Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 82

Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 82
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 70 17 ára Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 6 (0) Fór til KR Hörður Fannar Björgvinsson Benedikt Októ Bjarnason Ósvald Jarl Traustason Jóhannes Karl Guðjónsson Viktor Bjarki Arnarsson Haukur Baldvinsson Aron Þórður Albertsson Arnþór Ari Atlason Guðmundur Magnússon Ásgeir Marteinsson Hafsteinn Briem 19 ára Kom til Fram 2008 Leikir (mörk) 6 (0) Fór til ÍBV 34 ára Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 18 (2) Fór til Fylkis 23 ára Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 18 (4) Fór til Án liðs 19 ára Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 15 (1) Fór til Breiðabliks 31 árs Kom til Fram 2013 Leikir (mörk) 40 (3) Fór til Án liðs 20 ára Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 13 (3) Fór til Án liðs 21 árs Kom til Fram 2014 Leikir (mörk) 20 (3) Fór til Breiðabliks 24 ára Kom til Fram 2013 Leikir (mörk) 41 (3) Fór til Víkings 18 ára Kom til Fram 2013 Leikir (mörk) 16 (1) Fór til Án liðs 23 ára Kom til Fram 2014 (uppalinn en fór 2011) Leikir (mörk) 45 (4) Fór til Án liðs FÓTBOLTI Flóttinn mikli úr Safa- mýri náði nýjum hæðum í gær þegar miðjumaðurinn Ásgeir Marteinsson varð ellefti leikmað- urinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Þar með hefur heilt byrjunarlið sagt skilið við Fram eftir að tímabilinu lauk. Frá byrjun síðasta tímabils eru í heildina fjórtán leikmenn farnir því samningi var sagt upp við Björgólf Takefusa, Einar Már Þórisson fór aftur til KV og Ögmundur Kristinsson var seldur til Randers í Danmörku. Óvissa ríkir um þrjá leikmenn til viðbótar. Aron Bjarnason vill komast til ÍBV, markvörðurinn Denis Cardaclija er að íhuga stöðu sína og þá er framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteins- son eftirsóttur af liðum úr Pepsi- deildinni. Hann virðist þó vera einn af sárafáum sem ekki voru með uppsagnarákvæði í samningi sínum. Fram notaði 25 leikmenn á síðustu leiktíð og eru nú fjórtán farnir sem fyrr segir. Það eru því í besta falli ellefu eftir, en í versta falli átta fari Aron, Denis og Guðmundur Steinn. Sjö af leikmönnunum ellefu sem farnir eru eftir að tímabilinu lauk sömdu við Fram fyrir leik- tíðina. Þeir tóku þátt í nýju verk- efni Safamýrarliðsins sem sótti unga og efnilega leikmenn og los- aði sig við alla útlendinga. Bjarni Guðjónsson átti að stýra þessari uppbyggingu og gerði það í eitt ár áður en hann lét af störfum og tók við KR. Er þessi hópur nógu góður? Leikmenn hafa nýtt sér uppsagnar- ákvæði í samningum sínum til að losna frá félaginu og þykir mörg- um furðulegt að leikmenn sem fengnir voru í nokkurra ára upp- byggingu hafi átt jafn einfalda undankomuleið og raun ber vitni. „Við sömdum við þessa menn þannig að það væri uppsagnar- ákvæði hjá þeim og félaginu ef illa færi. Við höfðum trú á verk- efninu, en ef við myndum falla þá væri liðið líklega ekki nógu gott. Þessi hópur tók við Fram sem bik- armeistara og í Evrópukeppni og féll, þannig að ég spyr: Var hóp- urinn nógu góður?“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram, við Fréttablaðið um samningagerðina fyrir tímabilið. „Það er alveg ljóst að miðað við hvernig þetta fór þá hefðum við gert fullt af breytingum og það var líka gott fyrir okkur að vera ekki bundnir. Sumir leikmannanna auð- velduðu okkur bara vinnuna.“ Fæstir leikmannanna sem farn- ir eru hafa sest niður með for- ráðamönnum Fram og tilkynnt að þeir vildu nýta uppsagnarákvæði sín eða ræða framtíð sína. „Ég er búinn að fá einhverja 6-8 pósta frá umboðsmönnum um að viðkom- andi leikmenn hafi nýtt sér upp- sagnarákvæði sín. Þeir hafa ekk- ert talað við okkur,“ segir Sverrir. Enginn annar í spilinu Hann álasar strákunum ekkert fyrir ákvarðanir þeirra en finnst lélegt að menn yfirgefi félagið án þess að kveðja og sumir hverjir ekki búnir að finna sér önnur lið. „Þetta er vissulega fúl staða fyrir okkur sem fórum af stað með þetta. Maður er auðvitað pínulítið sár að menn fari án skýringa og það er eiginlega það sem ég sætti mig ekki við. Þetta er eins og að vera í tilfinningasambandi þar sem maður veit ekki hvað gerðist. Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu,“ segir Sverrir léttur og vitnar til þess að nokkrir leikmann- anna sem farnir eru hafi ekki fund- ið sér nýtt félag. Fara ekki á taugum Þó meiri hluti liðsins sem spilaði í fyrra sé farinn frá Fram hefur Sverrir engar áhyggjur af stöðu mála. Kristinn Rúnar Jónsson, nýr þjálfari liðsins, var með 20 leik- menn á æfingu í vikunni. „Við erum búnir að fá sex stráka inn í hópinn sem eru uppaldir hjá félaginu og svo er fullt af ungum strákum sem eru tilbúnir að koma og spila fyrir Fram. Leikmenn- irnir sem sem við fengum í fyrra eru ekki einu ungu leikmennirnir á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að þjálfarinn okkar stýrði U19 ára landsliðinu í átta ár. Það er mikið af leikmönnum sem hafa farið í gegn- um hann og hafa trú á honum og vilja spila fyrir hann,“ segir Sverr- ir sem lofar því að Fram rísi á ný. „Við förum ekkert á taugum yfir þessu. Fram er orðið 108 ára gam- alt félag með fullt af sögu. Fram fer upp aftur. Vonandi verður það strax en við sjáum til. Fram verð- ur aftur með gott lið í efstu deild,“ segir Sverrir. tomas@365.is Fram mun koma upp aft ur Ásgeir Marteinsson varð í gær elleft i leikmaðurinn sem yfi rgefur Fram eft ir að liðið féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Í heildina eru fj órtán leikmenn farnir frá því að síðasta tímabil hófst. Formaður knattspyrnu- deildar Fram hefur engar áhyggjur en líkar illa að engir leikmannanna gefi upp ástæður fyrir brottför. HÖFÐU TRÚ Á VERKEFNINU Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. RÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tómas Þór Þórðarson tomas@frettabladid.is LEIKMENNIRNIR SEM ERU FARNIR FRÁ FRAM ➜ Leikmennirnir ellefu sem farnir eru eftir tímabilið og Fréttablaðið stillir upp til gamans í byrjunarliðinu hér að ofan spiluðu samtals 238 leiki fyrir Fram. Það gerir 21,6 leik að meðaltali á hvern sem nær ekki heilu tímabili í Pepsi-deildinni. F A S T U S _E _0 5 .0 2 .1 3 Fastus býður uppá hágæða japanska hnífa og önnur eldhúsáhöld sem unun er að vinna með þegar matarundirbúningur stendur sem hæst. Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhuga- menn geta ekki án verið í góðu eldhúsi. Síðumúli 16 • 108 Reykjavík Sími 580 3900 • www.fastus.is Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Veit á vandaða lausn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.