Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 126
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 90
Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína
fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir
sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sig-
ríður Thorlacius, Magnús Trygvason Elias-
sen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson
og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.
„Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo
kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH.
Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í
skólanum og síðan voru allir frekar kátir og
glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir
Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í
vinnslu.
Hann hefur lengi starfað sem kvik-
myndagerðarmaður en spilaði á sínum
yngri árum með hljómsveitum á borð við
Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og
um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist
út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur
árum.“
Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa
tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í ein-
hverri melankólíu. Það er verið að sækja
í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með
það á skapandi og skrítinn hátt og búa til
eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir
hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar
sándi og okkar stemningu. Þetta liggur ein-
hvers staðar á milli Radiohead og Louis
Arm strong.“ - fb
Það er verið að
sækja í gamlar
hefðir og nostalgíu
og vinna með það á
skapandi og skrít-
inn hátt.
Leikkonan Keira Knightley á von
á sínu fyrsta barni með eigin-
manni sínum, rokkaranum James
Righton. Talsmaður bresku
stjörnunnar hefur staðfest tíð-
indin. Vangaveltur hafa verið
uppi um óléttuna vikum saman í
bresku pressunni.
Knigthley og Righton, sem er
meðlimur The Klaxons, gengu í
hjónaband í lágstemmdri athöfn í
Frakklandi í maí í fyrra. Knight-
ley, sem er 29 ára, var tilnefnd
til Golden Globe-verðlaunanna í
fyrradag fyrir hlutverk sitt í The
Imitation Game. Daginn áður var
hún tilnefnd til Screen Actors
Guild-verðlaunanna fyrir hlut-
verk sitt í sömu mynd.
Á von á fyrsta
barninu sínu
BARN Á LEIÐINNI Keira Knightley og
rokkarinn James Righton eiga von á
sínu fyrsta barni. NORDICPHOTOS/GETTY
Hljómsveitin Geislar vinnur með gamlar hefðir
Geislinn Styrmir Sigurðsson hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður. Útskrifaðist úr FÍH fyrir tveimur árum.
GEISLAR
Hljómsveitin Geislar hefur
gefið út sína fyrstu plötu.
Rebel Wilson er nálægt því að
tryggja sér hlutverk í gaman-
myndinni Ghostbusters 3.
Ástralska leikkonan varð heims-
fræg fyrir hlutverk sín í Brides-
maids og Pitch Perfect.
Leikstjóri Bridesmaids, Paul
Feig, mun einnig leikstýra Ghost-
busters 3 þar sem konur verða í
aðalhlutverkunum. „Við höfum
hist en hver veit?“ sagði Wilson
um fund sinn með Feig í við-
tali við Matt Lauer. „Ég myndi
leika í Ghostbusters ókeypis. Ég
ætti kannski ekki að segja þetta í
beinni útsendingu í sjónvarpi.“
Talið er að Sandra Bullock
og Melissa McCarthy, sem léku
saman í The Heat, fari með hlut-
verk í Ghostbusters 3.
Gæti leikið í
Ghostbusters 3
REBEL WILSON Nálægt því að tryggja
sér hlutverk í gamanmyndinni Ghost-
busters 3. NORDICPHOTOS/GETTY