Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 10
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Jólagjöfin í ár
fæst í Múrbúðinni!
• 160 bar Max
• 8,5 lítrar/mín.
• 2500W
• Pallabursti
• 8 metra slanga
• Turbo stútur
• Slanga fyrir stíflulosun
• Þvottabursti
Lavor háþrýstidæla
STM 160
28.990
Made by Lavor
Reykjavík, 13. desember 2014
Þann 1. janúar næstkomandi mun taka í gildi ný
verðskrá fyrir áskriftarstöðvar 365 miðla vegna
stjórnvaldsbreytinga á virðisaukaskatti.
Viðskiptavinir 365 eru hvattir til þess að kynna sér
nýja verðskrá á 365.is/tilkynningar.
Ný verðskrá fyrir
áskriftarþjónustu 365 miðla
STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær hafn-
ar fullyrðingum forsvarsmanna
Lauga ehf. um að bærinn sé skaða-
bótaskyldur gagnvart félaginu
með því að framlengja samning
við Gym heilsu ehf. um leigu á
líkams ræktaraðstöðu við sund-
laugar Kópavogs.
Laugar, sem reka World Class-
stöðvarnar, tóku þátt í útboði á
leigu líkamsræktaraðstöðunnar
við sundlaugar Kópavogs. Eftir
að útboðið hafði farið fram var
að sögn bæjaryfirvalda ákveðið
að fresta útboðinu þar til bærinn
hefði markað sér lýðheilsustefnu.
„Líkt og fram kemur í bréfi
Kópavogsbæjar til þín, dags. 7.
október 2014, tók Kópavogsbær
ákvörðun um að ganga ekki til
samninga við Laugar ehf. í kjölfar
útboðsins þar sem talið var að til-
boð félagsins uppfyllti ekki kröfur
útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjar-
ráðs Kópavogs þar sem kröfu
Lauga um efndabætur er svarað.
Í kröfubréfi Lauga kemur fram
að tilboð félagsins hafi verið hag-
stæðast en því hafi verið hafnað
þar sem endurskoðaðan ársreikn-
ing hafi vantað. Þó hefði bærinn
ekki gert neinar efnislegar athuga-
semdir við innihald hans. Ákvörð-
un bæjarins um að hafna tilboð-
inu sé ólögmæt og valdi Laugum
gríðar legu tjóni. Krafist sé 659
milljóna króna í bætur.
Bæjarráðið segir að í ljósi
ýmissa álitaefna sem upp hafi
komið við útboðið hafi bærinn
talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu
best tryggðir ef fyrir lægi skýr
stefna um markmið útleigu hús-
næðisins áður en ráðist yrði í nýtt
útboð. Framlenging uppsagnar-
frests leigusamnings við núver-
andi leigutaka, Gym heilsu ehf.,
sé aðeins tímabundið úrræði til
að tryggja fjárhagslega hagsmuni
bæjarins og bæjarbúa þar til hús-
næðið verði boðið út á ný. Gym
hefur nú samning fram til 1. júní
2016.
„Þar sem ekki náðist að semja
um útleigu húsnæðisins í kjölfar
útboðsins hefur töluverð óvissa
ríkt í viðskiptum núverandi leigu-
taka [Gym heilsu]. Þar sem leigu-
tekjur Kópavogsbæjar af útleigu
húsnæðisins eru tengdar veltu
leigutaka hefur slík óvissa tölu-
verð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar
af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið.
Ákvörðun um þessa „skamm-
tímaráðstöfun“ hafi því verið tekin
til að forða Kópavogsbæ frá tjóni
á meðan unnið sé að því að bjóða
húsnæðið fram að nýju í samræmi
við lýðheilsustefnu. „Og verð-
ur Laugum ehf. líkt og öðrum þá
frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir
bæjarráðið sem kveður framgöngu
sína í málinu vera lögmæta og að
„bærinn hafi ekki valdið Laugum
tjóni með saknæmum hætti“.
Ármann Kr. Ólafsson bæjar-
stjóri kveðst ekki vilja tjá sig um
málið. gar@frettabladid.is
Hafna 659 milljóna
kröfu World Class
Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu
um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna
króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum.
