Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 54

Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 54
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 50 TÓNLIST ★★★★★ Sorrí Prins Póló SKAKKAPOPP Í þessum póstpóstmóderníska heimi þar sem fólk sem situr við sama borð er hætt að talast við nema í gegnum spjallforrit á snjallsímum er sem betur til eitthvað mótvægi, einhver and- spyrnuhreyfing við andleysinu. Einlæg andspyrnuhreyfing, and- spyrnueinlægnishreyfing. Æ fleiri eru tilbúnir til að vera ein- lægir, kaldhæðnin er að verða úr sér gengin, nema þá að kald- hæðnin sé einlæg (það er hægt, spyrjið bara Hrafn Jónsson). Það er eitthvað í loftinu, finnið þið það ekki? Vinsældir hljóm- sveitarinnar Prins Póló bera vott um uppgang einlægninn- ar. Því eru vinsældir hljómsveitarinnar í raun kærkomnar, þær boða betri til- veru með húmor, náungakærleik og fósturlandsást að vopni. Ekki þjóðremb- ingsást … heldur nost- algískri væntumþykju um landið, um þjóðina, sem við viljum til- heyra. Hvort sem það er Libby’s tómatsósa í gleri, fótanuddtæki eða hakk og spaghettí í matinn. Prinsinn er meira en tón- list, Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Sorrí, önnur breiðskífa sveit- arinnar, er plata ársins hjá Frétta- blaðinu. Eina sem hægt er að setja út á það val er að elstu lög plöt- unnar komu út fyrir allt að þrem- ur árum en var í ár safnað saman á eina skífu í fyrsta sinn. Að öðru leyti er valið fullkomlega réttlæt- anlegt. Hún er stútfull af smell- um, sem eru einstakir á sinn hátt. Þar má finna argasta danspopp í einu besta lagi Íslandssögunnar „Hamstra sjarma“, ljúfsára ást- arballöðu með synþatvisti í „Finn á mér“, fullkomna sambandslýs- ingu í „Tipp Topp“ og manifest- óinu „Bragðarefir“. Sorrí, það er varla veikan blett að finna á Sorrí. Hún er frumleg, hún er galsafull, hún hentar við öll tilefni – til að dansa, brosa, hlæja eða gráta. En það sem er fallegast, er að þjóðin er einmitt að fatta þetta. Svavar Pétur og Berglind eru ekki að gefa út sína fyrstu plötu, þau eru ekki að búa til ímynd sem er loks að slá í gegn. Þetta eru þau, spilin lögð á borðið – einlæglega. Prinsinn er meira en tónlist. Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Ertu með? Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Prins Póló gefur út samansafn af frábærum smáskífum síðustu ára með smá aukasnakki til viðbótar. Sorrí, en Sorrí er frábær plata fyrir alla, konur og kalla. Prinsinn er lífsstíll PRINS PÓLÓ Svavar Pétur Eysteinsson er maðurinn á bak við Prins Póló. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er í 35. skipti sem Friðargangan er haldin en hún byrjaði í kringum átt- unda áratuginn. Gangan hefur náttúrulega orðið hjá mörgum ómissandi partur af jólunum,“ segir Stefán Pálsson, formað- ur Samtaka hernaðarand- stæðinga. Samtökin eru ein þeirra friðar- hreyfinga sem halda Friðargönguna árlegu á Þorláksmessu. „Þarna byrja jólin hjá mörgum fjölskyldum en það er ágætt að koma sér niður í bæ og heyra á friðarmálefni í lokin því að það er náttúrulega ansi víða ófrið- vænlegt í heiminum og hefur nú alltaf verið.“ Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 í dag. Þaðan ligg- ur svo leiðin niður á Austurvöll. „Boðskapurinn hefur alltaf verið sterkur en Ísfirðingar hafa hefð fyrir þessu og Akureyringar líka,“ segir Stefán. Kolbeinn Óttarsson Proppé er fundarstjóri samkom- unnar í Reykjavík en hann sá einn- ig um það árið 2003. „Þá hafði Íraks- stríðið byrjað þetta sama ár og gangan var einhver alstærsta ganga sem við höfum séð. Það hefur oft verið þannig að atburðir heimsins hafa áhrif á mæt- inguna ekki síður en veðrið.