Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 4
Heimspeki verði skyldufag n Þingmenn gefa ráðherra fjögur ár til að innleiða breytinguna H eimspeki verður skyldufag í grunn- og framhaldsskólum innan fjögurra ára nái þings- ályktunartillaga sex þingmanna á Alþingi fram að ganga. Þessi sama tillaga var lögð fram á síðasta þingi en hlaut ekki brautargengi. Flutnings- menn tillögunnar eru Þór Saari, Álf- heiður Ingadóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Árni Þór Sigurðsson og Lilja Mósesdóttir. Í greinargerð sem fylgir tillögunni kemur fram að markmið hennar sé að efla kennslu í heimspeki og að kennd- ur verði að meðaltali einn áfangi á hverjum tveimur árum á grunnskóla- stigi og að meðaltali einn áfangi á hverju skólaári á framhaldsskólastigi. „Með vísan til 8. bindis skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,  Sið- ferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008,  er lagt til að tryggt verði að heimspeki verði skyldufag í grunn- og framhalds- skólum. Eins og fram kemur í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er nauðsynlegt að efla siðfræði- lega menntun allra fagstétta á Íslandi og umræðu um gildi siðareglna,“ seg- ir í greinargerð sem fylgir tillögunni. Þess vegna ætti heimspeki og sið- fræði að vera skyldufag á öllum skóla- stigum og að auki þurfi að ýta und- ir þróun í kennslu og námsgagnagerð á því sviði. „Mikilvægt er að styrkja ábyrgðarkennd nemenda gagnvart samfélaginu og stuðla jafnframt að gagnrýninni hugsun, sem er ein meginforsenda þess að borgarar geti verið virkir þátttakendur í lýðræðis- samfélagi. Með því að auka kennslu í heimspeki í grunn- og framhaldsskól- um er lagður grundvöllur að því að styrkja skilyrði siðferðilegrar rökræðu meðal framtíðarborgara landsins á sama tíma og lýðræðislegir innviðir samfélagsins eru treystir. Þar sem um allnokkra breytingu á aðalnámskrám er að ræða er talið æskilegt að gefa ráðherra allt að fjórum árum til að inn- leiða breytinguna.“ n 4 Fréttir 10. október 2012 Miðvikudagur n Urðuðu þjóðhátíðarskip Vestfirðinga n Var fúið og ónýtt E ftirlíking af víkingaskipi sem var einn af stærstu safngripum Minjasafnsins á Hnjóti var sög- uð í sundur, flutt á Patreksfjörð og síðar urðuð. Afkomandi stofn- anda safnsins er mjög óánægður með tilfærsluna en hún var sam- þykkt af meirihluta stjórnar safns- ins. Skipið sem um ræðir var útbúið sem víkingaskip árið 1974 fyrir land- námshátíð sem haldin var á svæðinu í tilefni af 1.100 ára byggð á Íslandi. Minjasafnið á Hnjóti var sett á fót af Agli Ólafssyni sem fæddur var á staðnum. Hann hóf ungur að safna gripum með sagnfræðilegt gildi sem síðar enduðu sem safn- gripir á minjasafninu. Safnið er í dag í eigu Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðarhrepps sem sjá um rekstur þess og segir fulltrúi eigenda safns- ins að skipið hafi verið nær ónýtt og þess vegna hafi það verið urðað. Afkomandinn ósáttur Kristinn Þór Egilsson, sonur stofn- anda safnsins, segist vera óánægð- ur með ráðstöfunina á skipinu. „Þetta var táknrænt og aldrei ætlað sem sérstakt víkingaskip eins og vík- ingarnir voru að sigla á fyrr á öldum. Þetta átti ekki að tákna nákvæmt skip eins og þeir voru á heldur meira svona hugsað eins og víkingaskip eins og þeir sáu þetta fyrir sér,“ segir hann um skipið og vísar þá til þjóð- hátíðarnefndarinnar á svæðinu árið 1974. Kristinn segir að faðir sinn hafi lagt mikið upp úr því að fá skipið og hann segir að skipið hafi verið eitt af merkustu gripum safnsins. „Það er þannig að við sem búum í þessu samfélagi ákveðum hvað við teljum merkilegt fyrir okkar sögu,“ segir Kristinn og bætir við að hann telji urðunina á skipinu vera mjög alvarlega. Hann hirti brot úr haugn- um þar sem skipið var urðað og segir hann að brotið sé mikilvægur safn- gripur. Formaður stjórnar safnsins hafnar því að óeðlilega hafi verið staðið