SUNDLAUG KÓPAVOGS Gym heilsa hefur áfram aðstöðu í sundlaugum Kópavogs fram á mitt ár 2016 eftir að hætt var við
útboðsferli á leigunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tilboð félagsins
uppfyllti ekki kröfur
útboðsgagna.
Úr bréfi Kópavogsbæjar til Lauga.
NÁTTÚRA Merki eru um að hraunið frá eldstöð-
inni í Holuhrauni flæði nú einkum í lokuðum
rásum sem opnast nærri jöðrum þess, en að
undanförnu hefur það aðallega breitt úr sér til
norðurs.
Flatarmál hraunsins er nú um 78,6 ferkíló-
metrar.
Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í
gærmorgun þar sem vísindamenn frá Veður-
stofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans,
ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild Ríkis-
lögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarna-
lækni funduðu. Eldgosið heldur annars áfram
með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn
öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á miðviku-
dag mældist 4,6, en alls mældust rúmlega 130
skjálftar á tímabilinu. Lítil jarðskjálftavirkni
mældist við bergganginn og gosstöðvarnar
sjálfar.
Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi
við GPS-stöðina í öskju Bárðarbungu, og vegna
veðurs verður það ekki hægt næstu daga.
Þá er Umhverfisstofnun að skipuleggja
dreifingu handmæla úti um land til að bæta
upplýsingaöflun um dreifingu gasmengunar-
innar.
- shá
Samband við GPS-stöðina í öskju Bárðarbungu liggur niðri og veður leyfir ekki frekari aðgerðir:
Hraunið rennur aðallega í lokuðum rásum
NORNAHRAUN Þekur nú um 78,6 ferkílómetra lands
norðan Vatnajökuls. MYND/MORTENRIISHUUS
STJÓRNMÁL Rithöfundar mættu á
þingpalla Alþingis í gær og gripu
þar fyrir augu og eyru þegar
atkvæðagreiðsla um hækkun
virðisaukaskatts á bækur fór
fram. Áður en atkvæðagreiðslan
um breytingarnar hófst höfðu rit-
höfundar með táknrænum hætti
raðað eintökum af ljóðabók á
tröppur við þinghúsið.
Fulltrúar allra stjórnarandstöðu-
flokka mótmæltu fyrirætlunum
stjórnvalda um að hækka neðra
þrep virðisaukaskattsins. - hmp
Rithöfundar mættu á palla:
Mótmæltu
bókaskattinum
UMHVERFISMÁL Ísland styður gerð
hnattræns framtíðarsamkomulags
í loftslagsmálum. Þetta kom fram
á 20. aðildarríkjaþingi Loftslags-
samnings Sameinuðu þjóðanna
í Líma í Perú. Fulltrúar Íslands
á þinginu vöktu athygli á þeirri
ógn sem höfunum og lífríki þeirra
stafar af loftslagsbreytingum og
súrnun sjávar, sem væri sérstakt
áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu
afkomu sína á auðlindum hafsins.
Danmörk telst vera loftslags-
vænsta ríki heims þriðja árið í
röð, ef marka má mat félagasam-
takanna Germanwatch og Climate
Action Network. Ísland er í tíunda
sæti á listanum sem er líka óbreytt
staða frá því í fyrra.
Samtökin leggja til grundvallar
magn losunar gróðurhúsaloftteg-
unda, þróun losunar, hlut og þróun
endurnýjanlegrar orku, orku-
sparnað og stefnumótun í lofts-
lagsmálum.
Önnur ríki á topp tíu í þessari
röð eru Svíþjóð, Bretland, Portú-
gal, Kýpur, Marokkó, Írland, Sviss
og Frakkland. Noregur er í 24.
sæti, Finnland í 29., Bandaríkin í
41., Kína í 42. og Ástralía og Sádi-
Arabía lenda svo í tveimur neðstu
sætunum. - shá
Ísland í 10. sæti yfir loftslagsvænstu ríki veraldar:
Ísland minnir á ógnir
við lífríki hafsins
BRIM Ísland minnti á ógnir við lífríki
hafsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM