Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 36

Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 36
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR félagsráðgjafi, lést á líknardeild Landspítalans 18. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju 30. desember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjálparstarf kirkjunnar. Þorsteinn Helgason Magnús Þorsteinsson Helgi Þorsteinsson Sigrún Þorsteinsdóttir Jóna Ann Pétursdóttir Pernille Folkmann Þorkell Guðjónsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, HELGI ÓLAFUR ÞÓRARINSSON læknir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kongsvinger 18. desember. Útför hans fer fram frá Vinger-kirkju Kongsvinger 30. desember kl. 13.00. Minningarathöfn um hann á Íslandi verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Pétur Haukur Helgason Magdalena L. Gestsdóttir Helena Helgadóttir Þorlákur Ingjaldsson Helga Björk Helgadóttir Martin Hammer Gunnar Þór Helgason Jenny Marie Ellingsæter Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS ÓLAFSSONAR Sérstakar þakkir til starfsmanna hjúkrunar- heimilisins Eirar sem sýndu honum hlýhug og önnuðust hann af alúð. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Jóhanna Bjarnadóttir Margrét I. Kjartansdóttir Sigmundur Einarsson Ólafur Kjartansson Nanna Bergþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR HJÁLMARSSON frá Djúpavogi, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans 17. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. janúar. Halldóra Kristín Jónsdóttir Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir Sigmar Sigurðsson Hjörtur Ásgeirsson Bríet Pétursdóttir Harpa Ásgeirsdóttir Jónas Guðmundsson Ásgeir Ævar Ásgeirsson Hallur Kristján Ásgeirsson Tinna Rut Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, RAGNAR BJÖRNSSON Lindargötu 61, lést 27. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Unnur S. Björnsdóttir Svanhildur Björnsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT HJARTARDÓTTIR SVANA frá Geithálsi í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Boðahlein 10 Garðabæ, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hjörtur Bollason Eyþór Bollason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGMUNDUR ÓLI REYKJALÍN MAGNÚSSON vélfræðingur, Mýrarvegi 115, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 17. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju daginn 30. desember, klukkan 13.30. Þórný Kristín Sigmundsdóttir Stefanía Gerður Sigmundsdóttir Helgi Jóhannesson Sigrún Hulda Sigmundsdóttir Finnbogi Rútur Jóhannesson Þórir Sigmundur Þórisson barnabörn og barnabarnabörn Bjarni Reykjalín Magnússon Jórunn Þóra Magnúsdóttir Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR sjúkraliði, Sléttuvegi 29, lést á líknardeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss föstudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13. Hrólfur Guðmundsson Anna Helga Hannesdóttir Bo Ralph Ásdís Eva Hannesdóttir Jónas Kristinsson Jón Hafsteinn Hannesson Birna Björnsdóttir Ólöf Röfn, Rakel Linda, Jónas Óli, Andrea Röfn, Aron Kristinn, Hera Björk, Hannes Björn og fjölskyldur. „Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga afmæli á Þorláksmessu. Þegar ég var barn hélt mamma alltaf upp á afmælið mitt og krakkarnir mættu samvisku- samlega, enda voru mæðurnar glað- ar að losna við þá svo þær gætu keypt jólagjafir og vesenast,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir hlæjandi spurð hvernig það sé að eiga afmæli á Þorlák. Svo vil ég vita af hverju Esther sé skrifað með h-i. „Ég heiti eftir ömmu minni sem var nefnd eftir danskri konu, þannig að h-ið hefur alltaf verið í okkar ætt,“ segir hún. Næst er það uppruninn. „Ég ólst upp í Reykjavík en móðurættin er úr Dýra- firði og föðurættin úr Rangárvalla- sýslu og Vestmannaeyjum. Vestfirðir og Suðurlandið mætast í mér,“ upp- lýsir Esther Helga sem býr fyrir aust- an fjall en starfar í MFM miðstöðinni í Hlíðasmáranum í Kópavogi. Vílar sem sagt ekki fyrir sér að aka yfir eitt stykki heiði í vinnuna. Áður en ég hringdi í Esther Helgu gúgglaði ég nafnið hennar og datt þá inn í gamlan þátt með Hemma Gunn þar sem hún syngur Hamraborgina. „Já, ég er búinn að bralla ýmislegt í gegnum tíðina. Ég byrjaði snemma að syngja og læra það en ég varð líka ung móðir þannig að það teygðist svolítið á náminu. Meðan á því stóð söng ég í Óperukórnum, til dæmis í Sígauna- baróninum, sem var fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar.“ Esther Helga hélt til Bandaríkjanna, í Indíanaháskóla þar sem hún lauk ein- söngs- og tónlistarfræðinámi. Þá var hún einstæð móðir með þrjú börn. „Það var dálítið átak að drífa sig út en ótrúlega gefandi,“ rifjar hún upp. „Við vorum mörg frá Íslandi í sama skóla, Sólrún Braga, Bergþór Páls, Þórunn Guðmunds og Erna Guðmunds, Ingi- björg Guðjóns, Sigurður Flosa og fleiri og fleiri, yndislegur hópur.“ Óperusmiðjan var eitt af því sem Esther Helga tók þátt í eftir að hún kom frá námi. Svo stofnaði hún Söng- smiðjuna þar sem hún kenndi fólki á öllum aldri, kallaði það síðar Söngsetur Estherar Helgu og var með námskeið fyrir lagvísa og laglausa. „Það var mikið fjör, fullt af sýningum á Hótel Íslandi, söngleikir, gospelkór og lag- lausi kórinn. Þetta var mitt aðalstarf næstu fimmtán árin, þar til ég venti mínu kvæði í kross,“ segir hún og held- ur áfram. „Ég hafði glímt við átraskan- ir og matarfíkn og náði loks bata gegn- um 12 spora starf. Í framhaldinu fór ég að læra að vinna með fólk sem átti við sama vanda að stríða og stofnaði MFM matarfíknarmiðstöðina árið 2006. Þar er eina meðferðin með göngudeild- arsniði sem til er í heiminum í dag en margt hefur gerst á þeim árum sem ég hef verið að stússast í þessum málum.“ Í lokin er Esther Helga spurð um fyrirætlanir sínar í sambandi við stór- afmælið í dag. Svarið er einfalt. „Ég fer með börnunum mínum, tengda- og barnabörnunum út að borða á góðum veitingastað. Þar njótum við þess að vera saman.“ gun@frettabladid.is Er búin að bralla ýmislegt í gegnum tíðina Esther Helga Guðmundsdóttir er sextug. Eft ir söngferil og kennslu gerðist hún frum- kvöðull í meðferð við matarfíkn og átröskun og býður einstaka meðferð á heimsvísu. FRAMKVÆMDASTJÓRI „Ég fer með börnunum mínum, tengda- og barnabörnunum út að borða á góðum veitingastað,“ segir Esther Helga um fyrirætlanir kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar ég var barn hélt mamma alltaf upp á afmæl- ið mitt og krakkarnir mættu samviskusamlega, enda voru mæðurnar glaðar að losna við þá svo þær gætu keypt jólagjafir og vesenast.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.