Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 64
FÓLK|HELGIN KEMST Í HÁ- TÍÐARSKAP „Það komast allir í hátíðarskap á þessum tónleikum. Það kostar ekki mikið á tónleikana sem gerir öllum kleift að sækja þá. Heilu fjölskyldurn- ar koma saman og njóta.“ Mikið er lagt í tónleikana eins og endranær. Fram koma barnakórar, bjöllukór, dans- arar og ungir hljóðfæraleikarar. Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona er annar tveggja einsöngvara á tónleik- unum að þessu sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Hulda syngur á jólatón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en hún hefur nokkrum sinnum sungið á tónleikum hennar við ýmis tækifæri. „Það hefur verið yndisleg upplifun að fara í gegnum æfingar fyrir þessa tónleika. Ég hef ekki áður verið við- stödd jólatónleika og skil vel núna að aðsóknin hafi aukist ár frá ári. Boðið er upp á mikla fjölbreytni og margt hæfi- leikaríkt fólk sem kemur fram. Fegurðin er margbreytileg á sviðinu. Þar utan er einnig sungið á táknmáli sem eru mikil mannréttindi fyrir þann hóp sem þarf á því að halda,“ segir Hulda. „Það hefur verið virkilega mikill hátíðleiki á æfing- unum og ég hlakka óskaplega til þegar áhorfendur mæta í hús.“ HELDUR Í HEFÐIR Þegar Hulda er spurð hvort hún sé jólabarn, svarar hún því játandi. „Ég er alin upp á Akureyri og held í hefðir. Handsker laufabrauð með stórfjöl- skyldunni sem við höfum lengi gert og lærðum af ömmu minni og afa. Einnig baka ég Sörur með saumaklúbbnum mínum. Mér finnst aðventan vera stór hluti af jólahátíðinni og hin síðari ár hef ég lært að njóta hennar. Það er svo mikil eftirvænting í loftinu. Ég vil hafa fáa en góða jólahluti í kringum mig,“ segir Hulda sem á tvö börn og eitt barnabarn. Hún segist sjóða hangikjöt á Þorláks- messu og stundum hefur það verið borðað heitt þann dag og síðan aftur á jóladag. „Ég hef tekið upp þann sið frá æsku minni að hafa lambahrygg á aðfangadag. Mér finnst það dásemdar- hefð og fjölskylda mín er ánægð með það.“ GÓÐAR MINNINGAR Hulda segist eiga góðar minningar frá jólum þegar hún var að alast upp. Þó minnist hún þess að faðir hennar, Garðar Karlsson, barna- og tónlistar- kennari, hafi oft verið þreyttur þegar jólin komu loks. „Pabbi gaf mikið í starf- ið sitt, enda var það honum hjartfólgið. Hann stjórnaði kórum í Eyjafjarðarsveit og lagði mikinn metnað í allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann féll frá fyrir þrettán árum, langt um aldur fram,“ segir Hulda. „Margir minnast hans með hlýju,“ bætir hún við. Hulda stundaði söngnám í Eyjafirði og hélt síðan áfram í Söngskólanum í Reykjavík. Áframhaldandi nám stund- aði hún við Hochschule der Künste í Berlín og Royal Academy í London þaðan sem hún lauk einsöngvaraprófi. Hún segist alltaf hafa komið heim um jólin á meðan á námi stóð. Hulda hefur tekið þátt í mörgum óperum bæði hér á landi og erlendis. Fyrir hlutverk sitt sem Anne Trulove í The Rake’s Pro- gress hlaut hún tilnefningu til Grímu- verðlaunanna árið 2007. Hulda söng hlutverk Mimìar í La Bohème hjá Ís- lensku óperunni síðastliðið vor. „Fyrir fjórum árum var ég að syngja í Óperunni í Malmö í Svíþjóð og þá var sýning annan í jólum. Fjölskylda mín var með mér og við eyddum jólunum ytra. Það var mjög sérstakt. Til dæmis kom okkur mjög á óvart að verslanir voru ekki opnar lengur á Þorláksmessu en á venjulegum degi. Svíarnir eru ekk- ert að versla á síðustu stundu. Íslenska Þorláksmessuhefðin finnst mér þó alltaf svolítið sjarmerandi.“ JÓLASTEMNING Á jólatónleikunum ætlar Hulda að syngja lögin Nóttin var sú ágæt ein og Jólastemning við texta Ómars Ragnars- sonar. „Þetta er gamalt erlent lag,“ seg- ir hún. „Loks syngja allir saman Heims um ból,“ segir Hulda en einnig syngur á tónleikunum Kolbrún Völkudóttir söngkona. „Það komast allir í hátíðar- skap á þessum tónleikum. Það kostar ekki mikið á tónleikana sem gerir öllum kleift að sækja þá. Heilu fjölskyldurnar koma saman og njóta.“ Helgin hjá Huldu fer að mestu í jóla- tónleikana en síðan tekur við undir- búningur jólanna og kaup á jólagjöfum. „Ég hlakka mikið til helgarinnar og að njóta hátíðleikans á tónleikunum.“ ■ elin@365.is HÁTÍÐLEG UPPLIFUN JÓL Mörgum þykir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar ómissandi á aðventunni. Tónleikarnir verða sífellt vinsælli hjá öllum aldurshópum og nú verða þeir fernir. Hulda Björk Garðarsdóttir syngur einsöng á tónleikunum. HELDUR Í HEFÐIRNAR Hulda Björk er alin upp á Akureyri og segir að þar séu ríkar jólahefðir sem hún hefur haldið í. MYND/GVA ht.is Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.