Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 16
Börkur Gunnarsson Nú gengur það fjöllum hærra að þú hafir lekið upplýsingum í Kastljós um skýrsluna um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi, inn leið ingu þess og rekstur. Er eitthvað til í því?  Björn Valur Gíslason Nei, nei. Langt í frá. Ég hafði engar upplýs- ingar um málið sjálfur enda hefði ég þá gert eitthvað í því ef svo hefði verið. Ástasigrún Magnúsdóttir Finnst þér að það eigi að leita að og jafnvel ákæra þann sem lak skýrslunni í Kastljós?  Björn Valur Ég skil þau viðbrögð Ríkisendurskoðunar að vilja tryggja starfsemi sína og kanna hvernig gögn geti lekið þaðan út. En ég sé enga ástæðu til að leita þann aðila uppi til að ákæra hann. Baldur Guðmundsson Fyndist þér eðlilegt að ríkisendurskoðandi segði af sér í kjölfar Skýrr-hneykslisins?  Björn Valur Mér finnst eðilegt að forsætisnefnd þingsins finni viðeigandi lausn á þessu máli öllu, Ég læt það í hendur þingsins að leggja þá lausn fram. Aðalsteinn Kjartansson Hefur þú trú á að flokkurinn þinn verði aftur í stjórn á næsta kjörtímabili?  Björn Valur Já, ég hef fulla trú á því og vinn að því hörðum hönd- um. Hvers vegna ætti það ekki að gerast? Fundarstjóri Ef þú býður þig fram fyrir kosningarnar í vor, telurðu líklegt að þú munir fara úr Norðausturkjördæmi og bjóða þig fram annars staðar?  Björn Valur Nei, það verður NA-kjördæmi eða ekki. Annars er sókn í framboð í NA-kjördæmi slík að ég myndi leggja til að landið yrði sameinað í eitt kjördæmi, sem væri þá NA-kjördæmi. Guðgeir Kristmundsson Telurðu að VG geti starfað áfram með Samfylkingunni ef þeir setja ESB-umsókn á oddinn eftir næstu kosningar? Ef ekki, með hverjum geta VG-liðar unnið með í ríkisstjórn?  Björn Valur VG og kratar eiga samleið í flestum málum. ESB- málin skilja þessa flokka að en ég sé ekki að það þurfi að leiða til þess að við getum ekki starfað saman enda reynslan góð síðustu árin. ESB-málið er ofmetið í íslenskri pólitík að mínu mati. Fundarstjóri Ef þú yrðir ráðherra einn daginn, hvaða ráðuneyti værir þú helst til í að taka að þér?  Björn Valur Ráðherrar eru í yfirmati og fá allt of mikið vægi í umræðunni. Það erum við þing- menn sem ráðum ferðinni þegar upp er staðið. Ef svo ólíklega vildi til þá myndi ég væntanlega horfa til atvinnumála. Ebenezer Ásgeirsson Eiga ráðherrar sem brjóta lög að segja af sér? Einföld spurning, einfalt svar takk.  Björn Valur Ráðherrar eru ekki yfir lög hafnir frekar en aðrir. Ef þeir brjóta vísvitandi lög þá eiga þeir að fá sömu „hanteringu“ og aðrir landsmenn. Það á við um þingmenn líka. Ebenezer Ásgeirsson Þetta var ekki einfalt svar. Ég get hvorki brotið jafnréttis- né stjórnskipunar- og stjórnsýslulög. Er það í lagi eins lengi og það er ekki gert með ásetningi?  Björn Valur Viðbrögð dómstóla við lögbrotum eru mismunandi eftir eðli brota og ásetningi. Það var það sem ég átti við. Almennt sagt má hins vegar segja að skort hafi á siðferði í íslenskum stjórn- málum í áratugi. Aðalsteinn Aðalsteinsson Af hverju er bara sjávarauð- lind skattlögð en ekki t.d. orkuauðlindir?  Björn Valur Góð spurning. Þjóðin á auðvitað að heimta afgjald af nýtingu allra sinna auðlinda og þannig verður það í nánustu framtíð. Tillögur þess efnis liggja nú þegar fyrir. Reynir Traustason Gríðarleg sjálftaka á sér stað í slita stjórnum og skilanefnd- um. Sérðu leið til að láta nefndarmenn sæta ábyrgð?  Björn Valur Þær verða að axla ábyrgð á sínum störfum – ef ekki með góðu þá illu. Því miður hafa stjórnvöld litla sem enga stjórn á greiðslum sem streyma til þessara aðila frá kröfuhöfum bankanna. Ari Brynjólfsson Þegar niðurskurðartímum er lokið og byrjað er að útdeila aftur, hvar á að byrja og hvar á að enda?  Björn Valur Niðurskurðinum er lokið sem betur fer. Líkt og lofað var þá munu þeir sem veikast standa njóta þess fyrst eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi næsta árs, barnafjölskyldur og lágtekjufólk. Sigurður Þorleifsson Af hverju virka ekki dómarnir í gengismálunum, eru Árna Páls-lögin fyrirstaða?  Björn Valur Gengismálin eru flóknari en svo að einn dómur gangi jafnt yfir alla, því miður. Lánasamningar voru ólíkrar gerðar og ákvæði samninga sömuleiðis. Það þurfa að falla fleiri dómar áður en hægt verður að klára þessi mál til enda. En þetta tekur of langan tíma fyrir þá sem bíða. Pétur Jónsson Ert þú til í að koma með frumvarp strax á næsta ári um afnám verð tryggingar? T.d. með því að festa vísitöluna við það sem hún verður á þeim tíma?  Björn Valur Nei, ég er ekki til í það. Verðtrygging verður ekki afnumin í einu vetfangi. Þeir sem halda því fram eru að blekkja. Það skapast fyrst aðstæður til slíks þegar efna- hagsmálin hafa verið í góðu lagi í nokkuð mörg ár og trú verður á því að þannig verði það til einhverrar framtíðar. Við eigum enn talsvert langt í land með það. Fundarstjóri Hver eru hæstu laun sem þú hefur fengið fyrir einn túr sem skipstjóri á Kleifaberginu?  Björn Valur 2,5 milljónir eftir þriggja vikna góðan túr úr Barents- hafinu og aftur svipuð upphæð sumarið 2009, sem var minn síðasti túr á því góða skipi. Baldur Guðmundsson Finnst þér niðurstaðan í sjávarútvegsmálunum ásættanleg í ljósi þess að lagt var af stað með fyrningu aflaheimilda og endurúthlutun kvóta?  Björn Valur Já, veiðigjaldalögin voru gríðarlega mikilvæg í því sambandi. Það er ekki komin niðurstaða í hinu málinu sem mun auðvitað taka mið af veiðigjöldun- um. Við erum á góðri siglingu í þessum málum. Tómas Sigurðsson Telurðu mögulegt að starfa með sjálfstæðismönnum eftir næstu kosningar?  Björn Valur Nei, ekki miðað við málflutning þeirra í dag. Það væri útlokað að starfa með flokki sem hefur nú lofað því að endurtaka hrunið fái hann tækifæri ti þess. Sjálfstæðisflokkurinn er langt frá því búinn að gera upp sín mál gagnvart þjóðinni. Þangað til það verður er hann ósamstarfshæfur. Reynir Traustason Guðlaugur Þór Þórðarsson alþingismaður hótaði þér meiðyrðamáli. Ertu búinn að fá stefnu?  Björn Valur Nei, hann virðist hafa skipt um skoðun. Veit ekki af hverju. Kannski hefur hann ekki svo góðan málstað að verja að hann vilji láta á það reyna? Vésteinn Gauti Hauksson Sæll. Ef þú værir ríkisendur- skoðandi – myndir þú segja af þér?  Björn Valur Ef ég hefði lent í þeirri stöðu sem þú ert að vitna til í mínu starfi, þá myndi ég draga mig í hlé a.m.k. tímabundið á meðan mín mál væru skoðuð. Vona að til þess komi ekki. Baldur Guðmundsson Finnst þér laun þingmanna of há, hæfileg eða of lág?  Björn Valur Hæfileg held ég að ég geti sagt. Ég uni sáttur við mitt. Ebenezer Ásgeirsson Telur þú að lög um landsdóm séu góð eins og þau eru? Ætti að nota landsdóm oftar?  Björn Valur Þau má eflaust bæta. Það á að auka ábyrgð ráðherra með bættri lagasetningu þar um. Landsdóm á að kalla saman við stærstu tilefni líkt og gert var gagnvart Geir Haarde. Það var góð ákvörðun. Aðalsteinn Agnarsson Ertu hlynntur frjálsum handfæraveiðum?  Björn Valur Á meðan fiski- stofnarnir eru takmarkaðir þá er ég ekki fylgjandi „frjálsum“ veiðum af nokkru tagi. Ég vil þvert á móti hafa góða stjórn á nýtingu auðlinda sjávar. Strandveiðarnar voru ekki til fyrir þremur árum, þær eru enn að þróast til þess sem verða mun í framtíðinni. En svo eru stjórnmálaflokkar sem lofa því að afnema þær. Kannski verður þetta þá allt til einskis unnið. Guðrún Konný Pálmadóttir Sæll Björn Valur, hvernig ætlar þú greiða atkvæði á Alþingi um aðildarsamning að ESB ef meirihluti segir já í þjóðaratkvæða- greiðslu?  