Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 32
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Nú þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar stendur fyrir dyrum, er nauðsyn- legt að ítreka enn einu sinni mikilvægi þess að þær skattkerfisbreyting- ar, sem lagt er upp með, nái fram að ganga. Um langa hríð hefur sá mikli munur sem er á efra og neðra þrepi í virðisaukaskatti, verið atvinnulífinu þyrnir í augum. Þar fara skoðanir atvinnulífsins saman við skoðan- ir bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD, en þessir aðilar hafa oft bent á þá staðreynd að bilið milli skattþrepanna hér á landi sé óvenju mikið í alþjóðlegum samanburði. Þetta mikla bil mismuni atvinnu- greinum á óréttmætan hátt, eftir því í hvoru þrepi virðisaukaskatts- ins varan eða þjónustan lendir. Burt með vörugjöldin Sá skattur sem hvað lengst hefur þó verið þyrnir í augum verslun- arinnar eru vörugjöldin, sem sett voru á sem tímabundinn skattur við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970. Það er eins með vörugjöldin og aðra tímabundna skatta að þeir hafa til- hneigingu til að endast allra skatta lengst. Það er því verulegt fagn- aðarefni að stjórnvöld gera nú ráð fyrir að afnema almenn vörugjöld með öllu, lækka efra þrep virðis- aukaskatts þar sem bróðurpartur allrar vöru og þjónustu er, jafn- framt því sem boðað er að neðra þrep virðisaukaskattsins verði hækkað. Fyrir afnámi vörugjalda hafa Samtök verslunar og þjónustu barist um langa hríð. Stóri ókosturinn við vörugjöldin er að þau eru „falinn skattur“, m.ö.o. þau eru almennt ekki sýnileg í verði vörunnar til neytand- ans. Svo það sé nú rifjað upp þá ber stór hluti bygging- arefnis og þeirra vara sem fara inn á baðherbergi 15% vörugjald, öll raftæki sem fara inn í eldhús og þvotta- hús 20%, og stór hluti almennra raftæka eins og t.d. sjónvarps- tækja ber 25% vörugjald. Eins er vörugjald lagt á ýmiss konar mat- vöru, sem á einhvern óskiljanleg- an hátt hefur verið fellt undir sam- heitið sykurskattur. Sem dæmi um matvörur sem bera „sykurskatt“ eru vörur á borð við morgunkorn, tómatsósu og niðursoðna ávexti. Álagning vörugjalds á matvörur er oft tilviljanakennd og framkvæmd- in ótrúlega flókin bæði fyrir versl- unina og tollayfirvöld. Það yrði því mikið heillaspor fyrir allan almenning ef loks tækist að afnema almennu vörugjöldin með öllu. Með því móti næðist fram sambærileg lækkun á vöruverði, jafnframt því sem byggingarkostnaður myndi lækka verulega. Einhliða umræða Umræða undanfarinna vikna um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar hefur verið mjög einhliða. Umræð- an hefur nær eingöngu snúið að hækkun neðra þreps virðisauka- skattsins og áhrifum þeirrar breyt- ingar sérstaklega. Það er bagalegt. Æskilegt hefði verið ef umræðan, m.a. á Alþingi, fjallaði um heildar- áhrif fyrirhugaðra skattkerfisbreyt- inga á hag almennings. Með því móti hefði fólk betur getað áttað sig á til hvers hinar fyrirhuguðu breyting- ar muni leiða, en samkvæmt öllum útreikningum munu breytingarnar hafa jákvæð áhrif á nær alla tekju- hópa. Hafi breytingarnar neikvæð áhrif fyrir einstaka hópa, ætti að mæta því með mótvægisaðgerðum fyrir þá hópa sérstaklega, frekar en að kasta frá sér þessu tækifæri sem nú liggur á borðinu. Verslunin styður breytingarnar Samtök verslunar og þjónustu lýstu strax yfir stuðningi við fyrirhug- aðar skattkerfisbreytingar, þegar þær voru kynntar sl. haust. Að mati samtakanna eru þessar breytingar í öllum aðalatriðum mikið framfara- spor og stefna í átt að einfaldari og sanngjarnari skattheimtu en verið hefur. Það ætti því að vera sam- einginlegt hagsmunamál almenn- ings og verslunarinnar í landinu að þessar breytingar nái fram að ganga. Það er nefnilega mikilvæg- ast fyrir alla aðila að skattkerfið í landinu sé gagnsætt og sanngjarnt og það sem ekki er síður mikilvægt, ódýrt í framkvæmd. Skattkerfi sbreytingar eru nauðsynlegar Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlk- un trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri til- hneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúar- hefðum, þótt fordómar í garð mús- lima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristin- dóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlk- un trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meiri- hluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskyldu- harmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vestur- löndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orð- ræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mann- réttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannar- lega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vanda- mál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikil- vægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, lönd- um þar sem kristnir eru í meiri- hluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttinda- brot gagnvart þeim eru sammann- legt vandamál og þeim ber að berj- ast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menning- arlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningar- samfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúar- hefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreyti- leika en okkur stendur ógn af for- dómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umborn- ar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúar- brögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birt- ingarmyndir íslam í ólíkri menn- ingu þjóða. Hvorugum trúar- brögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggð- ar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóð- inni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðk- unar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannrétt- indi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök mús- lima sem vilja berjast gegn for- dómum í samfélagi okkar. Á boð- stólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóð- dansar, ebru-listmálun og ashura- grautur, en hann byggir á helgi- sögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veg- inn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Save the Children á Íslandi TRÚMÁL Sigurvin Lárus Jónsson prestar Sunna Dóra Möller ➜ Upplýst fjölmenningar- sýn byggir á jákvæðri af- stöðu í garð menningarlegar og trúarlegrar fjölbreytni ➜ Æskilegt hefði verið ef umræðan, m.a. á Alþingi, fjallaði um heildaráhrif fyrirhugaðra skattkerfi s- breytinga á hag almennings. SKATTAR Margrét Sanders formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.