“ - þij Orðinn ómissandi partur af jólunum Friðargangan verður haldin í 35. sinn í dag. Safnast verður saman í Reykavík, á Ísafi rði og fyrir norðan, á Akureyri. FRIÐAR- GANGAN Myndin er frá því í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEFÁN PÁLSSON Næsti þáttur Black Dynamite sem sýndur verður á kvöldstöð Cartoon Network, Adult Swim, í byrjun 2015 mun fjalla um lög- reglugrimmd í Bandaríkjunum. Tónlistarmennirnir Erykah Badu og Tyler, The Creator verða sér- stakir gestir í þættinum. Black Dynamite eru teikni- myndaþættir byggðir á sam- nefndri grínmynd frá árinu 2009 sem eru innblásnir af „blax- ploitation“ kvikmyndum áttunda áratugarins en þátturinn sem um ræðir heitir Wizard of Watts. Í þættinum flækist titilpersón- an Black Dynamite í óeirðir milli almennings og lögreglu. Gera þátt um lögreglugrimmd BLACK DYNAMITE Þátturinn verður sýndur í byrjun næsta árs. Í dag er Þorláksmessa og það vitum við því sterkur ammoníakfnykur fyllir þegar loftið. Fólk mun brátt setjast til borðs og gæða sér á kæstri skötu útbíaðri í tólg – hefð sem fjölskylda mín hefur aldrei haldið í heiðri. Líklega hafði viðkvæmt lyktar- skyn sænskrar ömmu minnar eitthvað með það að gera. Og seinna meir hið næma nef Írans, föður míns. MÍN fyrsta reynsla tengd skötuáti átti sér því stað fyrir ekki svo mörgum árum þegar ég vann sem þjónn á veitingastað einum í miðborg Reykjavíkur. Þetta tiltekna veitingahús býður upp á afskaplega vinsæla skötuveislu á Þorláks- messu. Skötuveislan trekkir svo að, að allt tiltækt starfsfólk, þar á meðal ég, var kallað til vinnu til þess að tryggja að allt gengi hratt og örugglega fyrir sig þennan dag. SOLTNIR gestir tóku að streyma að skömmu fyrir hádegi; þeir hraustustu pöntuðu sér mikið kæsta skötu, byrjend- ur báðu um lítið kæsta skötu og þeir ævintýragjörnu fóru í skötuplokkarann. Stemningin var góð, gest- irnir léttir í lundu og við starfsfólkið líka, þrátt fyrir langa og annasama vakt. NEFIÐ dofnaði eftir því sem á daginn leið og seinni part dags var ég alveg hætt að finna ammoníakþefinn, sem ég veit þó fyrir víst að lá enn eins og slikja yfir öllu hverfinu. Nokkru eftir miðnætti lauk vakt- inni og tími til kominn að halda heim í hátt- inn, en þegar komið var inn í starfsmanna- herbergið var eins og lyktarskynið tæki aftur við sér. Skötulyktin var alltumlykj- andi. Hún loddi við hárið, augnhárin, sokk- ana og fingurna. ÉG brá á það ráð að hringja heim til mín og óska eftir því að sá sem heima væri byrj- aði strax að láta renna í bað fyrir mig. Við heimkomu stakk ég mér á bólakaf í baðkar- ið og tók að skrúbba duglega af mér daun- inn. Daginn eftir endurók ég leikinn. SÚ góða stemning sem ríkti meðal fólks þennan dag stendur mér enn í fersku minni og allar götur síðan hefur mér þótt skötu- hefðin nokkuð skemmtileg. Ég hef þó ekki endurtekið leikinn – ætli ég hafi ekki erft lyktarskyn foreldra minna. Þar skriplaði á skötu og haltu kjaft i BAKÞANKAR Söru McMahon Fyrrverandi meðlimur stráka- bandsins N‘Sync, Lance Bass, gekk að eiga unnusta sinn Michael Turchin á laugardag við glæsilega athöfn á Park Plaza- hótelinu í Los Angeles. Öllu var tjaldað til í 300 manna veislunni, en brúðkaupið var skipulagt af þeim sama og sá um brúðkaup Kim Kardashian og Kanye West. Hjónavígsla Bass og Turchins mun komast á spjöld sögunnar þegar brúðkaupið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni E! í febrúar, en þetta verður í fyrsta sinn sem brúðkaupi samkynhneigðra verð- ur sjónvarpað í Bandaríkjunum. Sjónvarpað í fyrsta sinn HAMINGJUSAMIR Brúðkaup þeirra Bass og Turchins mun fara í sögu- bækurnar. 8 FORSÝNING 1:50, 3:50, 5:50, 8 8:30 1:30, 4, 6:15 1:50, 3:50, 6 FORSÝNING NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30 – 8 – 10.15 EXODUS 2D KL. 5.45 – 9 MOCKINGJAY– PART 1 KL. 8 – 10.40 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30 NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 – 5.45 – 8 – 10.15 EXODUS 2D KL. 8 –11 EXODUS 2D LÚXUS KL. 4.30 – 8 – 11 MOCKINGJAY – PART 1 KL. 8 – 10.45 BIG HERO 6 3D KL. 3.15 – 5.30 BIG HERO 6 2D KL. 3.15 – 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30 - EMPIRE JÓLAMYNDIN Í ÁR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK HOLLYWOOD REPORTER Jólamyndin 2014 VILLAGE VOICE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.