Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 56
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bærings-son hefur undanfarin ár spilað með sænska körfuknattleiksfélag- inu Sundsvall Dragons í sænsku úrvals- deildinni. Árangur liðsins það sem af er tímabilinu er góður en liðið hefur unnið átta leiki í röð. Lífið snýst þó ekki bara um körfubolta, sérstaklega þegar maður á þrjú ung börn sem hlakka mikið til jólanna. Fjölskyldan byrjaði snemma að skreyta í ár enda er það að sögn Hlyns kærkomin tilbreyting frá kuldanum og myrkrinu. „Áður fyrr fór þannig stúss í taugarnar á mér, ef byrjað var of snemma. Núna gerum við þetta fyrir börnin og í raunar líka fyrir okkur foreldrana. Við búum í norðurhluta landsins og hér er kalt og snjóþungt yfir veturinn. Jólaskrautið og ljósin henta því vel til að ná fram jólastemningunni.“ Fjölskyldan byrjaði á að taka fram aðventukransinum og ljósin en svo bætist í hægt og rólega eftir því sem líður á mánuðinn. „Við bökum mikið í desember þó ég geti nú ekki eignað mér mikið heiðurinn af því. Núna um helgina fer svo jólatréð upp og þá ætti jólastemn- ingin endanlega að vera komin í hús.“ Hlynur er trúlofaður Unni Eddu Davíðs- dóttur og eiga þau þrjú börn, Heiðrúnu Björgu, 7 ára, og tvíburarana Berglindi Kötlu og Baltasar Torfa sem eru fjögurra ára. Þau hafa búið í Sundsvall í rúmlega fjögur ár og segir hann að fjölskyldunni líði vel þar, borgin sé hæfilega stór og bjóði upp á flesta nauðsynlega þjónustu og afþreyingu. NÓG AF BAUNUM Fjölskyldan hefur haldið jólin í Svíþjóð undanfarin ár enda lítill tími gefist til að fara heim til Íslands. „Við höfum fengið mikið af heimsóknum frá ættingjum yfir jólin, yfirleitt með troðfullar töskur af kjöti, harðfiski, malti og appelsíni og svo það sem er kannski furðu- legast, Ora- baunum! En þær skrifast kannski frekar á sér- visku sumra fjöl- skyldumeðlima.“ Þau halda fast í íslenskar hefðir og segir Hlynur hamborgarhrygg- inn skipta þar miklu máli. „Mikil- vægast finnst mér þó að fá malt og appelsín. Það er ómissandi blanda yfir jólin og ekkert sam- bærilegt að finna hér í Svíþjóð. Þeir eiga sinn jóladrykk sem þeir elska meira en góðu hófi gegnir, Julmust heitir hann, en okkur finnst það skelfilegur drykkur.“ Fyrr á árinu náði íslenska landsliðið þeim ótrúlega áfanga að komast í fyrsta sinn á loka- mót Evrópukeppninnar sem haldið verður í Þýskalandi á næsta ári. Mótherjar liðsins verða engar dvergþjóð- ir; stjörnum prýdd lið Spánverja, Serba, Ítala og Tyrkja auk liðs heimamanna með sjálfan Dirk Nowitzki í fararbroddi. „Evr- ópumótið verður upplifun. Enginn leikur er tapaður fyrirfram og við munum leggja okkur alla fram um að ná góðum úrslitum. Fyrsti leikurinn verður á móti Þjóðverjum og mun sá leikur örugglega fara ofarlega á listann yfir eftirminnilega leiki á ferlinum. Dirk Nowitzki er að spila á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma og væntanlega verður þetta síðasta mót hans með lands- liðinu. Stemningin ætti því að vera mjög góð.“ MALT OG APPELSÍN ÓMISSANDI HALDIÐ FAST Í HEFÐIR Jólahald fjölskyldu landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar í Svíþjóð einkennist af íslenskum hefðum. Matur að heiman spilar þar stórt hlutverk og fjölskyldan byrjar snemma að skreyta. Á næsta ári etur íslenska körfuboltalandsliðið kappi við bestu landslið Evrópu á lokamóti Evrópukeppninnar þar sem flestar skærustu stjörnur álfunnar mæta til leiks. SKREYTT TÍMANLEGA Hlynur Bæringsson og Unnur Edda Davíðsdóttir eiga þrjú börn sem sjá til þess að jólaundirbúningur hefjist tímanalega. MYND/ÚR EINKASAFNI JÓLABLANDA „Mikilvægast finnst mér þó að fá malt og appelsín. Það er ómissandi blanda yfir jólin og ekkert sambæri- legt að finna hér í Svíþjóð.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.