Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 32
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Það eru allar þessar bækur sem gera
okkur kleift að búa hérna. Bækurnar og
sundlaugarnar. En það er ekkert hlaupið að því
að koma bók á framfæri.
Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Bjarts
Án bóka og tónlistar væri Ísland bara
risastór verstöð en það er einmitt kannski það
sem stjórnvöld vilja? Því ef þeim tekst að drepa
bækur og tónlist þá erum við bara vinnudýr.
Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögum
Við þurfum að vinna hylli lesenda með
hverja einstaka bók. Segjum að ég vildi reyna
að spilla fyrir þeim í samkeppni, getið þið bent
mér á hvernig ég get gert það?
Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu
40
BÓKAÚTGEFENDUR
eru í Félagi íslenskra
bókaútgefenda. Til
þess að geta gengið í
félagið þarf útgefandi
að hafa gefi ð út fj óra
bókatitla á undan-
gengnu útgáfuári.
ÍSLENSKUR
BÓKAMARKAÐUR
gerir þennan bransa svo dásam-
legan er að það eru engin höft.“
Jóhann: „Á Íslandi getur hver
sem er gefið út bók og komið henni í
dreifingu. Erlendis er oft mun erfið-
ara og oft ómögulegt að komast inn
á sölustaðina.“
Guðrún: „Það er svo mikil feg-
urð fólgin í því. Það eru allar þess-
ar bækur sem gera okkur kleift að
búa hérna. Bækurnar og sundlaug-
arnar. En það er ekkert hlaupið að
því að koma bók á framfæri.“
Er erfitt að keppa við risann?
spyr ég og gjóa augunum til Jóhanns
Páls. Guðrún og Tómas kinka kolli.
Jóhann: „Ég er algjörlega ósam-
mála því vegna þess sem ég var að
segja áðan, við erum alltaf með nýja
vöru. Af hverju ætti mér að ganga
betur þótt Forlagið sé stærra? Við
þurfum að vinna hylli lesenda með
hverja einstaka bók. Segjum að ég
vildi reyna að spilla fyrir þeim í
samkeppni, getið þið bent mér á
hvernig ég get gert það?“
Tómas: „Já, ég get það. Þið eruð
risastór með starfsmenn allt árið í
dreifingu og getið dreift á alla staði.
Hafið fleiri í markaðsmálum og svo
framvegis. Það segir sig sjálft.“
Vont að veðja vitlaust
Hér spinnast heitar umræður um
einstaka höfunda sem líkt er við
grænar baunir vegna fjöldafram-
leiðslu, rætt er um hve mikið hver
og einn auglýsir og mjög nákvæm
dæmi tekin svo greinilegt er að þau
fylgjast vel hvert með öðru. Til að
ná athygli þeirra aftur blanda ég
mér í umræðuna.
En var Gísli í Uppsölum, bók sem
þú gafst út, Tómas, ekki söluhæsta
bókin fyrir tveimur árum?
Jóhann: „Einmitt! Þetta snýst um
að vera með réttu bókina. Þetta er
ekki flóknara.“
Guðrún: „Já, vera með réttu bók-
ina og koma því til skila.“
Er þessi bransi þá eins og spilavíti
þar sem veðjað er á bækur og allt
lagt undir?
Tómas: „Já, maður er hardcore
spilafíkill.“
Jóhann: „Og auðvitað getur maður
veðjað vitlaust. Eitthvað sem maður
taldi að yrði pottþétt sölubók næst
aldrei á flug en svo er önnur bók sem
maður hefur takmarkaða trú á sem
selst í þúsundum eintaka eftir marg-
ar endurprentanir. Starf okkar felst
mikið í að átta sig á hvernig landið
er að leggjast og bregðast við.“
Guðrún: „Já, hlusta á hvíslið.“
Bráðsmitandi baktería
Þau eru sammála um að enginn fari
í þennan bransa til að verða ríkur og
Jóhann Páll segir að þá sé nú gáfu-
legra að selja grænar baunir. En
þrátt fyrir það og álagið sem fylgir
starfinu fá þau öll blik í augun þegar
þau tala um bókaútgáfu, sérstaklega
þá sérstöðu sem bókamarkaður á
Íslandi hefur.
