Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 18
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 18 Harpa ohf. óskar eftir útfærðum tillögum um rekstur sem fellur að starfsemi hússins og eykur fjölbreytni hennar. Reksturinn þarf að tengjast hlutverki Hörpu og vera á sviði tónlistar, menningar, ferðamennsku eða ráðstefnuhalds. Til ráðstöfunar er tæplega 80 m2 rými á 1. hæð Hörpu, þar sem áður voru 12 Tónar. Við val á rekstrar aðilum verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og viðskiptahugmynd lögð til grundvallar. Einungis aðilar sem hafa haldgóða reynslu af rekstri koma til greina. Allar nánari upplýsingar veitir fasteignastjóri Hörpu, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, sunna@harpa.is. Umsóknum ásamt tilbúinni viðskiptaáætlun skal skila til Huldu Kristínar Magnúsdóttur, huldakristin@harpa.is, eigi síðar en kl. 14, 23. desember 2014. Komdu í góðan félagsskap Verslunar- og þjónusturými www.harpa.is UPPLÝSINGATÆKNI Fjar skipta- fyrir tækjum er skylt að láta fólk vita af hættu á hærri rukkunum fyrir gagnamagn í farsíma en gilda innan Evrópska efnahags- svæðisins þegar það ferðast til landa utan svæðisins. Í nýrri ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) er áréttað að láta þurfi notendur vita þegar þeir ferðast til landa þar sem gagnaþök eru ekki í gildi. Þannig hafi Hringdu brotið gegn ákvæði um tilkynningaskyldu í reglu- gerð ESB um reiki, þegar notandi fékk við komu til Tyrklands bara upplýsingar um verð, en ekki að verðþak væri ekki í gildi. - óká Meira er rukkað utan EES: Senda á SMS með viðvörun FARSÍMI Íslensku símafélögin eiga að vara fólk við skorti á verðþaki þegar það ferðast í útlöndum. SKIPULAGSMÁL Forsvarsmenn Hótels Skógafoss vilja að héraðs- nefnd Rangæinga taki þátt í að greiða kostnað við malbikun bíla- stæða við hótelið. Í erindi frá Eyju Þóru Einars- dóttur og Jóhanni Frímannssyni er lagt til að verði héraðsnefnd ekki við því að borga í bílastæð- inu þá verði lóð Hótels Skógafoss stækkuð þannig að hún nái yfir hið malbikaða svæði. Héraðs- nefndin ákvað að afla frek- ari gagna um málið og frestaði afgreiðslu þess. - gar Krafa frá Hótel Skógafossi: Borgi stæði eða stækki lóðina SKÓGAFOSS Mikil uppbygging er við náttúruperluna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Yggdrasill hefur í samráði við Heilbrigðiseftir- lit Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis innkallað líf rænan barnamat vegna of mikils magns atrópíns í vörunum. Á heimasíðu Matvælastofn- unar segir að atrópín sé nátt- úrulegt eiturefni í jurtum sem geti valdið einkennum á borð við oföndun, ringlun og óróa. Um er að ræða vörurnar Holle Organic Millet Porridge with rice með lotunúmer- unum L14103 og L13219 og Holle Organic Millet Porridge apple-pear með lotunúmerinu L13239. Jafnframt segir á heimasíðu Matvælastofnunar að stofn- unin hafi fengið tilkynningu í gegnum evrópska hraðvið- vörunarkerfið RASFF um inn- köllunina. Vörurnar voru innkallaðar í Þýskalandi, Austurríki og Tékklandi þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær upplýsingar fengust hjá heilbrigðiseftirlit- inu að tilkynning hefði borist til Íslands þann 11. desember. Þá hefði strax verið farið að undirbúa innköllun varanna. - ibs Of mikið af eiturefni í lífrænum barnamat Holle: Holle-barnamatur innkallaður HIRSIGRAUTUR Þetta er önnur tegund barnamatarins sem hefur verið innkallaður. BRETLAND Meiriháttar truflun varð á flugsamgöngum á Bretlandseyj- um og víðar í Evrópu eftir að loft- rýminu yfir London var lokað í 35 mínútur síðdegis í gær. Bilun í tölvukerfi flugstjórnar- stöðvarinnar í Swanwick, sem stýr- ir flugumferð yfir London, olli því að loka þurfti lofthelginni. Búið var að fella niður 66 flug frá Heathrow-flugvellinum í Lond- on þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Búist var við því að fleiri flug yrðu felld niður eftir því sem leið á kvöldið. Þá urðu tafir á hundruðum flugferða í gær vegna lokunarinnar á flugvöllum um alla Evrópu. Flugum Wow air og Ice- landair til London síðdegis í gær seinkaði um tvær klukkustundir og kvöldflugi flugfélaganna aftur til Keflavíkur seinkaði um klukku- stund. Talið er að tafir á flugumferð geti áfram orðið í dag, laugardag, vegna lokunar lofthelginnar í gær. Martin Rolfe, talsmaður NATS, Tölvubilun setur flug í Evrópu úr skorðum Mikil truflun varð á flugsamgöngum víða um Evrópu vegna þess að loftrýminu yfir London var lokað í 35 mínútur síðdegis í gær. Orsök lokunarinnar var bilun í tölvukerfi. Samgönguráðherra Bretlands hefur farið fram á rannsókn á málinu. HEATHROW Lokun loftrýmisins hafði áhrif á flugferðir þúsunda ferða- langa á Heathrow og fleiri flugvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP félagsins sem rekur flugstjórnar- stöðina í Swanwick, sagði að orsök bilunarinnar væri ókunn en rann- sókn stæði yfir. Rolfe gat þó sagt að búið væri að útiloka árás hakkara á tölvukerfið. Patrick McLoughlin, sam- gönguráðherra Bretlands, var afar ósáttur við stöðuna. „Trufl- anirnar af þessari stærðargráðu eru óásættan legar og ég hef farið fram við NATS að atvikið sem átti sér stað í kvöld verði rannsakað til hlítar,“ hefur The Guardian eftir McLoughlin. Bilanir í flugstjórnarstöðinni Swanwick hafa verið tíðar síðan stjórnstöðin opnaði árið 2002, sex árum á eftir áætlun. Kostnaður við byggingu stjórnstöðvarinnar fór tvöfalt fram úr áætlun. Ár er síðan að bilun kom upp í símkerfi stjórn- stöðvarinnar sem olli meiriháttar truflun á flugi. ingvar@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.