Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 13.12.2014, Síða 38
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Hann Ásgeir býr á 12. og efstu hæð í blokk í Kópavogi. „Það er kalt á toppnum,“ gantast hann í dyra-símann við blaða- mann. Hann býr nánast í flug- hæð og hefur gluggasýn yfir fjöllin. Hann er með forláta staf úr sverðantilópuhorni og skeftið er úr tönn af vörtusvíni úr einni af veiðiferðum hans í Namibíu og í glannalegri jólapeysu, með plastvasa framan á. Í plastvas- anum geymir hann iPad og á skjánum snarkar arineldur. „Þetta er orðin algjör árátta hjá mér, þessar jóla peysur,“ segir hann og býður blaðamanni inn í íbúð sína sem óhætt er að segja að sé engin venjuleg blokkaríbúð. Hann stingur við. Árið 2009 lenti Ásgeir í alvarlegu flugslysi sem hann hefur ekki jafnað sig á. Heimili hans ber því glöggt vitni að þar býr veiðimaður og af allra ævintýralegustu gerð. Einn stofuvegginn hefur hann þakið með rauðleitum sandi úr Kala- hari-eyðimörkinni. Í eldhúsinu hangir uppi rass af vörtusvíni. Hinum megin við eldhúsvegginn er höfuð svínsins. Um alla veggi eru hausar af dýrum. Þrjár fínlegar antilópur horfa yfir stofuna, virðulegur og stór sebrahestur er í höfuðsæti. Í eldhúsinu risastór grár gnýr. Auk þess eru ótal myndir og munir úr veiðiferðum Ásgeirs. Ljós úr hornum og útskornum strútseggj- um, spjót, skildir og fagurlega útskorin viðarhúsgögn. Skipuleggur veiðiferðir til Namibíu Þær eru heldur óhefðbundnar veitingarnar sem hann býður upp á. Þurrkað antilópukjöt sem hann hefur fengið að gjöf og hefð- bundin íslensk jólakaka sem hann býður blaðamanni að skola niður með jólaöli. Í einu horni eldhúss- ins er risavaxin kynlífsdúkka sem hann segir hafa verið keypta í gríni. „Ég tek hana með í veiði- ferðir fyrir veiðifélagana,“ segir hann og réttir blaðamanni þurrk- að kjötið. „Þetta er kjarnafæði, þurrkuð antilópa. Sonur minn vill fá þetta með sér í nesti í skólann.“ Ásgeir stendur í stórræðum. Hann byggir sér risastórt hús í miðri Kalahari-eyðimörkinni með útisundlaug. Í Namibíu líður honum vel, þar hefur hann bund- ist fólki tryggðaböndum og unir sér við veiðar á villidýrum. Þótt hann byggi húsið fyrir fjölskyld- una ætlar hann að skipuleggja nokkrar veiðiferðir fyrir fólk, fáa í einu. „Pálmi Gunnarsson tón listar maður ætlar að fara með mér og veiða tígurfisk á næst- unni. Ég vil að fólk njóti þess að ferðast með mér og skjóta, hvort sem það er með myndavél eða byssu. Kalahari-eyðimörkin er ægifögur og mikil upplifun að ferðast þangað.“ Fögur og villt náttúra Ásgeir kynntist Namibíu í flug- ferðum sínum. Hann hóf störf við Cargolux árið 1995 og flaug með félaginu víða um heim. „Ég er enn skráður til heimilis í Lúxemborg, þar leigi ég íbúð hjá vini mínum. Heimili mitt á Íslandi er aðeins eitt af mörgum heimilum. Ég er mikill flökkumaður. Ég flaug með Cargolux allt þar til ég lenti í flugslysi 2009. Oft var flogið til Afríku og stoppað í nokkra daga. Þá vildi ég nota tímann og í stað þess að hanga á hóteli og horfa á sjónvarpið fór ég á veiðar.“ Sveinbjörn Bjarnason flug- stjóri kynnti hann fyrir Oujan Van Wyk, bónda í ferðaþjónustu, og nú byggir hann lúxushús sitt á landi hans. „Þetta er bara eins og að eiga sumarhús fyrir austan,“ segir Ásgeir og segir tilkostnað- inn ekki meiri. Byggingarkostn- aður sé ekki hár í Namibíu. „Það er bæði gott og öruggt að dvelja þarna, þeir sem koma þarna með mér verða undrandi á því hversu mikil líkindi eru með Evrópu og Namibíu. Glæpir eru fátíðir og fólkið gott. Og náttúran, hún er engu lík. Fögur og villt.