Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 75

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 75
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2014 | LÍFIÐ | 63 „Það er eitthvað einstakt við systur, maður elsk- ar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can’t Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í til- efni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr bönd- unum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivél- inni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í mynd- inni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í sumar en hún heldur einmitt úti söfnun á Kar ol- ina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar. - þij Eitthvað einstakt við systur Leitar að stúlkum á aldrinum 8-11 ára til að leika aðalhlutverk í nýrri stuttmynd. KVEIKJAN VAR SLYS Anna mun flytja heilt tökulið til landsins. MYND/MALIN SYDNE Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af. Íslamska ríkið heldur úti hlað- varpinu The ISIS Show þar sem vígamenn IS eru spurðir spjör- unum úr um líf þeirra á vígvell- inum. Í fyrsta þættinum er viðtal við breska öfgamanninn Kabir Ahmed, sem talinn er hafa látist í sjálfsmorðsárás fyrir tveimur vikum. „Þetta er reyndar ansi skemmtilegt, betra en … hvað heit- ir leikurinn aftur, Call of Duty?“ sagði Ahmed í þættinum. Fyrstu tveir þættirnir eru fáan- legir á Soundcloud en svo virðist sem þeir hafi verið fjarlægðir af ýmsum síðum sem þeir voru settir inn á. Í þáttunum kemur ýmis- legt miður geðslegt fram, eins og hvernig vígamenn IS skipuleggja „drive-by“ skotárásir og fleira. IS heldur úti hlaðvarpi VÍGAMENN IS-liðar miða byssum á íraska hermenn sem þeir hafa tekið höndum. GETTY/NORDICPHOTOS Spjallþáttarstjórnandinn John Stewart hélt ekki vatni yfir breska leikaranum Benedict Cumb er- batch þegar sá síðarnefndi var gestur hans á dögunum. Stewart, sem stjórnar þættin- um The Daily Show, virtist alveg heillaður af Cumberbatch og bað hann meðal annars að giftast sér. Einnig hafði Stewart orð á því að ef Cumberbatch færi í mynda- töku í líkingu við þá sem Kim Kardashian fór í á dögunum myndu himinn og jörð farast. Líklegt þykir að Stewart hafi verið að henda gaman að við- brögðum aðdáenda Cumberbatch er tilkynnt var um trúlofun hans og Sophie Hunter. Eft irsóttur Cumberbatch CUMBERBATCH Heillaði John Stewart upp úr skónum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.