Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 58
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 54 ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþrótta- maður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafrétta- manna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listan- um sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir. Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálm- arsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafs- dóttir og Hrafnhildur Lúthers- dóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþrótta- konan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fim- leikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafim- leika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleika- konan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grinda- hlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þrem- ur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamað- ur ársins, og svo handboltamaður- inn Aron Pálmarsson sem var kos- inn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992). Auk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið árs- ins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru til- nefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömr- um í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. ooj@frettabladid.is FIMM KONUR Í FYRSTA SINN Samtök íþróttafréttamanna hafa gefi ð út hvaða tíu íþróttamenn enduðu á topp tíu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2014. Konurnar eru nú jafnmargar körlunum en það hefur aldrei gerst í 59 ára sögu kjörsins. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON 32 ára körfuboltamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 35 ára handboltamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ARON PÁLMARSSON 24 ára handbolta- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON 25 ára knattspyrnumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR 24 ára knattspyrnukona. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIF PÁLSDÓTTIR 27 ára fimleikakona. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN MARGEIR SVERRISSON 22 ára sundmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR 23 ára sundkona. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAFDÍS SIGURÐARDÓTTIR 27 ára frjálsíþróttakona. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR 19 ára sundkona. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í 1. SKIPTI Á TOPP 10 Í 1. SKIPTI Á TOPP 10 Í 2. SKIPTI Á TOPP 10 Í 2. SKIPTI Á TOPP 10 Í 2. SKIPTI Á TOPP 10 Í 3. SKIPTI Á TOPP 10 Í 4. SKIPTI Á TOPP 10 Í 5. SKIPTI Á TOPP 10Í 7. SKIPTI Á TOPP 10 Í 9. SKIPTI Á TOPP 10 VANN Í FYRRA Gylfi Þór Sigurðsson var kosinn íþróttamaður ársins 2013 og hann er einnig meðal tíu efstu í kjörinu í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN Demantshringur 2.25ct Verð 2.100.000 kr. Lið ársins Þjálfari ársins KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS Í KNATTSPYRNU FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS Í KÖRFU- BOLTA FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEISTARAFLOKKUR KARLA HJÁ STJÖRNUNNI FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ALFREÐ GÍSLASON Þjálfari THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HEIMIR HALLGRÍMSSON Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON Þjálfari knattspyrnuliðs karla hjá Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.