Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 64
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín BÆKUR ★★★★ ★ Ástarmeistarinn Oddný Eir Ævarsdóttir BJARTUR Oddný Eir Ævarsdóttir hlaut ein- róma lof fyrir síðustu bók sína Jarðnæði sem á dögunum hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Það var fyllilega verðskuldað lof og það er því með talsverðri eftir- væntingu sem maður hefur lest- urinn á nýju skáldsögunni hennar Ástarmeistaranum. Eins og nafnið bendir til er ástin hér í forgrunni en sagan er þó nánast eins langt frá hefðbundinni ástarsögu og hægt er að komast. Þetta er engin „strákur hittir stelpu og eftir smá misskiln- ing og spillandi afskipti vonds fólks ná þau saman og lifa hamingjusöm upp frá því“. Svo óralangt frá því. Hér eru reyndar ýmis ljón í vegi elskendanna, en ljónin eru flest innra með þeim sjálfum og alfar- ið á þeirra sjálfra ábyrgð að takast á við þau. Eftir hálfmisheppnaða tilraun til að ná saman í holdinu bregða elskendurnir verðandi á það ráð að skrifast á, tefla bréf- skák, í leit sinni að ástinni. Hverju bréfi lýkur með einum leik í skák- inni, sem reyndar segir þeim sem hvorki þekkir haus né sporð á skák ansi lítið, en er skemmtilegt tvist. Leikurinn berst víða og elskend- urnir ganga fram af bæði sjálfum sér og öðrum í tilraunum sínum til að finna uppsprettu ástarinnar og þó enn frekar kynorkunnar. Kyn- orkulaus manneskja getur ekki kynnst ástinni samkvæmt þessari bók. Bókin ber skýr höfundarein- kenni Oddnýjar Eirar; hina fersku sýn á mannlegt eðli og náttúruna, bæði innan manns og utan, kristal- tæran stíl þar sem nánast hvert orð er þrungið merkingu og ekkert japl og jaml og fuður, og heimspekilega nálgun á viðfangsefnið. Undirtónn- inn er þó háerótískur en meira að segja samfaralýsingar, sem alltof oft vilja verða yfirmáta tilgerðar- legar eða klénar vísanir í klámbók- menntir, tekst henni að gera hrein- ar og beinar, fullkomlega eðlilegan lið í lýsingum á daglegu lífi fólks og athöfnum. Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispursleysi. Persónusköpunin er svo kapítuli út af fyrir sig. Aðalpersónurnar Fjölnir og Anna eru vel skapaðar og tiltölulega venjulegar manneskj- ur sem við þekkjum öll en auka- persónur fá gjarna ýktari drætti og eru sumar hverjar frekar goð- sögulegar staðalímyndir en eftir- myndir raunverulegs fólks. Það er þó greinilega ekki fyrir neina slysni því þannig tekst höfundi að láta þær vísa út fyrir verkið í ýmis önnur verk, bæði forn og ný, og bæta þannig enn einni vídd við söguna. Undirtitill bókarinnar er Blind- skák, sem á vel við og tengist bæði skákþemanu fyrrnefnda og þeirri staðreynd að ástin er alltaf ófyrir- sjáanleg og engin leið að segja fyrir um næsta leik. Raunar mætti lesa þessa sögu sem kennslubók í ástar- leit en hún er þó mun breiðari og umfangsmeiri en svo að slíkur stimpill eigi við. Hér er einfald- lega öll lífshamingjan undir. Fyrst og fremst er þó Ástarmeistarinn fantalega skemmtileg og frum- leg saga sem fær lesandann til að hugsa málin upp á nýtt og sjá ástina og lífið frá óvæntu sjónarhorni. Það er sannarlega ekkert smá afrek. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Frumleg og fersk ástarsaga sem opnar lesandanum nýjar víddir. Ástin er ekki sinueldur ODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR „Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispurs- leysi,“ segir Friðrika Benónýsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikuleg- um höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtu- dagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrar- kvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í kvöld mæta þau Bjarni Bjarnason og Sigurbjörg Þrastardóttir, lesa upp og svara spurn- ingum Hildigunnar Þráinsdóttur um nýút- komnar bækur sínar, Hálfsnert stúlka og Kátt skinn (og gloría). Allir eru velkomnir á meðan stólar leyfa. Bjarni og Sigurbjörg í Gunnarshúsi Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason lesa úr nýjum bókum sínum. HÖFUNDAKVÖLD Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason verða höfundar kvöldsins í Gunnarshúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.