Fréttablaðið - 13.12.2014, Side 116
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 80
Það var kominn tími á þessa bók, ég
átti orðið mikið efni sem hefur safn-
ast upp gegnum árin,“ segir Hrafn-
kell Sigurðsson myndlistarmaður
um tilurð bókarinnar Lucid sem
Crymogea gefur út í dag og inni-
heldur allar þekkt ustu myndrað-
ir hans. „Ég geri alls konar verk,“
heldur Hrafnkell áfram. „En í þess-
ari bók eru eingöngu ljósmyndaverk
og hún spannar tíma bilið frá 1996
til dagsins í dag. Tvær myndarað-
irnar eru frá 2014 og sú nýjasta er
sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst
síðastliðnum, myndir af bóluplasti í
djúpu, tæru vatni.“
Hrafnkell lærði myndlist í Maas-
tricht og London og vann verk
í ýmsa miðla, hvað var það sem
heillaði hann sérstaklega við ljós-
myndunina? „Mér finnst hún allt-
af hálfgerður galdur, þessi tækni,“
segir hann. „Ég er alltaf jafn hug-
fanginn af ljósmyndatækninni. Svo
er það líka þessi beina leið sem
heillar. Kannski er það bara óþolin-
mæði hjá mér en ég hef ekki þolin-
mæði til þess að standa við trönur í
marga mánuði. Með þessari aðferð
get ég séð myndina fyrr. Ekki samt
strax, ég stekk ekki bara út í móa,
smelli af og myndin er komin.
Þetta kostar mikinn undirbúning
og oft mikla eftirvinnslu líka. Síð-
asta serían sem ég gerði tók til
dæmis eitt og hálft ár í undirbún-
ingi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“
Hrafnkell var á árum áður
þekktur sem söngvari hljómsveit-
arinnar Oxmá, hefur hann alveg
sagt skilið við tónlistina? „Já, ég
hætti að syngja áður en ég fór
í nám út til Hollands, var harð-
ákveðinn í því að hætta í rokkinu
og einbeita mér að myndlistinni,
en við skulum ekki útiloka neitt í
því efni.“
Meðal verka Hrafnkels eru
vídeó verk þar sem hann hefur
lagt áherslu á hljóð, brýst ekki
tónlistar maðurinn í honum út þar?
„Ég hef átt náið og gott samstarf
við tónlistarmenn í þeim verkum,
jú, þannig að það má segja að það
tengist því að vinna með tónlist.“
Bókin Lucid kemur út á Íslandi
í dag og mun koma út í Evrópu og
Bandaríkjunum í upphafi árs 2015.
Allur texti er á ensku sem Hrafn-
kell segir hafa ráðist af markaðn-
um. „Það er reyndar pínu leiðin-
legt gagnvart þeim sem ekki lesa
ensku, það hefði verið gaman
ef hún væri líka til á íslensku.
Kannski opnast sá möguleiki
seinna. Ég vona það.“
Útgáfufagnaður fyrir Lucid
verður haldinn í Galleríi i8 frá
klukkan 16 til 18 í dag og þar
verður bókin til sölu auk þess sem
hún verður fáanleg í bókaversl-
unum frá og með deginum í dag.
fridrikab@frettabladid.is
Hugfanginn af
ljósmyndatækninni
Bókin Lucid sem inniheldur ljósmyndaraðir myndlistarmannsins Hrafnkels
Sigurðssonar frá tímabilinu 1996 til 2014 kemur út hjá Crymogeu í dag.
HRAFNKELL SIGURÐSSON „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kannski er það bara
óþolinmæði hjá mér en
ég hef ekki þolinmæði til
þess að standa við trönur
í marga mánuði. Með
þessari aðferð get ég séð
myndina fyrr.
Jólin eru (í) Ekkisens nefnist
jólasýning í listarýminu Ekki-
sens á Bergstaðastræti 25B en
þar verður haldin stór samsýn-
ing á myndlist ungra listamanna
og annarri snilld dagana 13. til
22. desember. Slagorð sýningar-
innar er „Njótum myndlistar um
jólin!“.
Í tilkynningu frá Ekkisens
segir að jólasýningar mynd-
listar manna séu orðnar að
árlegum viðburði sem rétt eins
og jólabókaflóðið boði komu
jólanna. Þá sé orðið löngu tíma-
bært að myndlist öðlist stærri
sess í jólagjöfum Íslendinga og
deili honum til jafns við bók-
menntirnar.
Sýningin verður opnuð klukk-
an 14 í dag og verður opin frá
klukkan 14 til 18 í dag og á morg-
un. Nánari opnunartímar verða
auglýstir síðar.
Jólin komin í Ekkisens
Samsýning ungra listamanna í listarýminu.
JÓLALJÓS Útilistaverk við Ekkisens á
Bergstaðastræti 25B.
Karlakórinn Fóstbræður heldur
í dag jólatónleika í Norður ljósum
í Hörpu. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17 og á efnisskránni
verða íslensk og erlend jólalög.
Einsöngvari er Auður Gunnars-
dóttir sópran en einsöngvarar
koma einnig úr röðum kórmanna.
Við píanóið er Steinunn Birna
Ragnars dóttir. Stjórnandi er Árni
Harðarson.
Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn
heldur sjálfstæða tónleika í Hörpu,
en gengið hefur verið frá samningi
milli Fóstbræðra og Hörpu um að
vortónleikar kórsins verði í Hörpu
í náinni framtíð.
Karlakórinn Fóstbræður er sá
karlakór Íslands sem á lengstan
samfelldan starfsaldur að baki, en
kórinn hefur starfað samfellt frá
haustinu 1916, og því eru það ófá
jólin sem Fóstbræður hafa sungið
sig inn í hjörtu landsmanna.
Fóstbræður í Hörpu
Jólatónleikar Karlakórsins Fóstbræðra eru í dag.
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916.
Alger gullmoli
Umsóknarfrestur 15. janúar kl. 16:00
Þróunarsjóður
námsgagna
SÝNISHORN AF MYNDUNUM Í BÓKINNI Þessi myndaröð heitir Snjófjöll.
MENNING
➜ Slagorð sýningarinnar
er „Njótum myndlistar
um jólin!“