Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 108
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 72TÍMAMÓT Lárus Halldór Grímsson, tónskáld og skólastjóri Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar, fagnar stórafmæli í dag en hann er fæddur 13. desember árið 1954 og er því sextugur í dag. Lárus Halldór fagnar afmælinu með vinum og samstarfsfólki sem hann býður til veislu í kvöld. „Það verður partí, þetta verður svona aðallega með núverandi og fyrrverandi samstarfs- fólki og fjölskyldu.“ En hann tekur afmælinu fagnandi enda ekkert annað í stöðunni að hans sögn. Allur gangur er á því hvort Lárus Halldór heldur upp á afmælið en þegar stórafmæli er í vændum er tilefni til þess að fagna. „Þetta verður nú svona stærra í sniðum núna. Það verða þarna marg- ar hljómsveitir sem ég hef verið að spila með í gegnum tíðina. Við ætlum að rifja upp gamla takta félagarnir,“ segir Lárus Halldór, sem var í óðaönn við undirbúning afmælisins. Lárus Halldór hefur í gegnum tíðina spilað með fjölmörgum hljómsveitum. Sem dæmi má nefna hljómsveitina Þokkabót sem vakti mikla athygli fyrir þýðingu á laginu Litlir kassar eftir Peter Seeger. Lagið er á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, Upphafið, sem kom út árið 1974. Auk þess var Lárus Hall- dór meðlimur í Eik, Þursaflokknum og MX-21 ásamt Bubba Morthens. Lárus Halldór hefur komið víða við á tónlistarsviðinu en auk þeirra hljóm- sveita sem hann hefur leikið með hefur hann samið mikið efni fyrir sjónvarp, kvikmyndir og leikhús. Fyrstu skrefin í tónlistinni tók hann í skólahljómsveitinni sem hann stjórnar nú sjálfur en þar hóf hann nám á þverflautu tíu ára gamall. Árið 1971 hóf Lárus Halldór áframhald- andi tónlistarnám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Síðar lá leið hans til Hollands í skólann Institut voor sono- logi í Utrecht og lauk námi þaðan árið 1984 en hélt áfram störfum við stofn- unina að námi loknu. Lárus Halldór er, líkt og áður sagði, skólastjóri við Skólahljómsveit Vest- ur- og Miðbæjar og tók við starfi skólastjóra árið 1994 auk þess sem hann kennir á þverflautu, klarínett og saxófón. „Ég var í þessari skólahljóm- sveit sjálfur og tók við henni af Páli Pampichler Pálssyni,“ segir Lárus Halldór og bætir við að honum finn- ist gaman að starfa með unga fólkinu í hljómsveitinni. gydaloa@frettabladid.is Rifj ar upp gamla takta Lárus Halldór Grímsson heldur upp á sextugsafmælið með fj ölskyldu og samstarfs- félögum. Fjöldi hljómsveita sem hann hefur leikið með í gegnum tíðina mun taka þátt. STÓRAFMÆLI Lárus Halldór Grímsson fagnar sextugsafmælinu með samstarfsfólki og fjöl- skyldu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta verður nú svona stærra í sniðum núna. Það verða þarna margar hljómsveitir sem ég hef verið að spila með í gegnum tíðina. Við ætlum að rifja upp gamla takta félagarnir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sambýliskonu minnar og ættmóður okkar, STEINUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR NENNU Háaleitisbraut 37, Reykjavík, er lést miðvikudaginn 19. nóvember sl. á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Sérstakar þakkir til Viðars Magnússonar gjörgæslulæknis, starfsfólks deildanna E6 og A6 Landspítala í Fossvogi, starfsfólks Heimahlynningar í Háaleitishverfi og þá sérstaklega Dagnýjar Jóhannsdóttur. Geir Ragnar Gíslason Arnlín Þuríður Óladóttir Magnús Rafnsson Óli Jón Ólason Guri Hilstad Ólason Elín Sigríður Óladóttir Heimir Heimisson Guðrún M. Ó. Steinunnardóttir Guðni Kristinsson Þorsteinn Gísli Ólason Halla Björk Magnúsdóttir Ágúst Ólason ömmubörn og langömmubörn. Systir okkar og frænka, NÍNA ÍSBERG andaðist mánudaginn 8. desember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 15.00. Ásta Ísberg Arngrímur Ísberg systkinabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför ÞORVALDAR HEIÐDAL JÓNSSONAR fyrrum bónda á Tréstöðum, Víðilundi 16a, Akureyri. Kærar þakkir til starfsfólks Aspar- og Beykihlíðar og þakklæti til þeirra sem heimsóttu hann og reyndu að stytta honum stundirnar. Þórunn Jóhanna Pálmadóttir börn, tengdabörn, afa- og langafabörn stór og smá. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL M. AÐALSTEINSSON bifreiðastjóri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. desem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Björn S. Pálsson Hrafnhildur Njálsdóttir Anna Lilja Pálsdóttir Arnþór Ævarsson Sæmundur Pálsson Elín Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, BERGLIND EIÐSDÓTTIR Foldahrauni 42, Vestmannaeyjum, sem andaðist 6. desember, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Alexander Freyr Brynjarsson Engilbert Egill Stefánsson Sigurborg Engilbertsdóttir Marín Eiðsdóttir MERKISATBURÐIR 1545 Kirkjuþingið í Trent hefst. Kaþólska kirkjan ákveður á þinginu að berjast gegn umbyltingu í trúarmálum. 1643 Orrustan um Alton í enska borgarastríðinu hefst. 1939 Orrustan um River Plate, fyrsta sjóorrustan í síðari heimsstyrjöldinni, hefst. 1959 Erkibiskupinn Makar- ios er kjörinn fyrsti forseti Kýpur. 1974 Evrópuríkið Malta verður lýðræðisríki. 1996 Kofi Annan er kjör- inn ritari Sameinuðu þjóð- anna. 2003 Mest sótti körfubolta- leikur sem háður hefur verið fer fram í Bandaríkjunum, á milli Michigan-háskóla og Kentucky-háskóla. Sautján ára piltur kom móður sinni til bjargar þennan dag árið 2011 þegar kviknaði í fötum hennar á heimili þeirra í Fagrahjalla í Kópavogi. Konan var að kveikja upp í svoköll- uðum etanólarni þegar sprenging varð og eldur læsti sig í húsgögn og fatnað konunnar. Sonurinn náði að slökkva í logandi fötum hennar áður en hún brenndist meir en raunin varð. Hann hringdi á slökkvilið og náði móður sinni út úr húsinu sem skemmdist mikið í brunanum. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins. Konan sem var á sextugsaldri var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að sárum hennar. Verstu brunasárin voru á hægri hönd hennar og hluta af andliti. ÞETTA GERÐIST: 13. DESEMBER 2011 Bjargaði móður sinni úr bruna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.