Guðrún: „Við erum spíttbátar og
getum gert hluti hratt. Það hefur
sína kosti og galla. Það sem hefur
þó breyst er að það er orðin aðeins
meiri fyrirhyggja og langtímahugs-
un í bransanum.“
Tómas hristir hausinn og segist
ekki kannast við það.
Tómas: „Þetta er bara heillandi
heimur. Það ættu allir að fara í þetta
– nema börnin mín.“
Okkur verður litið á Jóhann Pál,
sem er sonur útgefanda og á konu
og börn sem öll starfa í bransanum,
en hann svarar augnatillitinu með:
„Þetta er bara smitandi! Þetta er
vírus!“
Ég ákveð að ljúka viðtalinu á
þessum vinsamlegu nótum. Á
meðan við bíðum eftir ljósmyndara
er svo metsölulisti vikunnar birtur.
Þessi listi er afar mikilvægur þar
sem bóksalan mun ná hámarki á
næstu dögum. Samkeppnis aðilarnir
grúfa sig saman yfir símann hans
Tómasar og renna yfir listann. Það
kemur nokkurra sekúndu þrúgandi
þögn og ég býst við miklum spreng-
ingum. En þau eru ótrúlega róleg
enda nokkuð sátt við sitt og engin
skelfileg áföll. „Ég er glaður,“ segir
Tómas og bætir við: „Forlagið getur
verið mjög glatt.“ Jóhann getur ekki
neitað því en í kjölfarið hefst enn á
ný umræðan um risann, auglýsinga-
kostnað og grænar baunir.
114
ÚTGEFENDUR
standa að baki
þeim bókum
sem kynntar
eru í Bókatíð-
indum 2014.
642
PRENTAÐIR TITLAR
eru kynntir í
Bókatíðindum í ár.
Einnig eru 57 raf-
bækur og 22
hljóðbækur, eða
samtals 721 ný útgáfa.
Bóksala
hefur dregist
saman um
19%
frá árinu 2008
ef miðað er við
vísitölu. 10%
ÞJÓÐARINNAR
lásu enga bók á síðasta ári.
Hlutfall Íslendinga
sem fengu bók í jólagjöf
ÁRIÐ 2013 ÁRIÐ 2007
67% 60%
VISTHÆFIR
BÍLAR
Bifreiðar sem uppfylla neðangreindar kröfur
teljast visthæfar:
a) bifreiðar með brunahreyfil sem gefa frá sér minna en 50 g af koldíoxíði
pr. km í blönduðum akstri og með skráða eigin þyngd minni en 1800 kg.
b) bifreiðar með brunahreyfil sem gefa frá sér minna en 100 g af koldíoxíði
pr. km í blönduðum akstri og með skráða eigin þyngd minni en 1600 kg.
c) bifreiðar með brunahreyfil sem ganga fyrir metani og skráð eigin
þyngd er minni en 1600 kg.
d) bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, rafgeymabílar og skráð
lengd minni en 5 m.
e) bifreiðar sem ganga fyrir vetni og skráð lengd minni en 5 m.
Ef bifreið er á nagladekkjum telst hún ekki visthæf.
Visthæfum bifreiðum má leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld
bílastæði borgarinnar og gildir einungis með klukkuskífum útgefnum af
Reykjavíkurborg. Ekki er heimilt að framlengja tíma í sama stæði umfram
90 mínútur.
Tilkynning frá
Reykjavíkurborg
vegna breytinga á
skilgreiningum
á visthæfum
bifreiðum.
Reglur þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2015 og gilda til 31. desember 2016.