að flutningi bátsins. Ráðfærðu sig við Þjóðminjasafnið Stjórn Minjasafnsins auglýsti bátinn til sölu í maí í fyrra eftir að hafa haft samráð um málið við Þjóðminja- safn Íslands. Báturinn átti að vera farinn af safnsvæði Minjasafnsins fyrir lok þess mánaðar og átti að flytja hann á kostnað væntanlegs eiganda. „Við leituðum umsagnar hjá Þjóðminjasafninu, hjá fag- aðilum þar, hvert varðveislugildið í þessu væri. Þar fengum við stað- fest að það væri ekkert varðveislu- gildi í þessu nema bara fyrir þessa leikmynd og hana væri hægt að búa til en nótabátar væru til nægir í landinu til þess að eiga,“ segir Magnús Ólafs Hansson, formaður stjórnar Minjasafns Egils Ólafs- sonar á Hnjóti. Magnús segir að báturinn hafi verið mjög illa farinn og það hafi verið ástæðan fyrir því að hann þurfti að fara. „Hann var orðinn mjög illa farinn af fúa. Ekki bara neðst heldur í böndunum öllum. Hann var eiginlega fallinn inn í sig. Kjölurinn var kominn inn í bátinn, kominn upp úr honum í rauninni,“ segir hann um ástand bátsins. Reyndu að selja bátinn Magnús segir að fullt samráð hafi verið haft um mat fagaðila á skipinu áður en það var flutt af safnsvæð- inu. „Við vildum gera allt ef einhver vildi eiga bátinn á sínum tíma og fjarlægja hann á sinn kostnað. Við fórum venjubundna leið að þessu. Það er nú einu sinni svoleiðis með safnmuni að þeir eru stundum fjar- lægðir af safnasvæðum og settir í geymslu en í þessu tilfelli þá feng- um við til þess færa aðila til þess að skoða hvað það myndi kosta að gera upp bátinn sem var reyndar ekkert annað en leikmynd árið 1974,“ segir hann aðspurður um málið. „Þetta var gamall nótabátur sem búinn var til leikmynd úr. Það er ekkert öðru- vísi.“ Kristinn hefur staðið í miklum deilum við safnið að undanförnu og hefur stjórn safnsins höfðað dómsmál á hendur honum fyrir stuld á safngripum. Magnús skrifar óánægjuna að mestu á þær deilur og segir málið sorglegt. n Biðjast afsök- unar á ham- faramyndbandi Myndband sem fyrir mistök var sett á YouTube-rás Háskól- ans í Reykjavík, þar sem fullyrt er að bólusóttarfaraldur herji á heiminn, á ekki við nein rök að styðjast. Þetta kemur fram í afsökunarbeiðni sem skólinn birti á vef sínum á þriðjudag. Forsaga málsins er sú að mynd- band, þar sem fréttamaður RÚV sést flytja frétt um bólusóttar- farald sem herjar á heiminn, var sett á YouTube-rásina. Mynd- bandið vakti talsverða athygli enda virtist sem um ósvikna frétt væri að ræða. Myndbandið átti hins vegar aldrei að koma fyrir almenningssjónir enda var það hluti af Hamfaraviku í HR, þar sem nemendur vinna „raunhæf“ verkefni í þrjá daga, eins og það er orðað á vef HR. „Hlutaðeigendur eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. Myndbandið hefur verið tekið af YouTube,“ segir í afsökunar- beiðninni. Þrír sautján ára með kannabis Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði ungan ökumann um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í bif- reiðinni með piltinum, sem er sautján ára, voru tveir jafnaldrar hans. Lögregla fann kannabis- efni og áhöld til neyslu þeirra í bílnum. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að piltarnir hafi verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Einn þeirra kvaðst hafa keypt efnið, eftir að þeir hefðu skotið saman fyrir því, og væru þeir búnir að nota hluta þess. Þar sem þeir hafa ekki náð átján ára aldri var barna- verndarnefnd gert viðvart um atvikið. Söguðu í Sundur og urðuðu Skipið Ónýtt Hér má sjá skipið eftir að það var sagað í sundur til að hægt væri að flytja það. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Kjölurinn var kominn inn í bátinn, kominn upp úr honum í rauninni Urðað Skipið var urðað eftir að það var flutt. Siðfræðileg menntun efld Þing- mennirnir telja mikilvægt að efla umræðu um gildi siðareglna. Mynd SigtRyggUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.