Björn Valur Ef sá samningur sem lagður verður fram á endanum verður góður að mínu mati, þá mun ég segja já. Ef ekki, þá nei. Ég verð á endanum að eiga það við sjálfan mig eins og við öll. Aðalatriðið er að við fáum eitthvað í hendurna til að gera upp hug okkar, þ.e. klára málið til enda. Pétur Jónsson Í framhaldi af spurningu Guðrúnar. Getur þingmaður haft samvisku til að kjósa annað en það sem þjóðin vill – eftir þjóðaratkvæðagreiðslu?  Björn Valur Já, það getur hann. Ég er ekki frábrugðin öðrum hvað það varðar að glíma við mína eigin samvisku og reyndar bundinn af því með lögum sem þingmaður. Það mun reyna á þetta í vetur varðandi breytingar á stjórnar- skránni. Því skýrari sem afstaða kosninga er, því líklegar er að þingið fylgi þeirri niðurstöðu. Guðmundur Þorsteinsson Sæll vertu. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að stjórnmál snúist upp í vinsældakeppni og loforðafyllerí fyrir kosningar? Hvernig er hægt að breyta kerfinu svo fólk þurfi að standa við loforðin?  Björn Valur Það verður ekki hægt. Stjórnmálamenn eru eins og margir aðrir veikir fyrir lýðskrumi og loddaraskap enda virðist það ganga ágætlega hjá þeim, sbr. fylgisaukningu íhaldsins. Kjósend- ur verða að vera fastir fyrir og láta okkur standa fyrir okkar máli og reyna þannig að skilja kjarnan frá hisminu. Það er eina leiðin. Baldur Guðmundsson Hvaða einn núverandi alþingismaður finnst þér standa sig best, utan VG?  Björn Valur Komm on! Þetta er ósanngjörn spurning. Sumir standa sig ágætlega á einu sviði og aðrir á öðru. Gísli Bogason Sæll. Hver eiga samningsmarkmið okkar að vera í sjávarútvegsmálum í þeim viðræðum sem standa yfir við ESB?  Björn Valur Ótakmörkuð yfirráð yfir fiskistofnunum og auðlindum sjávar sem lúta okkar stjórn varðandi nýtingu og ráðstöfun en ekki annarra. Engin þjóð með svo mikilvæga auðlind myndi gefa hana frá sér. Ebenezer Ásgeirsson Kemur til greina að fella niður auðlegðarskatt á þá sem eiga bara húsið sitt en eru ekki tekjuháir? Eins og eldri borgarar sem búa í skuldlausu húsi.  Björn Valur Það þarf auðvitað að skoða öll slík tilvik. En almennt séð á auðlindaskatturinn fullan rétt á sér hér eins og annars staðar og hefur reynst okkur vel. Finnbogi Vikar Hvað varð til þess að Hafró varð ekki undirstofnun umhverfisráðu- neytisins eins og þú vildir gjarnan?  Björn Valur Veit ekki nákvæm- lega hvernig á því stóð. Ég hefði kosið að hafrannsóknir færu til umhverfisráðuneytisins. Ég ræð bara svo litlu – því miður. Birgir Olgeirsson Gætir þú hugsað þér að vinna með Samfylkingunni ef Árni Páll yrði formaður flokksins?  Björn Valur Já, auðvitað. Sam- fylkingin hefur um það að velja núna að halda sig vinstra megin á vaktinni eða snúa aftur til hægri. Miðað við afleiðingar af þeirri vitleysu haustið 2008 óttast ég ekki að þau endurtaki þann leik, hver sem formaðurinn verður. Hjartað slær vinstra megin hjá Samfylkingunni. Ástasigrún Magnúsdóttir Hvaða verkefni er mikil vægast að klára á þessu þingi?  Björn Valur Stjórnarskrá, ramma- áætlun og stjórn fiskveiða. Þetta eru stóru málin. Reyndar þegar ég lít til baka furða ég mig á hverju við höfum áorkað í mörgum stórum málum miðað við aðstæður. Reiknaði ekki með þessu. Fundarstjóri Telurðu að kominn sé tími á formanns- skipti innan VG eða ertu ánægður með Steingrím?  