Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 2
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM GOLDEN GLOBE OG SJÚKLINGAR Í LÍFSHÆTTUGLEÐIFRÉTTIN ➜ Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona komst inn á topp 22 í þremur greinum á HM í sundi í Katar, í 200 m bringusundi, 50 metra bringu- sundi og 100 m bringu- sundi. Björguðu 408 flóttamönnum Á þriðjudag bjargaði áhöfn varðskipsins Týs 408 sýr- lenskum flóttamönnum úr flutningaskipi sem statt var 165 sjómílur austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma um morguninn og var með hjálp eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. „Tilfinningin að standa frammi fyrir svona verkefni er alveg ótrúleg og eiginlega ólýsanleg,“ sagði Einar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý. Jóhann Jóhannsson tónlistar- maður var tilnefndur til Gol- den Globe-verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvik- myndinni The Theory of Everything. Hann er til- nefndur fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að mikilvægast væri að Fæðingar- orlofssjóður færi að lögum og endurgreiddi það sem oft ekið hefur verið af foreldrum. Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir, sagði það svívirðilegt að staðan væri sú að sjúklingar væru í lífs- hættu vegna þess að ekki hefði verið samið við lækna. Bergur Þorri Benjamíns- son, varaformaður Sjálfs- bjargar, benti á að örorkulíf- eyrisþegar gætu ekki nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar um að nota hluta tekna sinna skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignaveðlána. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Jólagjafabréf VITA Afsláttur frá 2.000 til 20.000 kr. SAMFÉLAG Elite fyrirsætumiðlunin á Íslandi býður fyrirsætum samn- ing til sex ára sem er óuppsegjan- legur af hálfu fyrirsætunnar nema hún hætti fyrirsætustörfum. Samn- ingur sem Fréttablaðið hefur undir höndum og var boðinn 15 ára stúlku felur í sér sex ára skuldbindingu við fyrirtækið en af því að hún er undir lögaldri áttu foreldrar hennar að skrifa undir samninginn fyrir henn- ar hönd. Þykir þetta nokkuð langur samningur en hjá Eskimo sem er einnig íslensk fyrirsætuskrifstofa, eru samningar einungis gerðir frá eins til þriggja ára og eru upp- segjanlegir af há lfu beggja aðila. Samningarnir eru staðlaðir frá Elite samsteyp- unni að utan en Elite á Íslandi starfar með leyfi frá þeim og er gert að vinna eftir þeirra reglum. Samkvæmt samningnum þá getur fyrirsætan ekki sagt honum upp nema hún ætli sér að hætta í fyrir- sætustörfum. Ákveði hún að byrja aftur að vinna sem fyrirsæta þá tekur samningurinn aftur gildi. Eins kemur fram að: „komi til þess að fyrirsætunni verði ókleift að sinna starfsskyldum sínum t.d. vegna veikinda, barnsburðar eða náms, framlengist gildistími samn- ingsins um þann tíma.“ Margrét María Sigurðar dóttir, umboðsmaður barna, segir for- eldra bera meginábyrgð á velferð barna sinna og beri að setja hags- muni þeirra ávallt í forgang. „For- eldrar eiga því ekki að samþykkja slíka samninga ef þeir telja þá með einhverjum hætti ósanngjarna eða skaðlega fyrir barnið,“ segir Mar- grét. „Jafnvel þó að foreldrar sam- þykki svona samning þá tel ég ekki rétt að líta svo á að hann skuld- bindi barn til lengri tíma. Það er óeðlilegt að að foreldrar geti skuld- bundið barn, sem ef til vill hefur ekki aldur og þroska til að skilja samning, í mörg ár. Þetta er hins vegar álitamál sem yrði að leysa úr hverju sinni, til dæmis út frá efni samningsins og aðstæðum að öðru leyti,“ segir hún en tekur fram að þó þurfi líka að virða óskir barnsins. „Mikilvægt er að virða rétt barna til að hafa áhrif á eigið líf og ef það er eindregin ósk barns að vinna við fyrirsætustörf eiga foreldrar að hlusta á þá skoðun og taka tillit til hennar í samræmi við aldur og þroska. Ég á erfitt með að sjá að það geti talist barni fyrir bestu að skrifa undir samning sem skuldbindur það í mörg ár og tel raunar álitamál hvort slíkur samningur gæti yfir höfuð talist bindandi fyrir barnið til lengri tíma.“ Gísli Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Elite, vildi ekki tjá sig um efni samningsins þegar Frétta blaðið leitaði eftir því. Bað hann um að fá spurningar sendar skriflega en veitti svo ekki svör við þeim. Segi hann samninginn trúnaðarmál milli skrifstofunnar og fyrirsætunnar og því geti hann ekki tjáð sig um hann. viktoria@frettabladid.is Aðeins 15 ára boðinn sex ára samningur BROT Á RÉTTINDUM BARNA? Elite fyrirsætuskrifstofan býður fyrirsætum sex ára samning sem er ekki uppsegjanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MARGRÉT MARÍA SIGURÐAR- DÓTTIR Fyrirsætusamningur sem Elite bauð 15 ára stúlku felur í sér sex ára bindingu við fyrirtækið. Umboðsmaður barna segir foreldra ekki eiga að samþykkja slíka samn- inga telji þeir þá ósanngjarna eða skaðlega. Elite segir samninginn trúnaðarmál. HEILBRIGÐISMÁL Frestun ríflega sjö hundruð skurðaðgerða vegna verk- fallsaðgerða lækna kostar Landspít- alann um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna. Forstjóri Land- spítalans óttast frekari aðgerðir og áhrif þeirra á sjúklinga. Fimmtu lotu verkfallsaðgerða lækna sem staðið hafa síðan í lok október lauk í fimmtudag. Aðgerð- irnar hafa haft gríðarlega áhrif á heilbrigðiskerfið, sér í lagi í á Landspítalann. Þannig hefur spítalinn þurft að fresta ríflega 700 skurðaðgerð- um, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarrannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum. Kostnaður spítalans vegna þessa er mikill en Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, sagði í Fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt væri að meta hann með vissu. „Við vitum það þó að um það bil 350 milljóna kostnaður mun hljót- ast af því að vinna niður það sem hefur safnast aukalega í aðgerð- um sem hafa frestast í verkfalls- aðgerðum undanfarna tvo mánuði þannig að það eru um það bil 350 milljónir,“ segir Páll. Læknar hafa boðað hertar verkfallsaðgerðir strax á nýju ári. Páll óttast áhrif þeirra á sjúklingana og segir að erfitt sé að sjá hvernig spítalinn geti tryggt öryggi þeirra. „Okkur virðist að það sé í raun og veru óhugsandi að þær verk- fallsaðgerðir geti gengið. Það mun hafa slíka röskun á allri starfsemi í för með sér og trufla öryggi ef boðaðar verkfallsaðgerðir lækna í janúar verða að veruleika,“ segir Páll og bætir við að það muni stefna í óefni mjög fljótt. - lvp Frestun um 700 skurðaðgerða vegna verkfallsaðgerða kostar 350 milljónir: Erfitt að tryggja öryggi sjúklinga MIKIL ÁHRIF Forstjóri Landspítalans óttast frekari verkfallsaðgerðir og áhrif þeirra á sjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÚSAFRIÐUN Komnir eru nýir eig- endur að húsunum á Landsíma- reitnum, en þar var meðal annars skemmtistaðurinn Nasa til húsa. Eigendaskiptin áttu sér nokkurn aðdraganda en gengu í gegn í vik- unni. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur segir að hótel- áform á reitnum verði lögð til hlið- ar að sinni á meðan kannaðir eru nýir möguleikar á annarri notkun húsnæðisins. Til standi að endurreisa Nasa sem lifandi tónleikastað og að aug- lýst verði eftir rekstraraðilum á næstunni. Áfram verði stefnt að endurgerð húsanna sem snúi að Ingólfstorgi. - sks Hætt við hótelbyggingu: Nasa aftur tónleikastaður LÖGREGLUMÁL Ekki er útilokað að lögreglumaðurinn sem í fyrra- dag var dæmdur í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi snúi aftur til starfa hjá lögreglunni. Þetta segir Snorri Snorrason, formaður Landssambands lögreglumanna, aðspurður um stöðu lögreglu- mannsins. Snorri segir að fundað verði á næstu dögum um framtíð lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn var dæmd- ur til að greiða konu bætur en málið snerist um harkalega hand- töku. Atvikið vakti mikla athygli en myndband náðist af handtökunni, sem átti sér stað á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. - ak Dæmdur fyrir handtöku: Snýr mögulega aftur til starfa KÍNA Hurð skall nærri hælum á Yunlianghe-veginum í Zhenjiang í Kína á föstudag. Vegurinn hrundi og það myndaðist fimm metra breið og tveggja metra djúp hola í veginum. Bíll af gerðinni Ford Sedan rétt slapp við að lenda ofan í holunni en hann var svo hífður upp með krana. Vegurinn var lagður fyrir tveimur árum og nú er verið að rann- saka ástæður þess að holan myndaðist. - vh Ford Sedan slapp þegar jörðin opnaðist á ótrúlegan hátt: Tveggja metra hola í veginum HURÐ NÆRRI HÆLUM Eins og sjá má var bíllinn næstum farinn ofan í holuna sem var tveggja metra djúp og fimm metra breið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.