“ Hann sýnir blaðamanni ljós- myndir af byggingu hússins og hugmyndir sínar um frekari innan hússhönnun. Hann hefur fest kaup á dýrindis ljósakrónu úr hornum sem verður skreytt með strútseggjum. Úti verður sund- laug sem hægt verður að kæla sig niður í eftir veiðar dagsins. Eins og Jurassic Park Í stofunni er hattastandur með þremur vígalegum veiðihöttum úr antilópuskinni. Á standinum er uppstoppuð grænkemba (iguana- eðla). Ansi vígaleg. „Íbúðin mín var einu sinni eins og Jurassic Park. Þetta er hann Illugi. Ég lét stoppa hann upp. Konan var ofsa- lega hrædd við hana,“ segir hann frá og nefnir atvik þar sem eðlan slapp út og gekk berserksgang. Hún komst upp í gluggasyllu og þar óx henni ásmegin og ruddi niður vösum. „Bitið í þessu er svo öflugt. Ef hann hefði verið kven- kyns þá hefði ég nefnt hann Berg- ljótu,“ segir hann og glottir við. Hann mátar einn hattinn fyrir ljósmyndara og býðst svo til að sýna þau vopn sem eru á heim- ilinu. Sýnir boga sem hann er byrjaður að prófa að veiða með. Vopnin geymir hann í læstum skáp í þvottahúsinu. Hann opnar bogatöskuna í svefnherberginu, þar eru líka ótal uppstoppaðir fuglar, uglur og hrafnar. Hann spennir bogann og sýnir hand- tökin. Hann tekur líka upp hrein- dýrabyssuna sem er vígaleg. „Því miður er aðalbyssan mín úti, ég hefði viljað sýna ykkur hana.“ Tekur synina með Allir veggir heimilis hans virðast skreyttir framandi dýrum. Ásgeir segir veiðarnar fjölbreyttar. Hann veiðir helst antilópur, sebrahesta og vörtusvín í Afríku. Hér heima fer hann í lax og silung, hreindýr og fuglaveiðar. Hver er erfiðasta veiðin? „Ég veit það ekki, ekk- ert kemur upp í hugann. Það er íslenska rjúpan sem er erfiðast að veiða,“ segir hann og skellir upp úr. En mest framandi? Það er bæði gott og öruggt að dvelja þarna, þeir sem koma þarna með mér verða undrandi á því hversu mikil líkindi eru með Evrópu og Namibíu. Glæpir eru fátíðir og fólkið gott. Og náttúran, hún er engu lík. Fögur og villt. Íbúðin mín var einu sinni eins og Jurassic Park. Þetta er hann Illugi. Ég lét stoppa hann upp. Konan var ofsalega hrædd við hana. Þetta er kjarnafæði, þurrkuð antilópa. Sonur minn vill fá þetta með sér í nesti í skólann. ➜ Margir Íslendingar hafa starfað í Namibíu Namibía Windhoek Botsvana Sambía Suður-Afríka Angóla ★ Namibía er stórt land. Um 825.000 m2 Íbúarnir eru um 2,1 milljón 7% þjóðarinnar eru hvítir Árið 1990 varð Namibía sjálfstætt ríki Landamærin liggja að Angóla, Sambíu, Botsvana og Suður-Afríku. Fiskveiðar og vinnsla á fiski er vaxandi iðngrein í Namibíu og hafa margir Íslendingar starfað í landinu að þróun iðnaðarins. Veiðir villt dýr og byggir sér hús í Kalahari-eyðimörkinni Ásgeir Guðmundsson flugstjóri er með þekktari og ævintýralegustu veiðimönnum landsins. Hann stundar veiðar í Namibíu og þar byggir hann sér lúxushús í miðri Kalahari-eyðimörkinni. Hann tekur unga syni sína oft með í veiðiferðir. EKKERT VENJULEGT HEIMILI Ævintýramaðurinn Ásgeir Guðmundsson býr á 12.hæð í blokk en heimili hans er engin venjuleg blokkaríbúð. Hér á myndinni má sjá eðluna Illuga sem hann stoppaði upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.