Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 130
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 94
BAKÞANKAR
Kolbeins Tuma
Daðasonar
Berglind er heilbrigðisstarfsmaður í Berlín sem kemst að því 1. desember
að það er búið að setja hana á vakt á Þor-
láksmessu og aðfangadag. Yfirmaðurinn
sýnir engan skilning. Jólafrí á Íslandi er
úr sögunni. Mamman spyr í einfeldni
á Skype hvort það sé ekki hægt að
breyta vöktunum. „Ég nenni ekki að
ræða þetta við þig,“ segir Begga pirr-
uð við mömmu sína (sem hún elskar
auðvitað samt meira en nokkuð
annað í heiminum).
FLESTIR lesendur kannast væntan-
lega við söguþráðinn að ofan enda úr
jólaauglýsingu Icelandair. Í hvert
einasta skipti sem ég sé aug-
lýsinguna fæ ég vænan kökk í
hálsinn. Jafnvel að vökvi auk-
ist í augum? Tár? Jú, gott ef
það hefur ekki meira að segja
komið fyrir. Tilfinningaklám
í þriðja veldi en það svín-
virkar.
BEGGA gerir auðvitað það
besta í stöðunni. Sendir gjaf-
ir heim til fjölskyldunnar
og kaupir eitthvað sem gæti mögulega
bragðast eins og malt og appelsín. Auð-
vitað virkar það ekki frekar en aðrar til-
raunir Íslendinga erlendis til að finna
staðgengil fyrir íslensku matvöruna sem
þeir sakna svo ægilega mikið. Hvað þá
þegar kemur að jólunum!
ÞAÐ kemur ekkert í staðinn fyrir rjúp-
una, jólaölið, laufabrauðið, Nóakonfektið
og allan munaðinn sem vonandi flestir
Íslendingar geta leyft sér að japla á yfir
hátíðarnar. Þú finnur mögulega efnivið
í þokkalegan jafning, equalizer er enska
heitið ef einhver var að pæla, með kart-
öflunum en hangikjötið finnurðu ekki.
AÐ vera einmana Íslendingur í fjarlægu
landi á aðfangadag hlýtur að vera mar-
tröð fleiri en Beggu okkar. Jafnvel þótt
gæjarnir í næstu íbúð séu örugglega bestu
skinn og ætli að halda partí. Þess vegna
held ég að maður þurfi að vera gerður úr
stáli til að fella ekki tár á því augnabliki
þegar mamma, pabbi og litli bróðir birt-
ast óvænt í dyragættinni. Annað hvort það
eða ég þarf að fara að fjölga heimsóknum
mínum til sálfræðings.
Einn í Berlín á aðfangadag
7, 10
2, 4:30
2
2, 4:30
7, 10
10
5%
G
R
A
P
H
IC
D
E
SI
G
N
B
Y
G
O
D
S
A
V
E
T
H
E
S
C
R
E
E
N
ASK IN YOUR CINEMA FOR DETAILS
FROM THE
MOSCOW
STAGE
ONLY IN CINEMAS
—
SUNDAY
DECEMBER 7
[TIME]
BALLET
IN CINEMA
la
bayadère
MINKUS / GRIGOROVICH
SVETLANA ZAKHAROVA & MARIA ALEXANDROVA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
EMPIRE NEW YORK POST
HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE
EMPIRE
ROLLING STONE
Jólamyndin 2014
Jólamyndin 2014
Miðasala á:
- EMPIRE
EXODUS 3D KL. 4.45** – 5.45* – 9*
EXODUS 2D KL. 3** – 4* – 9**
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 3* – 6.15** – 8 – 10.40* – 11
DUMB AND DUMBER TO KL. 3** – 5 – 5.30** – 8 – 10.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3 – 5.30
NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30* – 10.40**
HOBBIT 3D FORSÝNING KL. 8**
EXODUS 3D KL. 1 – 4.30 – 8 – 11
EXODUS 2D KL. 8 – 11
EXODUS 3D LÚXUS KL. 1* – 4.30 – 8 – 11
BIG HERO 6 2D KL. 1 – 3.15 – 5.30
BIG HERO 6 3D KL. 2 – 4.30
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 8 – 10.45
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 1 – 3.15
DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30
JÓLAMYNDIN Í ÁR
* BARA LAUGARDAGUR ** BARA SUNNUDAGUR
Allir borga barnaverð