Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 78

Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 78
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66 Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallarétt- inda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. MANNRÉTTINDUM er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu. ÉG myndi ekki vilja búa í landi þar sem allt er ritskoðað og hægt er að skerða mál- frelsi manna. Ég vil að allir eigi kost á því að segja skoðanir sínar umbúðalaust. NEMA þegar ég er ósammála viðkom- andi. Þá getur auðvitað verið rétt í ákveðnum tilvikum að banna fólki að tjá sig. HÉR á Íslandi kærum við góða fólkið okkur ekki um að fá stefnumótaráðgjafann Julien Blanc í heimsókn. Hann hefur tilkynnt á vefsíðu sinni að hann sé væntanlegur til Íslands í júní á næsta ári til að halda námskeið fyrir karlmenn um hvernig sé best að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða. ÉG er einn af þeim fáu sem átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Almenningur á Íslandi gerir sér ekki grein fyrir hversu rangt þetta er þannig að ég skerst í leik- inn. ÉG deili greinum af knúz.is og hvet fólk til þess að sniðganga viðburðinn ef okkur tekst ekki að stöðva komu mannsins með undirskriftalistum á netinu. Þannig get ég látið ljós mitt skína á samfélagsmiðlum og komið fólki í skilning um hversu frábær manneskja ég er. Tjáningarfrelsið er jú til þess að vernda réttar skoðanir og engar aðrar. TRÚFRELSISÁKVÆÐIÐ er svo auð vitað til þess að vernda kristna menningu okkar og tryggja það að við getum flutt skólabörnum boðskap Jesú Krists. Ekki til þess að leyfa múslimum að byggja mosk- ur. Við erum jú kristin þjóð. JÁ, ég fagna því að á Íslandi geta menn tjáð skoðanir sínar um hvaða málefni sem er en á sama tíma geri ég þá kröfu að skoðanir sem samræmast ekki mínum eigin verði bannaðar með öllu. Svona er ég nú frábær. Réttindi góða fólksins BAKÞANKAR Frosta Logasonar ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS! EMPIRE NEW YORK POST T.V. SÉÐ & HEYRT TIME OUT LONDON H.J. FRÉTTATÍMINN MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS! DUMB AND DUMBER KL 5.30 - 8 ST. VINCENT KL. 5.30 - 8 - 10.20 NIGHTCRAWLER KL. 8 - 10.25 GRAFIR OG BEIN KL. 5.50 - 8 BORGRÍKI KL. 5.45 - 10.10 DUMB AND DUMBER KL. 8 DUMB AND DUMBER LÚXUS KL 5.30 - 8 INTERSTELLAR KL 5.30 - 9 INTERSTELLAR LÚXUS KL. 10.25 GRAFIR OG BEIN KL. 5.45 - 8 FURY KL 8 - 10.50 BORGRÍKI KL 5.45 GONE GIRL KL.10.10 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR ÍSL TAL2D KL. 3.30 DUMB & DUMBER TO 5:40, 8, 10:30 NIGHTCRAWLER 8 BORGRÍKI 2 5:50 KASSATRÖLLINN 2D 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Leviathan, síðustu sýningar 17.00 Clouds of Sils Maria 17.30, 20.00, 22.00 Turist 17.45, 20.00 Salóme, síðasta sýning 20.00 20.000 Days on Earth 22.00 París norðursins (Eng sub) 22.15 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Banda- ríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarps- þætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómun- um og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem ein- kennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og dans- takti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svo núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitt- hvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þenn- an háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endur- útsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslend- ingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar slokknar á Friðar- súlunni og halda smá lífi í kall- inum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tón- list við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDorm- and og Bill Murray í aðalhlutverk- um. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dag- ana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suður- landið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregs- strendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir. Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com. freyr@frettabladid.is Endurútsetti lagið Imagine fyrir bandaríska safnplötu Biggi Hilmars gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music sem sérhæfi r sig í tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. BIGGI HILMARS Endurútsetningin var skemmtilegt verkefni, að sögn Bigga Hilmars. MYND/MARÍA KJARTANSDÓTTIR Mig langar að gefa út lagið þegar slokknar á friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum Eigendur Topshop hafa áfrýjað dómi um að tískuverslunin megi ekki selja föt með mynd af söng- konunni Rihönnu. Verslunin þurfti að fjarlægja stuttermaboli og önnur föt með myndum af söngkon- unni úr hillum sínum á síðasta ári. Rihanna hafði kvartað yfir fötunum og taldi að aðdáendur hennar myndu halda að hún hefði gefið samþykki sitt fyrir þeim, sem hún gerði ekki. Dómstólar voru sammála poppstjörn- unni en núna hafa eigendur Topshop sem sagt áfrýjað og telja sig hafa rétt til þess að selja fötin á nýjan leik. Topshop áfrýj ar dómi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.