Björn Valur Steingrímur ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálamenn. Hann hættir sem formaður þegar hann kýs svo að gera. Hins vegar rennur sá tími alltaf upp í lífi sérhvers manns að hans tími kemur og þegar sú stund rennur upp efast ég ekki um að Steingrímur mun skynja hana og víkja af vettvangi. Þá veljum við okkur nýjan formann. Kristinn Steindórsson Áttu þér eftirlætisbjór?  Björn Valur Kalda. Dökk- an og ljósan. Besti bjór í heimi – er mér sagt – enda úr NA-kjördæmi. Ingi Ingason Sæll Björn Valur. Kanntu að spila á bassa?  Björn Valur Já, örlítið. Spilaði aðeins á bassa í nokkrum lögum hinnar ástsælu gleðisveitar Roðlaust og beinlaust. Fékk ekkert sérstaka dóma fyrir það en sanngjarna þó. „Mæli með því að lögreglan tékki á því hvort hann sé ekki með fleiri börn föst inni í undirhökunni.“ Bjarni Einarsson í athugasemd við frétt DV.is um bandarískan karlmann, Victor Espinoza, sem var handtekinn fyrir að reyna að ræna tíu ára dreng í Kaliforníu. Espinoza, sem er auðþekkjanlegur á stórri og mikilli undirhöku, á afbrotaferil að baki og er meðlimur í glæpasamtökum. „Ég er ekki ástfanginn af skóm. Er ég þá gagnkynhneigðasti samkynhneigði karlmaður á Íslandi? Það eru áberandi fordómar í þessu Sölvi.“ Barði Guðmundsson við frétt DV.is um þau orð Sölva Tryggvasonar að hann hljóti að vera samkynhneigðasti gagnkynhneigði karlmaður á Íslandi þar sem hann á yfir 50 skópör. „Hefði ekki verið eðlilegra að hand- taka pissukarlana þrjá? Er það bara hið fínasta mál að míga inn um annarra manna glugga, og það þrír saman í hóp? Og er nema von að húsráðandi bregðist ókvæða við til að verja eign sína og helgi heimilisins?“ Ásgeir Ingvarsson við frétt DV.is um karlmann sem stökk út úr íbúð í miðborginni með sveðju að næturlagi. Var maðurinn mjög ósáttur við þrjá menn sem köstuðu af sér vatni inn um glugga á heimili hans. „Tek undir með Birgittu. Í sögubók- um framtíðarinnar verður Hrunvaldur númer eitt, skilgreindur sem afglapi sem leiddi þjóð sína fram af bjarg- brúninni með hörmulegum afleiðingum. Og einnig hirðin sem studdi hann með ráðum og dáð í frjálshyggjubrjálæð- inu, þar er Eimreiðarhraðlestin nærtækasta dæmið.“ Leifur A. Benediktsson í athugasemd við frétt um Birgittu Jónsdóttur og það sem hún kallar sögufölsun Björns Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Héldu þeir því meðal annars fram að búsáhaldabyltingin hefði verið „þaulskipulögð múgárás“ á Alþingi íslendinga. „Jóhannes hefur alltaf verið maður fólksins þrátt fyrir sín feilspor. Hann hefur sína bresti eins og aðrir.“ Jóhanna G. frá Ströndum í athugasemd við frétt DV um Jóhannes Jónsson kaupmann. Jóhannes var gestur í Sjálfstæðu fólki, þætti Jóns Ársæls, á sunnudag þar sem hann fór meðal annars yfir farinn veg í viðskiptum. „Ég er búinn að kynna mér seðilinn og ég er búinn að lesa bæklinginn sem var sendur á öll heimili í landinu. Ég horfði á myndbandið og þar með var það endanlega ákveðið að ég ætla að kjósa.“ Jack Hrafnkell Daníelsson við myndband sem birtist á DV.is. í myndbandinu settu landsþekktir einstaklingar sig í spor þeirra sem telja stjórnarskrárkosningar ekki skipta máli. 16 Umræða 10. október 2012 Miðvikudagur Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 52 42 17 Nafn: Björn Valur Gíslason Aldur: 52 ára Menntun: Skipstjórnarpróf og kennsluréttindi Starf: Alþingismaður M Y N D IR S IG TR Y G G U R A R I Mun ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum 61 19 Björn Valur Gíslason, þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, var á Beinni línu DV.is á mánudag 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.