Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 16
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16
UMHVERFISMÁL Losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá þeim 3.900 ferkíló-
metrum votlendis sem þurrkaðir
hafa verið með framræslu hér á
landi er miklu meiri en er frá allri
brennslu jarðefnaeldsneytis og iðn-
aði á hverju ári.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
hefur hátt í helmingur alls votlendis
á Íslandi verið ræstur fram. Í þess-
um tilgangi voru grafnir um 33.000
kílómetrar af skurðum. Veruleg-
ur hluti þessa lands er ekki nýttur
en þetta inngrip í náttúruna hefur
víðtæk áhrif og endur heimt lands
er talin aðkallandi umhverfismál.
Slík endurheimt á 20 ára tímabili til
ársins 2012 var sex ferkílómetrar
þegar allt er talið.
Það sem vitað er núna, en ekki
þegar skurðirnir voru flestir grafn-
ir, er að framræsla votlendis veldur
oxun eða bruna á lífrænum efnum
í mold sem stuðlar að losun koltví-
sýrings (CO2) út í andrúmsloftið.
„Þessi losun er mjög mikil á Íslandi.
Endur heimt votlendis hefur því
mjög fjölþætt gildi bæði sem nátt-
úruverndaraðgerð og til þess að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda,“ benda nefndarmenn á í fyrr-
nefndri skýrslu.
Í svari umhverfis- og auðlinda-
ráðherra við fyrirspurn Össurar
Skarphéðinssonar, þingmanns Sam-
fylkingarinnar, um þetta tiltekna
atr iði kemur
fram að losun frá
framræstu vot-
lendi hér á landi
var 7,74 milljónir
tonna CO2-ígilda
árið 2012. Losun
vegna orkunotk-
unar var hins
vegar 1,55 millj-
ónir tonna og
vegna iðnaðarferla 1,88 milljón-
ir tonna þetta ár. Losun frá fram-
ræstu mólendi var því 226% meiri
en saman lögð losun vegna orkunotk-
unar og iðnaðarferla hér á landi.
„Alþjóðasamfélagið er sífellt
meira að krefjast verndar á vot-
lendissvæðum og endurheimtar
þeirra sem hefur verið raskað. Allt
hefur þetta verið til skoðunar hjá
stjórnvöldum en aldrei verið sett-
ir fjármunir í að gera þetta,“ segir
Guðmundur Halldórsson, rann-
sóknar stjóri hjá Landgræðslunni,
sem er þeirrar skoðunar að hefjast
verði handa. Verkefnið sé tímafrekt
enda inngripið í náttúru Íslands
gríðarlegt. „Það tekur langan tíma
fyrir landið að gróa saman aftur,
eftir að það er búið að rista það í
sundur með þessum hætti,“ segir
Guðmundur og bætir við að það sé
ekki síst vegna losunar gróðurhúsa-
lofttegunda, þótt aðrir þættir spili
inn í þá mynd. svavar@frettabladid.is
Losar 226% meira en iðnað-
ur og samgöngur samtals
Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda.
Hestmýri í landi Mávahlíðar við Hest í Borgarfirði var fyrsta svæðið sem endur-
heimt var á vegum Votlendisnefndarinnar haustið 1996. Gömlum uppgreftri
með skurðbökkum var ýtt ofan í skurði og þeim lokað. Allt í allt var fyllt upp í
um 2 kílómetra af framræsluskurðum. Hestmýrin er um 35 hektara hallamýri
sem ræst var fram í tilraunaskyni af Rannsóknastofnun landbúnaðarins fyrir
um 30 árum. Margvíslegar rannsóknir fóru fram í mýrinni áður en hún var
ræst fram og einnig var fylgst með breytingum á henni eftir framræsluna.
Rannsóknir voru hafnar aftur í mýrinni þegar ákveðið var að gera þar
tilraun með endurheimt. Gerðar voru mælingar á gróðurfari, jarðvatnsstöðu,
fugla- og skordýralífi og losun gróðurhúsalofttegunda.
Mælingar sem gerðar voru á jarðvatnsstöðu í mýrinni sumarið 1997
sýndu að svæðið blotnaði mikið upp við aðgerðirnar. Rannsóknir á losun og
bindingu gróðurhúsalofttegunda í mýrinni leiddu í ljós að við endurheimt
færist kolefnisbúskapur mýrlendis í svipað horf og áður og geta votlendisins
til að binda koltvísýring úr andrúmslofti er endurheimt.
VEL GERLEGT AÐ ENDURHEIMTA LANDGÆÐIN
FRAMRÆST LAND Landið grær með tímanum en skilvirkasta aðferðin er að fylla
skurðina aftur í heild sinni. MYND/JÓN GUÐMUNDSSON
GUÐMUNDUR
HALLDÓRSSON
ORKUMÁL Landsnet áætlar að kostnaður
fyrir tækisins við umhverfismat vegna
áforma um lagningu háspennulínu um
Sprengisand nemi á bilinu 100 til 150 millj-
ónum króna.
Þetta kemur fram í svari Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, við fyrirspurn Svandísar Svavars-
dóttur, þingmanns Vinstri grænna.
Einnig kemur þar fram að Landsnet hafði
frumkvæði að því að farið yrði í umhverfis-
mat á 220 kílóvatta háspennulínu sem
myndi fara um Sprengisand og ná milli
Suður- og Norðurlands.
„Mat á umhverfisáhrifum Sprengisands-
línu er á frumstigi og á þessu stigi ómögu-
legt að áætla nákvæmlega kostnað við
matið,“ segir í svari iðnaðarráðherra.
Landsnet vill reisa Sprengisandslínuna
vegna þess að byggðalínan, sem var tekin
í notkun árið 1984, ber ekki alla þá raforku
sem flytja þarf á milli landshluta. - hg
Landsnet hafði frumkvæði að því að farið yrði í mat vegna áforma um háspennulínu um Sprengisand:
Umhverfismatið gæti kostað 150 milljónir
RAFLÍNUR Hugmyndin um háspennulínu um Sprengi-
sand hefur verið gagnrýnd af Náttúruverndarsamtök-
um Íslands og Landvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NÝSKÖPUN Fyrirtækið Pólar Tog-
hlerar hefur fengið vilyrði fyrir
styrk frá Evrópusambandinu til
vöruþróunar á stýranlegum tog-
hlerum. Styrkurinn er 7,5 milljón-
ir sem notast við gerð markaðs- og
áreiðanleikakönnunar sem frek-
ara þróunarstarf mun byggja á.
Sú þróun lýtur að notkun við
togveiðar og einnig fyrstu skref
í þróun á stýranlegu tækninni til
mun stærri hlera sem notaðir eru
við rannsóknir á olíusetlögum.
- shá
Fá 7,5 milljónir til þróunar:
Fá Evrópustyrk
vegna toghlera