Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 116
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 80 Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safn- ast upp gegnum árin,“ segir Hrafn- kell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inni- heldur allar þekkt ustu myndrað- ir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þess- ari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tíma bilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndarað- irnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maas- tricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljós- myndunina? „Mér finnst hún allt- af hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hug- fanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolin- mæði hjá mér en ég hef ekki þolin- mæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síð- asta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbún- ingi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveit- arinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harð- ákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeó verk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistar maðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafn- kell segir hafa ráðist af markaðn- um. „Það er reyndar pínu leiðin- legt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaversl- unum frá og með deginum í dag. fridrikab@frettabladid.is Hugfanginn af ljósmyndatækninni Bókin Lucid sem inniheldur ljósmyndaraðir myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar frá tímabilinu 1996 til 2014 kemur út hjá Crymogeu í dag. HRAFNKELL SIGURÐSSON „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Jólin eru (í) Ekkisens nefnist jólasýning í listarýminu Ekki- sens á Bergstaðastræti 25B en þar verður haldin stór samsýn- ing á myndlist ungra listamanna og annarri snilld dagana 13. til 22. desember. Slagorð sýningar- innar er „Njótum myndlistar um jólin!“. Í tilkynningu frá Ekkisens segir að jólasýningar mynd- listar manna séu orðnar að árlegum viðburði sem rétt eins og jólabókaflóðið boði komu jólanna. Þá sé orðið löngu tíma- bært að myndlist öðlist stærri sess í jólagjöfum Íslendinga og deili honum til jafns við bók- menntirnar. Sýningin verður opnuð klukk- an 14 í dag og verður opin frá klukkan 14 til 18 í dag og á morg- un. Nánari opnunartímar verða auglýstir síðar. Jólin komin í Ekkisens Samsýning ungra listamanna í listarýminu. JÓLALJÓS Útilistaverk við Ekkisens á Bergstaðastræti 25B. Karlakórinn Fóstbræður heldur í dag jólatónleika í Norður ljósum í Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og á efnisskránni verða íslensk og erlend jólalög. Einsöngvari er Auður Gunnars- dóttir sópran en einsöngvarar koma einnig úr röðum kórmanna. Við píanóið er Steinunn Birna Ragnars dóttir. Stjórnandi er Árni Harðarson. Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn heldur sjálfstæða tónleika í Hörpu, en gengið hefur verið frá samningi milli Fóstbræðra og Hörpu um að vortónleikar kórsins verði í Hörpu í náinni framtíð. Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki, en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916, og því eru það ófá jólin sem Fóstbræður hafa sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Fóstbræður í Hörpu Jólatónleikar Karlakórsins Fóstbræðra eru í dag. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916. Alger gullmoli Umsóknarfrestur 15. janúar kl. 16:00 Þróunarsjóður námsgagna SÝNISHORN AF MYNDUNUM Í BÓKINNI Þessi myndaröð heitir Snjófjöll. MENNING ➜ Slagorð sýningarinnar er „Njótum myndlistar um jólin!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.