Fréttablaðið - 23.12.2014, Síða 56
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 52
KÖRFUBOLTI Árið 2014 gat varla
verið mikið betra fyrir kvennalið
Snæfells sem í vor fagnaði sínum
fyrsta Íslandsmeistaratitli og
endaði síðan árið í toppsæti Dom-
inos-deildar kvenna í körfubolta.
Snæfell tapaði reyndar í bikarúr-
slitaleiknum í febrúar og í undan-
úrslitum Lengjubikarsins í haust
en varð bæði deildarmeistari og
meistari meistaranna.
Þetta var sögulegur titill í
Stykkishólmi en sagan var skrif-
uð á fleiri stöðum í ár. Þegar
kemur að deildarkeppninni hefur
ekkert lið í sögu úrvalsdeildar
kvenna tekist að vinna svona
marga deildarleiki á almanaks-
ári.
96 prósent sigurhlutfall
Snæfellskonur koma inn í jólafrí-
ið á tíu leikja sigurgöngu og
höfðu áður unnið sautján fyrstu
deildarleiki ársins. Alls unnust
27 af 28 deildarleikjum ársins
sem gerir 96 prósent sigurhlut-
fall. Karlalið KR vann 21 af 22
deildarleikjum sínum í ár (95 pró-
sent).
„Ég gerði mér nú ekki grein
fyrir að liðið hefði ekki tapað
meira en einum leik í deild, það
er magnað og tel ég að vinnusem-
in í liðinu ásamt góðum kjarna af
leikmönnum sem skilja hlutverk
sín sé að skila þessum árangri.
Liðið tapaði því fjórum af 40
leikjum á öllu á árinu sem ég
mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari liðsins.
„Ég tel að það sé einstakt
hvernig liðið hefur spilað því
við náum ekki mörgum æfingum
allar saman enda nokkrir leik-
menn búsettir í Reykjavík. Þetta
hefur ekki haft áhrif á það að
við náum vel saman á vellinum,“
segir Hildur Sigurðardóttir, fyr-
irliði Snæfellsliðsins.
„Stelpurnar eru tilbúnar að
framkvæma það sem liðið ætlar
sér og hafa góðan leikskilning.
Liðið er síðan leitt af Hildi Sig
og hennar leikur smitar út frá
sér. Það sýndi líka styrk stúlkn-
anna að við sigrum úrslitakeppn-
ina nánast án erlends leikmanns í
fyrra,“ segir Ingi Þór.
Misstu þrjá byrjunarliðsmenn
Snæfell missti í sumar þrjá byrj-
unarliðsleikmenn, Hildi Björgu
Kjartansdóttur og Guðrún Gróu
Þorsteinsdóttur, sem voru báðar
valdar í úrvalslið ársins á síðasta
tímabili og svo hina ungu Evu
Margréti Kristjánsdóttur. Það
má því segja að Ingi Þór hafi nán-
ast þurft að setja saman nýtt lið.
„Í fyrra voru Guðrún Gróa og
Hildur Björg magnaðar og var
maður svolítið kvíðinn fyrir því
að missa þær. Einnig fór Eva
Margrét aftur vestur en hún var
x-faktor fyrir okkur. Við feng-
um Gunnhildi (Gunnarsdóttur)
og Maríu (Björnsdóttur) til baka
og höfum við haldið sjó eftir miklar
breytingar,“ segir Ingi Þór.
Hildur segir ekkert erfiðara
fyrir þær að mæta inn í mótið sem
ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við
erum með nýtt lið og allar tilbúnar
og viljugar til að endurtaka leikinn,“
segir Hildur.
Það spillir ekki fyrir Snæfells-
liðinu að hafa dottið í lukkupottinn
með bandaríska leikmanninn sinn,
Kristen McCarthy, sem er með 25,8
stig og 12,4 fráköst að meðaltali.
„Í ár erum við með alveg ljóm-
andi heilsteypta stúlku sem erlend-
an leikmann og ég veit að stelp-
urnar eru ekki saddar. Við gerum
okkur grein fyrir því að það er
mikið eftir af mótinu. Við teljum
okkur eiga nokkuð mikið inni hjá
mörgum leikmönnum. Við erum
með ný markmið en titillinn á síð-
asta tímabili hjálpaði
okkur með sjálfs-
traustið sem og
hver sigurleik-
ur,“ segir Ingi
Þór að lokum.
ooj@frettabladid.is
Ár Snæfellsstelpna
Karlalið KR vann 95 prósent deildarleikja á árinu en var samt ekki með hæsta
sigurhlutfall íslenskra körfuboltaliða í deildarleikjum ársins. Snæfellskonur settu
nýtt met á árinu 2014 með því að vinna 27 af 28 deildarleikjum sínum.
