Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 32

Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 32
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 „Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir ramm- ann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og dans- höfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kass- anum í gær. „Þetta eru allt íslensk- ar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reyn- ir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísa- bet. Hún kveðst líka fyrir tilvilj- un hafa kynnst frábærri rúm- enskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönn- uður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundn- ar leiðir. Þau komu okkur í sam- band hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningar- innar.“ Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að segja frá VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheim- inum hvaðanæva. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúm- lega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heið- ur,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Sví- þjóðar í konunglega sænska ball- ettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verk- efni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ gun@frettabladid.is Þorir að brjótast út fyrir rammann Frumsýna á nýtt dansverk Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, 28. desember. Það nefnist VIVID. DANSHÖFUNDURINN Hún er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANSARARNIR „Verkið rey- nir verulega á þær bæði þolið og andlega,“ segir Unnur Elísabet. „Ég ætla að taka nokkrar falleg- ar aríur úr frönskum óperubók- menntum,“ segir Sigrún Pálma- dóttir sópransöngkona um efni hádegistónleika Íslensku óper- unnar í dag. Hún nefnir fjalla aríu Micaëlu úr Carmen eftir Bizet, aríu Amors úr Orfeus og Evri- dís eftir Gluck og skartgripaaríu Marguerite úr Faust eftir Gounod og bætir við að svo sem eitt jólalag gæti hæglega slæðst með. Sigrún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Víólettu Valéry í La traviata hjá Íslensku óperunni vorið 2008, og hlaut Grímuna í flokknum Söngkona ársins fyrir hlutverkið. Hún er búsett á Ísa- firði og kennir þar meðal annars 17 nemendum söng en var lent í borginni með þessa frönsku dem- anta í farteskinu þegar hringt var í hana. Það er Antonia Hevesi píanó- leikari sem spilar undir hjá Sig- rúnu á hádegistónleikunum í Norð- urljósum í Hörpu í dag klukkan 12.15. Aðgangur er ókeypis. - gun Verður með franska demanta í farteskinu Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona kemur fram á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu í dag. SÖNGKONAN Sigrún ætlar að taka glæsiaríur í Norðurljósasalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktar- sýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nak- inn niður Skólavörðustíg- inn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet. Frímann fórnar sér Góðar jólagjaf ir lÍs en kus ✓ ✓ Mikið úrval af svefnpokum frá PINGUIN og ROBENS 100% merine ullarfatnaður á alla fjölskylduna Lúffur og hanskar á börn og fullorðna, Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan Fjölbreytt úrval af bakpokum frá SALOMON, LOWE, ALPINE og PINGUIN 20% jólaafsláttur MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.