Fréttablaðið - 23.12.2014, Page 58
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 54
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþrótta-
maður ársins verður útnefndur í
59. sinn í upphafi næsta árs en 24
meðlimir Samtaka íþróttafrétta-
manna hafa greitt atkvæði og nú
er komið í ljós hvaða íþróttafólk
hafnaði í tíu efstu sætunum.
Listinn er sögulegur að þessu
sinni. Konunum á listanum fjölgar
nefnilega um þrjár frá því í fyrra
þegar þær voru aðeins tvær. Þetta
er því metár fyrir konur á listan-
um sem hafa sex sinnum verið
fjórar inni á topp tíu en eru nú í
fyrsta sinn í sögunni jafnmargar
og karlarnir.
Sara Björk Gunnarsdóttir er
eina konan sem er á listanum
annað árið í röð en fimm af tíu
íþróttamönnum á topp tíu í ár
voru á topp tíu listanum í fyrra.
Það eru auk Söru þeir Aron Pálm-
arsson, Guðjón Valur Sigurðsson,
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór
Stefánsson.
Tvær sundkonur eru á listanum
að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafs-
dóttir og Hrafnhildur Lúthers-
dóttir, en það hefur ekki gerst í 45
ár eða síðan á listanum fyrir árið
1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er
annar tveggja nýliða á topp tíu
listanum en hinn er frjálsíþrótta-
konan Hafdís Sigurðardóttir.
Sif Pálsdóttir er fyrsta fim-
leikakonan sem kemst inn á topp
tíu listann fyrir bæði áhaldafim-
leika (2006) og hópfimleika (2014).
Hún er jafnframt elsta fimleika-
konan sem kemst í hóp tíu bestu
íþróttamanna ársins en Sif er 27
ára.
Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti
spretthlauparinn í fjórtán ár til
að komast inn á topp tíu listann
eða síðan Guðrún Arnardóttir var
meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún
sérhæfði sig í 400 metra grinda-
hlaupi og það þarf því að fara 30
ár aftur í tímann til að finna 100
og 200 metra hlaupara á listanum
en Oddur Sigurðsson var meðal
tíu efstu árið 1984.
Jón Arnór Stefánsson er bæði
elsti körfuboltamaðurinn sem
hefur komist inn á topp tíu listann
og fyrsti körfuboltamaðurinn sem
nær því að vera meðal tíu efstu í
níunda skiptið. Jón Arnór bætir
nú met Þorsteins Hallgrímssonar
sem var átta sinnum á topp tíu á
sínum tíma.
Guðjón Valur Sigurðsson er nú
í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á
ferlinum en hann er einn af þrem-
ur sem hafa hlotið sæmdarheitið
íþróttamaður ársins. Hinir eru
knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson, ríkjandi íþróttamað-
ur ársins, og svo handboltamaður-
inn Aron Pálmarsson sem var kos-
inn árið á undan. Aron er á topp tíu
listanum fimmta árið í röð og sá
eini sem hefur verið á listanum á
öllum árum þessa áratugar.
Jón Margeir Sverrisson er á
topp tíu listanum í annað skiptið á
þremur árum en aðeins tveir aðrir
fatlaðir íþróttakarlar hafa komist
tvisvar inn á topp tíu en það eru
þeir Haukur Gunnarsson (1987 og
1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og
1992).
Auk þess að kjósa íþróttamann
ársins kusu meðlimir Samtaka
íþróttafréttamanna einnig lið árs-
ins og þjálfara ársins en þetta í
þriðja sinn sem þessi verðlaun
eru veitt. Liðin þrjú sem eru til-
nefnd eru knattspyrnulandslið
karla, körfuknattleikslandslið
karla og karlalið Stjörnunnar í
knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem
keppa um titilinn í ár eru Alfreð
Gíslason, Heimir Hallgrímsson og
Rúnar Páll Sigmundsson.
Kjörinu á íþróttamanni ársins
2014 verður lýst í hófi í Gullhömr-
um í Grafarholti laugardaginn
3. janúar 2015 en kjörið verður í
beinni útsendingu á RÚV.
ooj@frettabladid.is
FIMM KONUR Í FYRSTA SINN
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefi ð út hvaða tíu íþróttamenn enduðu á topp tíu í kjörinu á íþróttamanni
ársins 2014. Konurnar eru nú jafnmargar körlunum en það hefur aldrei gerst í 59 ára sögu kjörsins.
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON 32 ára
körfuboltamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 35 ára
handboltamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ARON PÁLMARSSON 24 ára handbolta-
maður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON 25 ára
knattspyrnumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR 24
ára knattspyrnukona. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SIF PÁLSDÓTTIR 27 ára fimleikakona.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
JÓN MARGEIR SVERRISSON 22 ára
sundmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR 23
ára sundkona. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HAFDÍS SIGURÐARDÓTTIR 27 ára
frjálsíþróttakona. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR 19 ára
sundkona. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Í 1. SKIPTI Á TOPP 10 Í 1. SKIPTI Á TOPP 10
Í 2. SKIPTI Á TOPP 10 Í 2. SKIPTI Á TOPP 10
Í 2. SKIPTI Á TOPP 10 Í 3. SKIPTI Á TOPP 10
Í 4. SKIPTI Á TOPP 10 Í 5. SKIPTI Á TOPP 10Í 7. SKIPTI Á TOPP 10 Í 9. SKIPTI Á TOPP 10
VANN Í FYRRA Gylfi Þór Sigurðsson var
kosinn íþróttamaður ársins 2013 og hann
er einnig meðal tíu efstu í kjörinu í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN
Demantshringur 2.25ct
Verð 2.100.000 kr.
Lið ársins
Þjálfari ársins
KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS Í
KNATTSPYRNU FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS Í KÖRFU-
BOLTA FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MEISTARAFLOKKUR KARLA HJÁ
STJÖRNUNNI FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
ALFREÐ GÍSLASON Þjálfari THW Kiel í
þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HEIMIR HALLGRÍMSSON Þjálfari
íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON Þjálfari
knattspyrnuliðs karla hjá Stjörnunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN