Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 70
| ATVINNA |
Orkuveita Reykjavíkur
er fjölbreyttur og
lifandi vinnustaður
fólks með mikla
þekkingu.
Fyrirtækið leitast við
að vera í fremstu röð
hvað snertir öryggi,
möguleika til að
fjölskylduábyrgð.
Orkuveita Reykjavíkur
hlaut jafnréttis-
viðurkenningu
JAFNRÉTTISRÁÐ
Sérfræðingur í útboðum
og samningagerð
Innkaup og rekstrarþjónusta OR starfar sem þjónustueining á sviði
innkaupa fyrir dótturfélög samstæðunnar.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Framkvæmd og úrvinnsla útboða
Gerð innkaupa- og verksamninga
Þjónusta við innri viðskiptavini á sviði innkaupamála
Ráðgjöf um innkaupaleiðir
Menntunar- og hæfniskröfur
Rík þjónustulund og samskiptafærni
Reynsla af samningagerð kostur
Þekking á veitu- og virkjanarekstri kostur
Gott vald á íslensku og ensku
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember.
Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 S: 5166000
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Rannsóknarstaða Þjóðminjasafn Íslands Reykjavík 201412/960
Geislafræðingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Austurland 201412/959
Ræstitæknar Tollstjóri Reykjavík 201412/958
Sérfræðingur Umhverfisstofnun Reykjavík 201412/957
Sérfræðingur Hagstofa Íslands, fyrirtækjasvið Reykjavík 201412/956
Lektor í samskiptafræði Háskóli Íslands, heilbrigðisvísindasvið Reykjavík 201412/955
Lýðheilsu- og íþróttakennari Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Mosfellsbær 201412/954
Eftirlitsmaður Vinnueftirlitið, fyrirtækjaeftirlit Egilsstaðir 201412/953
MST þerapisti Barnaverndarstofa Reykjavík 201411/911
Rafvirki Landspítali, viðhaldsdeild Reykjavík 201412/952
Sjúkraliði Heilbrigðisstofnun Austurlands Neskaupstaður 201412/951
Læknakandídatar Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri 201411/900
Skrifstofumaður Landspítali, öryggisdeild Reykjavík 201412/950
Sjúkraþjálfarar Landspítali, sjúkraþjálfun Reykjavík 201412/949
Sérhæfður starfsmaður Landspítali, sjúkraþjálfun Grensási Reykjavík 201412/948
Embætti héraðsdómara Innanríkisráðuneytið Reykjavík 201412/947
Sjúkraliði HSS, hjúkrunardeild Víðihlíð Grindavík 201412/946
Framh.skólakennari, efnafræði Menntaskólinn á Tröllaskaga Ólafsfjörður 201412/945
Hjúkrunardeildarstjóri Landspítali, speglunardeild Reykjavík 201412/944
Hjúkrunarfræðingur Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri 201412/943
Hjúkrunarfræðingur Landspítali, göngudeild BUGL Reykjavík 201412/942
Forðafræðingur Íslenskar orkurannsóknir Reykjavík 201412/941
BAKARI ÓSKAST
Bláa kannan – kaffihús í miðbæ Akureyrar óskar eftir
bakara / Konditora í 100% starf
Viðkomandi þarf að vera stundvís, samviskusamur og
áreiðanlegur.
Góður í mannlegum samskiptum og geta unnið undir álagi.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið umsóknir til:
Bláa kannan, Hafnarstræti 96, 600 Akureyri eða á net-
fangið: blaakannan@internet.is
Nánari upplýsingar í síma: 461 4600
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Starf hjúkrunardeildarstjóra á speglunardeild Landspítala er
laust til umsóknar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá
1. febrúar 2015 eða eftir nánara samkomulagi, til 5 ára, sbr.
2.ml., 5.mgr., 9.gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.
Hjúkrunardeildarstjórinn er yfirmaður hjúkrunar á deildinni,
stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um málefni hjúkrunar.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.
Á deildinni fara fram speglanir á meltingavegi, holsjárómanir,
myndhylkisrannsóknir og berkjuspeglanir, ýmist í greiningar- eða
meðferðarskyni. Nánari upplýsingar um starfsemi deildarinnar
má finna á heimasíðu spítalans, www.landspitali.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Þróun hjúkrunar á deildinni
» Stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun með því að hvetja til
rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður
» Ábyrgð á gæða- og öryggismálum deildarinnar
» Markvisst umbótastarf og þróun verkferla með skilvirkni
að leiðarljósi
» Tryggja að rekstur og starfsmannamál deildarinnar séu
í samræmi við fjárhagsáætlun
Hæfnikröfur
» Hjúkrunarfræðimenntun og íslenskt hjúkrunarleyfi
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla
» Framhaldsnám í hjúkrun æskilegt
» Reynsla í stjórnun er æskileg
» Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2015.
» Starfshlutfall er 100%.
» Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf,
kennslu og vísindavinnu auk þess sem umsækjendur eru
beðnir um að skila sem viðhengi 1-2 bls. kynningarbréfi
með rökstuðningi fyrir hæfi og sýn á starfið.
» Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs
Landspítala. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og
byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og
innsendum gögnum.
» Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast
Þórgunni Hjaltadóttur, mannauðsráðgjafa aðgerðasviðs,
C10, Landspítala Fossvogi.
» Upplýsingar veita Þórgunnur Hjaltadóttir,
mannauðsráðgjafi, netfang torghjal@landspitali.is,
sími 825 5136 og Alma D. Möller, framkvæmdastjóri,
netfang almam@landspitali.is, sími 543 1000.
Hjúkrunardeildarstjóri
speglunardeildar
13. desember 2014 LAUGARDAGUR6