Fréttablaðið - 23.12.2014, Side 28
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 28
Á dögunum vakti ég athygli
á mikilvægi þess að fjöl-
breytt atvinnustarfsemi
fái að þrífast hér landi. Líta
þurfi til hagsmuna neyt-
enda frá viðara sjónarhorni
en vöruverði eingöngu. Þó
mögulegt sé að kaupa vörur
í erlendum netverslunum á
lægra verði en býðst hér á
landi þá þjónaði það betur
hagmunum íslenskra neyt-
enda að skipta við innlend-
ar verslanir vegna þeirra
heildaráhrifa sem það hefði á hag-
kerfið. Sagði ég að sömu rök eiga
við um íslenskan landbúnað. Við
getum, ekki frekar en
verslunin, keppt við aðila
í löndum þar sem laun eru
umtalsvert lægri en hér.
Framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda,
Ólafur Stephensen, brást
við grein minni og sagði
engin rök vera fyrir stuðn-
ingi stjórnvalda við inn-
lendan svínabúskap með
því að leggja tolla á inn-
fluttar kjötafurðir. Hann
virðist því hafa horft
framhjá þeirri röksemd að land-
búnaður væri mikilvægur þáttur í
íslensku hagkerfi með öllum þeim
störfum og afleiddri veltu sem
hann skilar.
Neikvæð mynd
Þá ruglar Ólafur saman ýmsum
atriðum í þeim ásetningi sínum að
draga upp neikvæða mynd að íslensk-
um svínabændum sem hann segir
stunda búsakap í „fáeinum umsvifa-
miklum fyrirtækjum í stórum iðn-
aðarskemmum, mest á innfluttu
fóðri“. Íslenskur svínabúskapur fer
að mestu fram á fjölskyldubúum og
yrði líklega skilgreindur sem heimil-
isbúskapur í samanburði við þau bú
sem Ólafur vill að mögulegt verði að
flytja inn kjöt frá. Má nefna í þessu
sambandi að Ríkissjónvarpið sýndi
nýlega sláandi heimildarmynd um
grísaflutninga innan Evrópusam-
bandsins þar sem allri dýravelferð er
fórnað fyrir hagræðissjónarmið. Þá
er rétt að fram komi að hlutfall inn-
lends fóðurs í svínabúskap á Íslandi
hefur aukist verulega á undanförn-
um árum og eru grísir á nokkrum
svínabúum að verulegu leyti aldir á
innlendu korni og má búast við að það
aukist enn frekar á næstu árum.
Hagsmunasamtök í verslun og inn-
flutningi hafa að undanförnu beitt
sér gegn í íslenskum landbúnaði í
opinberri umræðu undir því yfir-
skyni að þeir séu að gæta hagsmuna
neytenda. Félag atvinnurekenda og
Samtök verslunar og þjónustu starfa
ekki með hagsmuni neytenda í fyrir-
rúmi heldur er tilgangur þeirra að
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.
Því þarf að hafa það í huga þegar
fulltrúar þeirra tjá sig um landbún-
að að umbjóðendur þeirra vilja auka
arðsemi sína með því að flytja inn
vöru af svæðum þar sem laun og
aðbúnaður dýra er langt undir þeim
viðmiðum er við höfum hér á landi.
Þeir sem hafa beina peningalega
hagsmuni af þessu eiga því að koma
til dyranna eins og þeir eru klædd-
ir fremur en að látast vera sérstakir
varðmenn neytenda.
Komum til dyranna eins og við erum klædd
GEÐORÐIN 10
Grein 4
Greinin er fjórða greinin af tíu í
greinarröð jafn margra úrræða og/eða
félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuð-
borgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Flest okkar gegna mörgum, ólík-
um hlutverkum á sama tíma.
Við erum börn, makar, foreldr-
ar, starfsmenn og vinir og höfum
skyldum að gegna á heimilinu, í
vinnunni, í skólanum, félagslífinu
og víðar úti í samfélaginu.
Því er ekkert skrítið að lífið
virðist stundum vera óendanlega
flókið og verkefnin yfirþyrmandi.
Við getum þó ekki kvartað yfir því
að enginn sýni vanda okkar áhuga.
Úr öllum áttum dynja skilaboð um
hvernig við eigum að lifa lífinu
til að ná „hámarks“ árangri og til
hvaða lausna hægt sé að grípa til
að leysa vandann strax.
