Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 24

Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 24
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 24 Það var mjög samtímis að gamlir útvarpsmenn klóruðu saman fornt efni í Efstaleiti til heiðurs Margréti Indriða dóttur fréttastjóra og birtist njósnasaga Styrmis Gunn- arssonar, löngum rit- stjóra á Morgun blaðinu. Bæði höfðu það hlutverk að sinna fréttaflutningi og upplýsa almenning um gang mála í lýðveld- inu Íslandi svo og í ver- öld víðri. Margrét nam fræði sín í Bandaríkjun- um í lok seinna stríðs og er líklega fyrsti Norður-Íslendingurinn með blaðamannapróf úr háskóla upp á vasann. Fram til þess tíma höfðu Ameríkanar haldið sig við Monró- kenninguna og voru ekki að káss- ast upp á annarra manna jússur. Blaðakonan Margrét Indriða- dóttir kom uppfull af almanna- útvarpi að vestan og fór brátt að starfa á fréttastofu Útvarps niðri á Klapparstíg. Endaði með því að hún setti rækilega bæjarbraginn á fréttastofunni með gott veganesti frá heiðarlegum Könum. Gerðist nú allt í skjótri svipan eftir stríðið að ameríski herinn dró lappirnar að fara og lét síðan Íslendinga kalla yfir sig enn meiri her. Þá er Margrét Indriðadóttir að segja fréttir af Klapparstígnum ásamt fleira fólki sem hélt það ætti að bera sannleikanum vitni. Auk þess að skila starfi sínu á frétta- stofunni ól Margrét brátt önn fyrir eiginmanni sínum Thor Vilhjálms- syni og tveimur sonum. Vildi til að þau fengu íbúðarkytru yfir frétta- stofunni þarna á Klapparstígnum svo hægt var að skreppa upp til að bía börnunum þegar við lá eða skáldið fékk hríðir. Þegar fram liðu stundir í köldu stríði, sem Íslendingar flestir stóðu utan við, var ekki tekið út með sældinni að reka almanna- útvarp. Skuggabaldrar bögguðu fréttamenn ár og síð og alla tíð. Beittu hótunum um starfsmissi og verri kárínum. Slíkt hefur áhrif þegar til lengdar lætur og hverjum manni næst að vernda hreiður sitt. Svona gekk þetta lengi lengi en einhvern veginn tókst fréttastofunni að klappa steininn og ekki varð þaggað niður í henni. Datt fáum í hug á þeirri tíð að kæfa útvarpið í fæðingu þó ekki væri nema fyrir veður fregnirnar. Raf- hlöður í dreifðum byggð- um voru einmitt sparaðar miðað við veðurfregnir og viðtækið á við hvert annað amboð eða heyvinnuvél á bænum. Útvarpið dafnaði og varð líka að sjónvarpi og þjóðin fylkti sér um hvorttveggja undrið. Varð að öfl- ugu menningartæki og hljóðminja- safni eins og hjá öðrum alvöru- þjóðum í veröldinni. Enn þann dag í dag treystir þjóðin á áreiðan- leika fréttastofu Útvarps og hefur ekki látið stöðugar rógsgreinar Morgunblaðsins slá sig út af lag- inu. Þar sem ritstjórinn heimtar að sagan verði endurskrifuð eins og í einræðisríki. Og dálítið bilað þar sem við lifum á tímum upplýs- ingar og gagnsæis, en hann trúir á mátt endurtekningarinnar eins og alræmdir karlar sögunnar. Í Efstaleiti kom saman fjöldi gamalla útvarpsmanna og -kvenna að heilsa upp á Möggu Indriða og hún flutti sjálf tölu, fyndin og nastý. Fengu sumir ekki varist þeirri hugsun að kannski væri þetta æfing að útför Útvarpsins. Almannaútvarpsins sem þjóðin treystir í gleði og sorg og Mar- grét ásamt fleira góðu fólki lagði drög að. Árvakurt njósnahreiður Einmitt á þessum dögum skreið fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins úr skápnum og upplýsti í ritverki stoltur, að Morgunblaðið hefði verið njósnahreiður um langt skeið og var það mjög samtímis því að útvarpsfólkið var að berjast við að móta stofnun sem nauðsynleg þykir með siðuðum þjóðum. Á pari við þjóðleikhús og þjóðminjasafn, tölum nú ekki um sinfóníuhljóm- sveit. Styrmiskynslóðin í Sjálfstæðis- flokknum hafði ýmist tögl eða hagldir í útvarpsráði og beitti þar áhrifum sínum. Lét sér það nægja og var ekki með kröfur uppi um að Ríkisútvarpið færi í dauða- klefann. Þótt penir lögfræðingar í Varðbergi þægju stöðug ferðalög Ameríkana og svæfu í lokrekkj- um flugmóðurskipa í brælu, var þeim ekki efst í huga að eyðileggja þjóðar útvarp sitt. Hlutverk þeirra var að njósna um verkamannafjöl- skyldur þegar þeir komu í land, því æ sér gjöf til gjalda. Arftakarnir sem nú hafast við á Alþingi telja hins