ÍSLANDSMEISTARAR Í FYRSTA SINN Páll Óskar syngur hér fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ
TUTTUGU SIGRA ÁR Í
EFSTU DEILD KVENNA
27 SNÆFELL 2014
24 KEFLAVÍK 1994 OG KEFLAVÍK 2012
21 KEFLAVÍK 1988, KEFLAVÍK 1992,
SNÆFELL 2013 OG HAUKAR 2014
20 KEFLAVÍK 2004
Leikmenn og þjálfarar Snæfellsliðsins tala vel um hina 24 ára gömlu Kristen McCarthy
sem er á sínu öðru ári í atvinnumennsku eftir að hafa spilað á Ítalíu í fyrra. Kristen er
frábær leikmaður og frábær liðsfélagi og ekki var heimsókn móður hennar í nóvember
að spilla mikið fyrir áliti Hólmara á McCarthy-fjölskyldunni.
Denise McCarthy, móðir Kristen, kom í heimsókn til Íslands í kringum þakkargjörðarhá-
tíðina í nóvember og vildi að sjálfsögðu halda upp á þessa stóru hátíð í Bandaríkjunum
með dóttur sinni.
Það var hins vegar ekki bara Kristen sem fékk klassíska kalkúnaveislu frá mömmu
sinni heldur var öllu Snæfellsliðinu boðið í veislu sem verður lengi talað um í Hólm-
inum en hún var haldin heima hjá Inga Þór þjálfara. Mamman keypti inn og eldaði
ofan í allan mannskapinn. Heimsóknin hafði líka frábær áhrif á Kristen sem skoraði
yfir þrjátíu stig í næstu fjórum leikjum liðsins.
Mamman bauð öllu liðinu í kalkúnaveislu
iPad Air 2
Verð frá 89.990.-
Silfur - Gull - Dökkgrár
iPad mini
Verð frá 46.990.-
Silfur - Dökkgrár
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hefur
valið nítján manna æfingahóp sem býr sig nú undir heimsmeistaramótið í
handbolta sem hefst í Katar um miðjan næsta mánuð.
Dagur verður einn fjögurra íslenskra þjálfara á mótinu
en hann mun fyrst koma hingað til lands með lið sitt og
spila tvo æfingaleiki við íslenska landsliðið, dagana 4. og
5. janúar í Laugardalshöllinni.
Þýskaland spilar svo tvo æfingaleiki gegn Tékklandi
áður en liðið heldur til Persaflóans. „Hópurinn er
blanda af ungum og eldri leikmönnum þar sem
einblínt er á varnarleikinn. Við höfum einbeitt
okkur að honum síðustu mánuði,“ sagði Dagur
við þýska fjölmiðla í gær.
Ísland verður í C-riðli á HM en Þýskaland í
D-riðli. Svo gæti farið að liðin mætist í 16-liða
úrslitum komist þau upp úr sínum riðlum. - esá
Dagur valdi Íslandsfarana
MAGNAÐUR Þórir Hergeirsson hefur
náð frábærum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SPORT
HANDBOLTI Noregur vann enn ein
gullverðlaunin á stórmóti undir stjórn
Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar en
Norðmenn urðu um helgina Evrópu-
meistarar kvenna eftir sigur á Spáni í
úrslitaleik.
Þórir hefur fengið mikið lof í
norskum fjölmiðlum
eftir sigurinn enda
hefur hann endur-
nýjað lið sitt að stórum
hluta. Hornamaðurinn
Camilla Herrem, bar mikið lof á
þjálfarateymið eftir sigurinn og sagði
að Þórir ætti mikið í velgengninni.
„Allt þjálfarateymið hefur
lagt gríðar lega mikla vinnu á sig
undanfarið ár og mæta ótrúlega vel
undirbúin í hvern einasta leik,“ sagði
Herrem. „Þetta vill oft að miklu leyti
snúast um okkur leikmennina en
þjálfarateymið stendur sig afar vel.“
Herrem segir að Þórir viti ávallt
nákvæmlega hvað hann eigi að segja
við leikmenn fyrir leiki liðsins og að
hún fái stundum gæsahúð við að
hlusta á hann. „Hann veit hvað hann
á að segja upp á hár. Þórir hefur verið
í þessu í afar langan tíma og það
er enginn betri en hann í að halda
rónni þegar mikið liggur við. Það
gerir hann einstaklega vel.“
Með sigrinum náði Noregur að
tryggja sér keppnisrétt í næstu
heimsmeistarakeppni sem og
Ólympíuleikunum í Ríó 2016. - esá
Þórir heldur ræður sem gefur manni gæsahúð