Skyndibitakeðjur bjóða
skyndibita á kostakjörum
til að seðja sárasta hungr-
ið. Heilsugúrúar bjóða
bætiefni og megrunarkúra
til að bæta heilsuna fyrir
jólin. Kunningjarnir bjóða
í glas og jafnvel í nös til að
létta lundina og gleyma
„baslinu“ þó ekki sé nema
um stundarsakir.
Öll þessi tilboð eru
skyndilausnir. Sumar
valda meira að segja meiri skaða
en ágóða. Vímuefni ylja um hjarta-
rætur í augnablik áður en þau
kalla á meiri neyslu og svipaða
sögu eru að segja um hin tilboð-
in. Vítahringur verður til og getur
snúist upp í örvilnan.
Hvað er þá til ráða? Svarið er í
rauninni ofur einfalt. Besta leiðin
til að stuðla að jafnvægi og bættri
líðan á sál og líkama er að leggja
áherslu á þrennt í lífi sínu: hollt
mataræði, hreyfingu og
jákvætt hugarfar.
Nú kann einhver að
segja: Er ekki hollt mat-
aræði bara klisja? „Já,
kannski en verða ekki
klisjur einmitt vegna þess
að margir sjá ástæðu til
að hamra á gildi þeirra?“
Reglulegt, fjölbreytt
og hollt mataræði með
áherslu á afurðir nærri
rótunum í náttúru- og
dýraríkinu stuðla sannarlega að
betri líðan.
Hreyfing hefur ótvírætt gildi
fyrir líkamlega og andlega heilsu.
Óþarfi er að kaupa aðgangskort
í dýrar líkamsræktarstöðvar til
að stunda hreyfingu. Hlaup, hjól-
reiðar og göngur úti í náttúrunni
eða innan borgarmarkanna gera
sama gagn og ekki er verra að
hafa maka, góðan vin, kunningja
eða fjölskylduhundinn sér við hlið.
Dýrmætt innlegg
Jákvætt hugarfar hefur rík áhrif á
líðan okkar sjálfra og þar af leið-
andi okkar nánustu. Einn af lykl-
unum að jákvæðu hugarfari er að
horfa með uppbyggilegum hætti á
eigin mistök. Fyrst þurfum við að
gera okkur grein fyrir því að við
gerum öll mistök. Ef við gerum
ekki mistök – erum við einfaldlega
ekki að gera neitt heldur sitjum með
hendur í skauti.
Næsta skrefið felst í því að við
veltum því fyrir okkur hvort við
getum lært af mistökum okkar. Ef
við svörum spurningunni játandi,
ættum við að líta til baka og draga
lærdóm af mistökunum eins og
segir í fjórða geðorðinu: „Lærðu af
mistökum þínum.“ Með því snúum
við mistökunum upp í dýrmætt inn-
legg til aukins þroska og traustara
taks á tilverunni.
Ef við komumst að því að við
getum ekki lært af mistökum okkar
ættum við að huga að því hvort þau
hafi valdið öðrum sárindum. Ef svo
er ættum við að biðja viðkomandi
afsökunar áður en lengra er hald-
ið. Þegar því er lokið þurfum við
að tryggja að mistökin verði okkur
dragbítur. Þeim þarf einfaldlega að
kasta útbyrðis.
Ef mistökin hafa tilhneigingu
til að skjóta upp kollinum aftur og
aftur getur verið árangursríkt að
nota svokallað vinar/vinkonu nálg-
un. Sú leið felst í því að hugsa með
sér hvað maður myndi sjálfur segja
við vin/vinkonu ef viðkomandi hefði
gert sömu mistök og maður gerði
sjálfur og snúa svarinu í framhaldi
af því upp á mann sjálfan. Þannig
snýr maður væntumþykju gagn-
vart vinum/vinkonum sínum upp í
– „sjálfs-væntumþykju“.
Hvað getur líka verið betri
grundvöllur að lífshamingju en
væntumþykja gagnvart manni sjálf-
um?
Lærðu af mistökum þínum
LANDBÚNAÐUR
Hörður
Harðarson
formaður Félags
svínabænda
GEÐHEILBRIGÐI
Anna G.
Ólafsdóttir
f.h. Geðhjálpar