vegar Ríkisútvarpið, sem þjóðin stólar á, þjóðhættulega stofnun og nærtækasta verkefnið að ráðast gegn því eins og vofu kommúnismans forðum og er orða- lag annars ritstjóra Morgunblaðs- ins og skálds í heiðurslaunaflokki. Í Framsóknarflokknum fundust ætíð menningarmenn forðum daga sem áttuðu sig á nauðsyn þjóðarút- varps og hljóðminjasafns og slíkt væri einn af hornsteinum sjálf- stæðs lýðveldis. Ekkert annað orð en plebbi kemur hins vegar upp í hugann þegar litið er yfir fram- sóknarhjörðina á Alþingi að und- anskildu sæmilega meinandi fólki sem maular jólakökuna sína í kaffistofunni og þiggur kaupið sitt um mánaðamót. En þegar plebba- liðið í framsókn og styrkjadreng- irnir í Sjálfstæðisflokknum ná saman er voðinn vís. Hér ætlar hvort tveggja að verða Íslands óhamingju að vopni. Ríkisútvarp- ið er komið í klefann, það verður dregið um barkann fyrir jól eins og horfir. Dregið um barkann á þjóðarútvarpinu Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggju- fullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfir- menn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfir- stjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versn- andi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Land- spítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í nein- um vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðis- kerfi sem er að blæða út og ekk- ert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hníf- stungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjart- að er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlík- ingu er sú staðreynd að fjöldi, jafn- vel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir ára- mót. Hvað um það, gætir þú hugs- að, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða fram- kvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslu- meðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venju- leg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endan- lega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vild- ir bjarga þessum bráðveiku sjúk- lingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðing- ar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sér- staklega svæfinga- og gjörgæslu- læknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðar tilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við telj- um okkur ekki siðferðilega né fag- lega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða. Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um pró- sentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort ein- hver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heil- brigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Graf- alvarlegt mál – klínískt eða póli- tískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hug- taki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóð- endum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúkling- urinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúk- lingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nær- gætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmála- maður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum til tækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóð- inni) yfirvofandi andlát (hrun) heil- brigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn. Grafalvarlegt ástand – klínískt eða pólitískt RÚV Finnbogi Her- mannsson fv. frétta- og dag- skrárgerðarmaður og nú rithöfundur í Hnífsdal HEILBRIGÐISMÁL Felix Valsson svæfi nga- og gjörgæslulæknir og þyrlulæknir ➜ Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar fl ytjist heim til Ís- lands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun … ➜ Hér ætlar hvort tveggja að verða Íslands óhamingju að vopni. Ríkisútvarpið er komið í klefann, það verður dregið um barkann fyrir jól eins og horfi r. FA S TU S _E _5 5 .1 2 .1 4 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Brýnt í jólasteikina Keramik hnífabrýni Goursharp Pro Kr. 5.157,- Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Íslenski bókapúðinn Verð 11.840 kr með fiðurfyllingu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.