Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.12.2014, Qupperneq 8
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: 23. desember er opið frá kl. 9:30-12:00* *sími leiðréttingarinnar 442 1900 er opinn til kl.15:30 Aðfangadagur 24. desember - LOKAÐ 29. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 30. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 Gamlársdagur 31. desember - LOKAÐ 2. janúar er opið frá kl. 9:30-15:30 NORÐUR-KÓREA Norður-Kórea hefur hótað því að ráðast á Bandaríkin en yfirvöld neita að hafa staðið fyrir vefárásum á tölvukerfi kvikmyndafyrir- tækisins Sony. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem yfirvöld í Norð- ur-Kóreu birtu á ríkismiðlinum KCNA í gær. Þar er varað við því að Hvíta húsið, Pentagon og í raun gervallt meginland Bandaríkjanna megi búast við árásum af hálfu Norð- ur-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hótanir berast frá flokksræðisríkinu. „Her og þjóð Norður-Kóreu eru fyllilega í stakk búin til að standa uppi í hárinu á Banda- ríkjunum á öllum hersvæðum,“ segir í tilkynningunni og undan- skilja norðurkóresk yfirvöld ekki „vígvöll tölvuárása“ eins og segir í tilkynningunni. Tölvuárásirnar á Sony urðu eins og kunnugt er vegna kvik- myndarinnar The Interview sem myndi útleggjast á íslensku Við- talið. Þær voru framkvæmdar af hópi hakkara sem kallar sig Guardians of Peace eða Varð- menn friðar. Í myndinni fá tveir sjónvarpsmenn það verkefni að ráða Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Sony ákvað í kjölfar árásanna, og vegna hótana tölvuþrjótanna gegn hverjum þeim sem myndi sjá myndina, að setja hana ekki í sýningu. Í tilkynningunni frá Norður-Kóreu er auk hótunar um árásir fullyrt að bandaríska ríkið standi á bak við gerð mynd- arinnar. Segist einræðisríkið hafa öruggar sannanir fyrir því. Í tilkynningunni eru Bandaríkin kölluð „rotþró óréttlætis“. Barack Obama Bandaríkjafor- seti lét hafa það eftir sér í síð- ustu viku að það hefðu verið mis- tök hjá Sony að hætta við sýningu myndarinnar. Kvikmyndafyrir- tækið gaf í kjölfarið frá sér yfir- lýsingu þess efnis að það væri enn að skoða dreifingarmögu- leika fyrir myndina. nanna@frettabladid.is Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar niðurstöðu FBI um að landið hafi ráðist á tölvukerfi Sony vegna kvik- myndarinnar The Interview. Þar er fullyrt að Bandaríkin standi á bak við gerð myndarinnar og árásum hótað. HÓTANIR Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa sannanir fyrir því að Bandaríkjastjórn standi á bak við gerð myndarinnar The Interview. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Her og þjóð Norður- Kóreu eru fyllilega í stakk búin til að standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum á öllum hersvæðum. Yfirlýsing yfirvalda í Norður-Kóreu. DÓMSMÁL Sigurður Ingi Þórðar- son, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi. Stærsti hluti ákæru á hend- ur honum sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjaness í gærmorgun. Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku máls- ins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þing- festingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvikum, fjár- drætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðn- ingu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, stað- festir í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. - ktd Siggi hakkari var í gær dæmdur fyrir fjársvik: Tveggja ára fangelsi SKIPTI UM SKOÐUN Siggi neitaði fyrst sök en skipti svo um skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.