Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 8

Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 8
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: 23. desember er opið frá kl. 9:30-12:00* *sími leiðréttingarinnar 442 1900 er opinn til kl.15:30 Aðfangadagur 24. desember - LOKAÐ 29. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 30. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 Gamlársdagur 31. desember - LOKAÐ 2. janúar er opið frá kl. 9:30-15:30 NORÐUR-KÓREA Norður-Kórea hefur hótað því að ráðast á Bandaríkin en yfirvöld neita að hafa staðið fyrir vefárásum á tölvukerfi kvikmyndafyrir- tækisins Sony. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem yfirvöld í Norð- ur-Kóreu birtu á ríkismiðlinum KCNA í gær. Þar er varað við því að Hvíta húsið, Pentagon og í raun gervallt meginland Bandaríkjanna megi búast við árásum af hálfu Norð- ur-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hótanir berast frá flokksræðisríkinu. „Her og þjóð Norður-Kóreu eru fyllilega í stakk búin til að standa uppi í hárinu á Banda- ríkjunum á öllum hersvæðum,“ segir í tilkynningunni og undan- skilja norðurkóresk yfirvöld ekki „vígvöll tölvuárása“ eins og segir í tilkynningunni. Tölvuárásirnar á Sony urðu eins og kunnugt er vegna kvik- myndarinnar The Interview sem myndi útleggjast á íslensku Við- talið. Þær voru framkvæmdar af hópi hakkara sem kallar sig Guardians of Peace eða Varð- menn friðar. Í myndinni fá tveir sjónvarpsmenn það verkefni að ráða Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Sony ákvað í kjölfar árásanna, og vegna hótana tölvuþrjótanna gegn hverjum þeim sem myndi sjá myndina, að setja hana ekki í sýningu. Í tilkynningunni frá Norður-Kóreu er auk hótunar um árásir fullyrt að bandaríska ríkið standi á bak við gerð mynd- arinnar. Segist einræðisríkið hafa öruggar sannanir fyrir því. Í tilkynningunni eru Bandaríkin kölluð „rotþró óréttlætis“. Barack Obama Bandaríkjafor- seti lét hafa það eftir sér í síð- ustu viku að það hefðu verið mis- tök hjá Sony að hætta við sýningu myndarinnar. Kvikmyndafyrir- tækið gaf í kjölfarið frá sér yfir- lýsingu þess efnis að það væri enn að skoða dreifingarmögu- leika fyrir myndina. nanna@frettabladid.is Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar niðurstöðu FBI um að landið hafi ráðist á tölvukerfi Sony vegna kvik- myndarinnar The Interview. Þar er fullyrt að Bandaríkin standi á bak við gerð myndarinnar og árásum hótað. HÓTANIR Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa sannanir fyrir því að Bandaríkjastjórn standi á bak við gerð myndarinnar The Interview. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Her og þjóð Norður- Kóreu eru fyllilega í stakk búin til að standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum á öllum hersvæðum. Yfirlýsing yfirvalda í Norður-Kóreu. DÓMSMÁL Sigurður Ingi Þórðar- son, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi. Stærsti hluti ákæru á hend- ur honum sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjaness í gærmorgun. Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku máls- ins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þing- festingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvikum, fjár- drætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðn- ingu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, stað- festir í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. - ktd Siggi hakkari var í gær dæmdur fyrir fjársvik: Tveggja ára fangelsi SKIPTI UM SKOÐUN Siggi neitaði fyrst sök en skipti svo um skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.