Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 10

Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 10
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Jólagjöfin í ár fæst í Múrbúðinni! • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 28.990 Made by Lavor Reykjavík, 13. desember 2014 Þann 1. janúar næstkomandi mun taka í gildi ný verðskrá fyrir áskriftarstöðvar 365 miðla vegna stjórnvaldsbreytinga á virðisaukaskatti. Viðskiptavinir 365 eru hvattir til þess að kynna sér nýja verðskrá á 365.is/tilkynningar. Ný verðskrá fyrir áskriftarþjónustu 365 miðla STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær hafn- ar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaða- bótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkams ræktaraðstöðu við sund- laugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class- stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að til- boð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjar- ráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hag- stæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikn- ing hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athuga- semdir við innihald hans. Ákvörð- un bæjarins um að hafna tilboð- inu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðar legu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur. Bæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu hús- næðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnar- frests leigusamnings við núver- andi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til hús- næðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigu- taka [Gym heilsu]. Þar sem leigu- tekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa tölu- verð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skamm- tímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verð- ur Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. SUNDLAUG KÓPAVOGS Gym heilsa hefur áfram aðstöðu í sundlaugum Kópavogs fram á mitt ár 2016 eftir að hætt var við útboðsferli á leigunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna. Úr bréfi Kópavogsbæjar til Lauga. NÁTTÚRA Merki eru um að hraunið frá eldstöð- inni í Holuhrauni flæði nú einkum í lokuðum rásum sem opnast nærri jöðrum þess, en að undanförnu hefur það aðallega breitt úr sér til norðurs. Flatarmál hraunsins er nú um 78,6 ferkíló- metrar. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í gærmorgun þar sem vísindamenn frá Veður- stofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarna- lækni funduðu. Eldgosið heldur annars áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á miðviku- dag mældist 4,6, en alls mældust rúmlega 130 skjálftar á tímabilinu. Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar sjálfar. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS-stöðina í öskju Bárðarbungu, og vegna veðurs verður það ekki hægt næstu daga. Þá er Umhverfisstofnun að skipuleggja dreifingu handmæla úti um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu gasmengunar- innar. - shá Samband við GPS-stöðina í öskju Bárðarbungu liggur niðri og veður leyfir ekki frekari aðgerðir: Hraunið rennur aðallega í lokuðum rásum NORNAHRAUN Þekur nú um 78,6 ferkílómetra lands norðan Vatnajökuls. MYND/MORTENRIISHUUS STJÓRNMÁL Rithöfundar mættu á þingpalla Alþingis í gær og gripu þar fyrir augu og eyru þegar atkvæðagreiðsla um hækkun virðisaukaskatts á bækur fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar hófst höfðu rit- höfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabók á tröppur við þinghúsið. Fulltrúar allra stjórnarandstöðu- flokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins. - hmp Rithöfundar mættu á palla: Mótmæltu bókaskattinum UMHVERFISMÁL Ísland styður gerð hnattræns framtíðarsamkomulags í loftslagsmálum. Þetta kom fram á 20. aðildarríkjaþingi Loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna í Líma í Perú. Fulltrúar Íslands á þinginu vöktu athygli á þeirri ógn sem höfunum og lífríki þeirra stafar af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar, sem væri sérstakt áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu afkomu sína á auðlindum hafsins. Danmörk telst vera loftslags- vænsta ríki heims þriðja árið í röð, ef marka má mat félagasam- takanna Germanwatch og Climate Action Network. Ísland er í tíunda sæti á listanum sem er líka óbreytt staða frá því í fyrra. Samtökin leggja til grundvallar magn losunar gróðurhúsaloftteg- unda, þróun losunar, hlut og þróun endurnýjanlegrar orku, orku- sparnað og stefnumótun í lofts- lagsmálum. Önnur ríki á topp tíu í þessari röð eru Svíþjóð, Bretland, Portú- gal, Kýpur, Marokkó, Írland, Sviss og Frakkland. Noregur er í 24. sæti, Finnland í 29., Bandaríkin í 41., Kína í 42. og Ástralía og Sádi- Arabía lenda svo í tveimur neðstu sætunum. - shá Ísland í 10. sæti yfir loftslagsvænstu ríki veraldar: Ísland minnir á ógnir við lífríki hafsins BRIM Ísland minnti á ógnir við lífríki hafsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.