Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 8
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
STJÓRNSÝSLA „Þetta er réttlætis-
mál. Völdin voru tekin af mér og
ég var svipt völdum yfir 17 ára
syni mínum, dreng sem ég ber alla
ábyrgð á. Þjóðskrá yppir bara öxlum
og telur sig ekkert geta gert,“ segir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, móðir
17 ára drengs.
Eftir að Hulda Ragnheiður
skráði sig í sambúð svipti Þjóð-
skrá hana fjárhagslegu forræði
yfir syninum, þrátt fyrir að hún
væri með fullt forræði og forsjá
yfir honum.
Hulda Ragnheiður og sambýlis-
maður hennar skráðu sig í sambúð
fyrir skömmu. Hulda Ragnheið-
ur hafði í áratug haft ein fullt og
óskorað forræði yfir syni sínum og
var hann í hennar forsjá. Við það
að Hulda og sambýlismaður henn-
ar skráðu sig í sambúð hætti hún
að fá senda reikninga stílaða á son
hennar. „Ég fæ þau svör frá Þjóð-
skrá að það sé vegna þess að sam-
býlismaður minn er eldri en ég. Regl-
urnar hjá stofnuninni eru einfaldar
og eru á þá leið að sá sem elstur er
á heimilinu hafi þá höfuðábyrgð að
taka við öllum reikningum ófjárráða
barna sem skráð eru á sama heimil-
isfangi. Nú hefur þessu verið breytt,
gegn vilja mínum, eftir áratugalangt
sjálfstæði. Sem sjálfstæð kona þykir
mér þetta ákveðin niðurlæging.“
Hulda taldi í fyrstu að um smá-
vægileg mistök hefði verið að ræða
þegar reikningur frá heilsugæslu
kom inn um lúguna, stílaður á sam-
býlismann hennar. „Við hlógum yfir
þessu og héldum að einhver á heilsu-
gæslustöðinni hefði ákveðið þetta
sisona sjálfur. Við eftirgrennslan
kom allt annað í ljós. Þetta er komið
út um allt kerfi. Bankarnir kaupa
gagnagrunna af Þjóðskrá. Reikn-
ingar koma því ekki á heimabank-
ann minn, ekki heimabanka sonar
míns, heldur sambýlismanns míns,“
segir Hulda Ragnheiður.
Ingveldur Hafdís Karlsdóttir,
deildarstjóri almannaskráningar
Þjóðskrár, segir kröfur samfélags-
ins kalla á breytingar. „Þjóðskrá
hvorki skráir forræði barna né tengsl
þeirra. Börn undir lögaldri eru hins
vegar tengd fjölskyldunúmeri þess
sem er elstur á lögheimili barnsins.
Það segir ekkert um forsjá barnsins
né hverjir eru foreldrar þess. Rétt
er að vekja athygli á því að Þjóðskrá
Íslands er fullkunnugt um nauðsyn
þess að börn séu vensluð við foreldra
í Þjóðskrá óháð því hvar lögheimili
þeirra eru skráð. Skráning slíkra
upplýsinga er nauðsynleg fyrir hinar
ýmsu stofnanir, fyrirtæki og ekki
síst foreldra barna. Mikill vilji er
hjá Þjóðskrá Íslands til þess að skrá
og fanga vensl barna við foreldra í
Þjóðskrá og miðla þeim upplýsingum
áfram. Hins vegar hefur ekkert fjár-
magn fengist til þess að þróa þjóð-
skrárkerfið og því lítið áunnist í að
koma til móts við þarfir hagsmuna-
aðila þótt viljinn sé sannarlega fyrir
hendi. Hulda Ragnheiður segir þetta
kannski ekki hafa mikil áhrif á dag-
legt líf sitt en geta kannski skipt höf-
uðmáli fyrir aðra sem búa við sömu
aðstæður,“ segir Ingveldur Hafdís.
„Þjóðskrá segir þetta vera þær
reglur sem hún vinni eftir. Nú er fjöl-
skyldan ein heild á einu fjölskyldu-
númeri og ekkert hægt að breyta því.
