Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 53

Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 53
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2014 | SKOÐUN | 41 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viður- kenning á því að forsendu- brestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrver- andi ríkisstjórnar. Viðurkenn- ing á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrir- tæki er notaður til að leið- rétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sann- girni líka þungt og hafa afger- andi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörg- um sem ríkisstjórn Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimil- in eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heil- brigðiskerfisins, endurskipu- lagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa ein- kennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekju- hærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda. Veruleg áhrif til lækkunar Í umræðunni hefur verið ein- blínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leið- réttingin getur lækkað heild- argreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á láns- tímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðrétt- ingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslu- jöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðar- lega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildar- greiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skatt- frjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimil- um sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin. Heimilin njóta leiðréttingar höfuð- stóls íbúðarlána næstu 20-30 árin FJÁRMÁL Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarfl okksins Karl Garðarsson ➜ Að nýta séreignasparn- að til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dreg- ist saman á heims- vísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir einelt- isáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengj- um, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breyt- ingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nem- enda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömu- leiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri. Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs einelt- is og óbeins andlegs (félagslegs) einelt- is. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meið- andi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskól- um að setja sér heild- stæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerða- áætlunina til að bæta skólabrag og bekkj- aranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rann- sakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerf- iðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem sam- skipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Sam- hliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja mark- mið og skipulag umræðufundanna. For- eldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlk- ur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti EINELTI Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Mið- stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri Helga Halldórsdóttir deildarstjóri Glerárskóla á Akur- eyri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.