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Ferðaþjónustuna bráðvantar fleiri menntaða starfsmenn Skortur á fagmenntuðu starfsfólki innan ferðaþjónustunnar er tilfinnanlegur og getur orðið dragbítur á vöxt greinarinnar til framtíðar litið. Að óbreyttu gæti orðspor Íslands sem ferðamannastaðar beðið skaða af. Rauði þráður greiningarinnar er að gap sé á milli fjölgunar ferðamanna og fagmenntaðs starfsfólks, en það sé hins vegar skiljanlegt þar sem aukning ferðamannastraumsins til landsins er fordæmalaus í heiminum. Til lengri tíma litið telst ljóst að mati aðila innan ferðaþjónustunnar og fræðslustofnana, sem KPMG ráðfærði sig við, að ef ekkert verður að gert muni verða erfitt að veita öllum þessum fjölda ferðamanna þá þjónustu sem þeir þarfnast, og sérstaklega verði að horfa til fjölgunar fagmennt- aðra í hótelstjórnun, framreiðslu, matreiðslu og afþreyingariðnaðinum. Því er lagt til að stofnað verði fræðsluráð sem hefði yfirsýn yfir málefni menntunar í ferðaþjónustu þar sem ættu sæti fulltrúar stjórnvalda og hagsmunaaðila innan greinarinnar. ➜ Ferðamönnum fjölgar hraðar en fagfólki SLYS Rúmlega fjörutíu einstak- lingar drukkna á hverri einustu klukkustund, og drukknun er á meðal tíu algengustu dánaror- saka barna og ungmenna í hverj- um einasta heimshluta. Upplýsingaskrifstofa Samein- uðu þjóðanna greinir frá þessum niðurstöðum úr skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Önnur niðurstaða WHO er að 372 þúsund manns drukkna á ári hverju. Aðrar sláandi niðurstöður í skýrslunni eru m.a. að meira en helmingur þeirra sem drukkna er undir 25 ára aldri. Hæsta hlut- fallslega dánartíðnin er á meðal barna, fimm ára og yngri. - shá Algengt að börn drukkni: Um 372 þúsund drukkna á ári Í HÆTTU? Þeir sem drukkna eru helst börn og ungmenni. NORDICPHOTOS/AFP Í HEIMSÓKN Tilhneiging meðalfyrirtækis í ferðaþjónustu er að ráða ófaglært starfs- fólk og litlar kröfur eru gerðar um menntun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Fuglaflensa af stofni H5N8 kom upp á kalkúna- búi í Þýskalandi 4. nóvember síðastliðinn, í varphænum í Hol- landi 14. nóvember og sama dag í aliöndum á Englandi. Matvælastofnun á Íslandi telur litla hættu á að fuglaflensan berist hingað til okkar, vegna strangra innflutningshafta sem hér gilda. - jhh H5N8 í fyrsta sinn í Evrópu: Ný fuglaflensa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.