Horft er blint á fjölskyldunúmerið í
gagnagrunninum án þess að horft sé
á fjölskyldumynstrið. Það er enginn
vandi að breyta þessum reglum og
færa þær í átt að nútímanum.“
Hulda Ragnheiður og sambýlis-
maður hennar eru með aðskil-
inn fjárhag og stefna þau ekki
á að breyta því. „Hver stofn-
unin bendir á aðra til að lagfæra
skráninguna; Þjóðskrá bendir á
bankann, bankinn á sýslumanns-
embættið sem aftur bendir mér á
Þjóðskrá.“
sveinn@frettabladid.is
Svipt fjárræði yfir syni sínum
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, móðir 17 ára pilts, hætti að vera skráð fyrir reikningum í nafni sonar síns eftir að
hún hóf sambúð að nýju. „Sem sjálfstæð kona þykir mér þetta ákveðin niðurlæging,“ segir Hulda Ragnheiður.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar,
er einn þeirra sem hafa sett fram gagnrýni á gagna-
grunna Þjóðskrár og flutt þingmál sem taka á skráningu
barna og ólíkum fjölskyldugerðum.
„Tölvan er allt of mikið að segja nei hjá Þjóðskrá. Við
í Bjartri framtíð höfum verið með þingmál sem taka
á þessu og verið samþykkt. Til dæmis að það þurfi að
uppfæra skráningu á ólíkum fjölskyldumynstrum, að
börn búa til dæmis á tveimur heimilum og umgengnis-
foreldrar eru líka foreldrar sem þarf að skrá sérstaklega.
Þetta snýst fyrst og fremst um að veruleiki barna er
miklu flóknari en endurspeglast í tölvu Þjóðskrár. Það er
greinilegt að það þarf að gera meira og gagnagrunnur
Þjóðskrár verður að endurspegla veruleikann. Ég efast
ekki um að starfsmenn Þjóðskrár séu allir af vilja gerðir
til að laga þetta. Tölvan verður að fara að segja meira já,“ segir Guðmundur.
„Tölvan segir nei“
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
RÉTTLÆTISMÁL Þjóðskrá svipti móður 17 ára drengs fjárhagslegu forræði yfir syn-
inum þegar hún skráði sig í sambúð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þetta er
réttlætismál.
Völdin voru
tekin af mér
og ég var
svipt völdum
yfir 17 ára
syni mínum,
dreng sem ég
ber alla ábyrgð á.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Sveinn
Arnarsson
sveinn@frettabladid.is
ORKUMÁL Einn þriggja sérleyfis-
hafa á Drekasvæðinu, hópur
undir forystu Faroe Petroleum,
hefur fallið frá olíuleitinni. Orku-
stofnun barst í gær erindi frá
Faroe Petroleum þar sem til-
kynnt er að félagið ásamt sam-
starfsaðilum þess, Petoro Iceland
og Íslensku kolvetni, skili sérleyfi
sínu, sem útgefið var 4. janúar
2013.
Í tilkynningu frá Íslensku kol-
vetni segir að niðurstöður frum-
rannsókna bendi til þess að næsti
áfangi muni ekki skila tilætluð-
um árangri. - kmu
Faroe Petroleum hættir við:
Skilar sérleyfi á
Drekasvæðið
STJÓRNMÁL Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram til-
lögu á borgarráðsfundi á fimmtu-
dag um að mótaðar yrðu reglur
um greiðslur fyrir aukinn bygg-
ingarrétt á þegar byggðum eða
úthlutuðum lóðum.
Lögðu þeir til að mótuð yrði
gjaldskrá fyrir aukinn bygg-
ingarrétt sem fenginn sé með
breyttu deiluskipulagi hvort sem
um er að ræða óbyggðar lóðir eða
þar sem byggingarmagn er aukið
verulega í eldri hverfum.
Tóku þeir fram að í nýrri gjald-
skrá þyrfti að taka tillit til þess
að slíkt gjald hefði ekki áhrif
á einstaklinga sem hyggjast
ráðast í eðlilegar endurbætur.
Afgreiðslu tillögunnar var frest-
að. - vh
Tillaga sjálfstæðismanna:
Vilja móta regl-
ur um greiðslur
VILJA REGLUR Sjálfstæðismenn vilja
reglur um byggingarétt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA