Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 48
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 Fannst látin
2 Enn eitt rothögg Magnúsar Inga |
Myndband
3 Varað við stormi og snjókomu í kvöld
4 Segist saklaus af árás á Stefán Loga
5 Klámi dreift á Snapchat aðgangi
Sjomlatips
6 Svona eru stellingar stjörnumerkj-
anna
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
ht.is
með Android
Engin venjuleg upplifun
Við kynnum
Philips Ambilight
9000 sjónvörpin
Sýna verk Helenu í Ósló
Á laugardaginn mun Íslenski dans-
flokkurinn sýna verkið Tíma eftir
Helenu Jónsdóttur í Óperuhúsinu í
Ósló á hátíðinni Ice Hot, sem haldin
er annað hvert ár sem vettvangur
fyrir norræna dansflokka til að
kynna sig og starf sitt. Hafa miðar á
sýninguna þegar selst upp.
Íslenski dansflokkurinn sló í gegn
núna í nóvember með sýningunni
EMOTIONAL, sem sýnd var fyrir troð-
fullu húsi öll kvöldin og hlaut góðar
viðtökur. Tímar var samið sérstaklega
fyrir 40 ára afmæli Ís-
lenska dansflokksins
í fyrra en á síðu
dansflokksins segir
að verkið sé byggt
á stefnumóti
eldri og yngri
kynslóða úr sögu
íslenskrar dans-
listar. - þij
Beið á skrifstofunni
Úti gerði veður vont í gærkvöldi.
Suðaustan stormur gekk yfir höfuð-
borgarsvæðið og var fólk almennt
hvatt til að vera ekki á ferli. Það
stöðvaði ekki þingmenn á leið í
árlegt þingflokkapartí sem haldið var
á veitingastaðnum Höfninni. Margir
þeirra ákváðu að fara ekki heim eftir
að vinnudegi lauk á Alþingi og héldu
til á skrifstofum sínum sem eru
flestar í göngufæri við veitingastað-
inn. Árni Páll Árnason var á meðal
þeirra. „Ég verð sjálfsagt
hundblautur á þess-
ari stuttu göngu,“
sagði hann í samtali
við Fréttablaðið en
sagðist ekki vilja
missa af þessum
árlega gleðskap
sem þjappar
saman hópi
þingmanna.
- kbg