Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 70

Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 70
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 58 „Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúru- verndarsinni, sagnamaður og boð- beri þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinn- ar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórs- sonar frá Dagverðará, sem frum- sýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, list- málari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eigin- lega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli. „Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münch- ausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallað- ur mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upp- tökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“ torduringi@frettabladid.is Kúreki, ninja, víkingur Chris Pratt úr Guardians of the Galaxy hefur tekið að sér hlutverk í annarri mynd byggðri á teiknimyndasögum, eða Cowboy Ninja Viking. Myndin, sem er byggð á samnefndum sögum AJ Lieberman og Riley Rossmo, hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Cowboy Ninja Viking fjallar um Duncan sem er með þríklofinn persónuleika og notfærðu stjórnvöld sér hann til að búa til þrjár bardagakempur í einni mann- eskju. Hann var sagnfræð- ingur „par excellence“ síns tíma. 33 ára Andrea Riseborough leikkona Þekktust fyrir: Oblivion FRUMSÝNINGAR 7,5/10 7,1/10 The Hunger Games: Mockingjay– Part 1 Ævintýramynd Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson og Liam Hemsworth. The Railway Man Drama Aðalhlutverk: Colin Firth, Nicole Kidman og Stellan Skarsgård. Semur fyrir Burton Bandaríska tónlistarkonan Lana Del Rey mun semja tvö lög fyrir nýjustu mynd Tims Burton, Big Eyes. Myndin fjallar um ævi listamannsins Margaret Kane, sem málaði myndir af börnum með stór augu. Meirihluti verka hennar var aftur á móti eignaður þá- verandi eiginmanni henn- ar, Walter. „Lög Lönu endurspegla svo vel hvernig Margaret leið,“ sagði framleiðandinn og annar handritshöf- unda myndarinnar, Larry Karaszewski. Amy Adams og Christoph Waltz eru í aðalhlutverkum. Eins og Björk síns tíma Jöklarinn, heimildarmynd um ævi Þórðar frá Dagverðará, verður frumsýnd á morgun. SÖFNUÐU GULLMOLUM Kári segir Þórð hafa verið mikinn máttarstólpa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonan Madonna hefur ráðið handritshöfund fyrir nýjasta leik- stjórnarverkefnið sitt. Dianne Houston, sem er einnig að vinna við væntanlega mynd um ævi Missy Elliott, hefur samþykkt að skrifa handritið fyrir Adé: A Love Story, að því er tímaritið The Hollywood Reporter greinir frá. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Rebeccu Walker sem fjallar um ástarsamband banda- rísks nema sem er á ferðalagi um Afríku og manns sem hún hittir á eyju undan ströndum Kenía. Á meðal vandamála sem blossa upp er þegar konan sýkist af malaríu og borgarastyrjöld ríkir í kring- um þau. Þegar skáldsagan kom út á síð- asta ári lagði Madonna blessun sína yfir hana á bókarkápunni með ummælunum: „Lesið þessa bók! Ótrúlegt ferðalag! Falleg ástar- saga!“ Madonna hefur áður leikstýrt einni mynd í fullri lengd, We, sem fjallaði um samband Edwards VIII. konungs og Wallis Simpson. Hún hlaut slæmar viðtökur gagn- rýnenda og dræma aðsókn árið 2011. Madonna ræður handritshöfund Næsta leikstjórnarverkefni Madonnu, Adé: A Love Story, er í undirbúningi. MADONNA Söngkonan leikstýrir næst myndinni Adé: A Love Story. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.