Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 20

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 20
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 NÁTTÚRA Áhrif brennisteins- mengunar frá eldgosinu í Holu- hrauni á vatnalíf og fisk ráðast fyrst og síðast af því hversu lengi gosið mun standa. Aðkallandi er að hefja undirbúning að mælingum í ám og vötnum vegna mengunar- innar. Guðni Guðbergsson, sérfræðing- ur hjá Veiðimálastofnun, segir það aðkallandi spurningu hvort gríð- arlegt magn brennisteinstvíildis (SO2), sem kemur frá eldstöðinni í Holuhrauni, kunni að hafa áhrif á lífríki ef heldur fram sem horfir. Guðni segir að lengd gossins sé lykilspurningin. „Þetta er ekki einfalt og mörg ef. Stóra efið er hversu lengi kemur þessi eldur til með að standa og hversu mikið losnar og fellur á landi,“ segir Guðni en útskýrir að líklega þurfi nokkuð til að breytingar verði sem ógna lífríki. „Í Skandinavíu, þar sem meng- unin kom frá iðjuverum, var raun- in sú að súrt regn hlóðst upp í snjó og útslag kom í leysingum, þ.e. sýrustig vatns lækkaði. Það gat verið banvænt sumum tegund- um á þeim tíma sem leysingar stóðu en ástand utan þess almennt undir hættumörkum,“ segir Guðni. Mikið hefur dregið úr þeirri meng- un með minni notkun kola og með auknum kröfum um notkun minna mengandi orkugjafa. Enn finnast áhrif súrnunar í ám og vötnum t.d. í suðurhluta Skandinavíu og á aust- urströnd Kanada. Guðni telur mikilvægt að fara að huga frekar að mælingum í ám og vötnum ekki síst því sem viðkem- ur skipulagningu og fjármögnun slíkra mælinga, og fylgjast þurfi sérstaklega með vatni í leysingum og í snjó, en það er til marks um hversu alvarlegum augum þessi mengun er litin, að Veðurstofa Íslands hefur þegar hafið mæling- ar á sýrustigi í úrkomu á nokkrum stöðum. Veiðimálastofnun hefur fyrr í vetur bent á að í eldgosum hér á landi hefur vatnalíf skaðast af efnum frá gosösku sem losnar með úrkomu og fer í vötn. Talsverður skaði varð vegna þessa í eldgosinu í Eyjafjallajökli og svo í Gríms- vatnagosinu síðasta. Þá eru þekkt dæmi um dauða fiska vegna efna- mengunar í öskufalli frá Heklu, t.d. á húnvetnsku heiðunum bæði árið 1970 og 1980. svavar@frettabladid.is Áhrif á lífríki ráðast af lengd eldgossins Nauðsynlegt er að hefja undirbúning rannsókna á ám og vötnum vegna meng- unar frá eldgosinu í Holuhrauni. Það er lengd umbrotanna sem ræður mestu, en nokkuð mikið þarf til að lífríkið láti á sjá vegna brennisteinsmengunar. ● Þegar brennisteinn kemur í vatn myndast brennisteinssýra sem hefur áhrif á sýrustig þess. Sýrustig er mælt sem pH-gildi þar sem 7 er hlutlaust, undir 7 súrt og yfir 7 basískt. ● Íslenskt vatn er yfirleitt basískt, með hátt pH gildi, og þarf því meira til að slíkt vatn verði súrt. Vatn á jarðfræðilega yngri hluta landsins, það er gosbeltinu, er yfirleitt basískara og þolir því meiri sýru. ● Lágt sýrustig getur valdið því að ákveðnum tegundum lífvera í ferskvatni fækkar eða að þær hverfi. Fall í sýrustigi veldur auknum leysanleika á áljónum (Al) en leysanleiki áls er minnstur við pH 7 en eykst í báðar áttir. Ál getur síðan haft áhrif á og skemmt tálkn í fiskum og valdið auknum afföllum og dauða þeirra. Gönguseiði laxa eru viðkvæm fyrir slíku þegar þau ganga til sjávar þar sem tálkn gegna veigamiklu hlutverki við að við- halda seltuvægi. Brennisteinssýran er áhyggjuefnið HEILBRIGÐISMÁL Níu af þrettán HIV-smituðum körlum eða 69,2 prósent glíma við risvandamál af einhverju tagi. Þar af eru sjö, eða um 54 prósent, með alvarleg ris- vandamál. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Sigríðar Maríu Krist- insdóttur læknanema á kynheilsu HIV-smitaðra karla. Sendur var spurningalista til 95 HIV-smit- aðra karlmanna og bárust svör frá 26. Ekki reyndist unnt að reikna stigafjölda úr krossaspurningum hjá helmingi svarenda, að því er kemur fram í grein Sigríðar í rit- inu Rauða borðanum sem er blað samtakanna HIV Ísland. Sigríður getur þess í greininni að tíðnitöl- urnar hér séu ekki ólíkar tíðnitöl- um sem birst hafa erlendis. Ekki sé á hreinu hvað valdi hærri tíðni. Bent er á að í íslenskri rann- sókn frá 2006, þar sem karlmenn voru valdir af handahófi úr sam- félaginu, hafi algengi ristruflana hjá 45 til 75 ára verið 35,5 prósent. Hæst hafi hlutfallið verið hjá 65 til 75 ára eða rúmlega 60 prósent. Einar Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri HIV Ísland, segir almennt heilsufar HIV-smitaðra vera að færast í betra horf. „Eldri lyfin voru sterkari en þau sem er verið að gefa núna og þau höfðu ýmsar aukaverkanir í för með sér. Ýmis heilsufarsvandamál tengd- ust töku þeirra og náttúrlega því að vera með veiruna í líkaman- um. Erfðaþættir spila líka inn í. Það horfir betur með yngra fólkið og þá sem ekki eru búnir að vera lengi með sjúkdóminn.“ - ibs Rannsókn læknanema á kynheilsu HIV-smitaðra karla sýnir hærri tíðni risvandamála en hjá öðrum: Fleiri HIV-smitaðir með risvandamál GÓÐGERÐARMÁL Thorvaldsens- félagið færði styrktarsjóði göngu- deildar barna og unglinga með sykursýki tvær milljónir króna í tilefni 20 ára afmælis deildar- innar. Nýgreiningum barna og ung- linga með sykursýki-1 fer fjölg- andi. Á göngudeild barna starfar þverfaglegt teymi sem veitir fjölskyldum barna með sykur- sýki margþætta aðstoð í formi fræðslu, ráðgjafar og sálfélags- legs stuðnings. - vh Færðu félaginu 2 milljónir: Styrktu börn með sykursýki HOLUHRAUN Engin merki eru um að eldgosinu ljúki á næstunni og mengun frá því er stöðug og mikil. MYND/MORTEN S. RIISHUUS Stóra efið er hversu lengi kemur þessi eldur til með að standa og hversu mikið losnar og fellur á landi. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun. EINAR ÞÓR JÓNSSON Framkvæmda- stjóri HIV Ísland segir betur horfa með yngra fólkið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.