Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 10
Þjóðin eigi auðlindirnar n Kosið um hvort festa eigi eignarrétt þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskrá Í þjóðaratkvæðagreiðslu um til- lögur stjórnlagaráðs sem fer fram 20. október verður leit- að eftir afstöðu þjóðarinnar til sex spurninga. Þjóðaratkvæða- greiðslan er ráðgefandi, sem þýð- ir að hvorki stjórnlagaráð, Alþingi eða ríkisstjórn Íslands eru bund- in af niðurstöðum hennar. Hún þjónar fyrst og fremst því hlutverki að kanna hug þjóðarinnar. Þrisvar sinnum áður hefur Alþingi efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í öllum tilvikum var farið að vilja meirihluta þeirra sem greiddu at- kvæði. Síðasta ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla á Íslandi var árið 1933, þegar kosið var um afnám áfengisbanns. Þjóðareign eða ekki Spurning númer tvö á kjörseðlinum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna ann- an laugardag fjallar um náttúruauð- lindir í þjóðareign. Kjósendur svara eftirfarandi spurningu annað hvort játandi eða neitandi: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauð- lindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Í núgildandi stjórnarskrá er ekki kveðið á um þjóðareign á náttúru- auðlindum, nýtingu þeirra eða með- ferð fyrir utan 2. málsgrein 72. grein- ar stjórnarskrárinnar sem heimilar að réttur útlendinga til að eiga fast- eignaréttindi eða hluti í fyrirtækjum hér á landi sé takmarkaður. Alþingi er hins vegar heimilt að setja reglur um meðferð, nýtingu og eignarhald á auðlindum, hvernig sem eignarhaldi á þeim er háttað. Þannig er kveðið á um í lögum um eignarhald ríkisins á þjóðlendum og auðlindum í hafi, svo sem fiskistofnum eða auðlindum á hafsbotni. Enginn má veðsetja Stjórnlagaráð, sem skilaði frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá til Alþingis sumarið 2011, leggur til gagngerr- ar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Í 34. grein frumvarpsins er kveðið á um að auðlindir í náttúru Íslands, sem er ekki í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Stjórnlagaráð útlistar svo nákvæmlega hvaða auðlindir teljist í þjóðareign. Það eru náttúrugæði svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lög- sögu. Þar er átt við mögulegan olíu- eða gasfund og málma sem eru djúpt undir yfirborði jarðar. Þá eru vatns- uppsprettur, virkjanaréttindi, jarð- hita- og námaréttindi talin með. Frumvarp stjórnlagaráðs kveð- ur einnig á um að stjórnvöld og nýt- ingaraðilar beri ábyrgð á vernd nátt- úruauðlinda og að við nýtingu þeirra skuli hafa sjálfbæra þróun og al- mannahag að leiðarljósi. Stjórnlaga- ráð tæpir einnig á nýtingartíma auð- lindanna, en þar segir að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Hvað teljist hóflegur tími er þó ekki skilgreint nánar, en nán- ar er vikið að skilningi ráðsins á fullu gjaldi síðar í greininni. Ráðið leggur til að nýtingarleyfi verði veitt á jafn- ræðisgrundvelli og þau megi aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallan- legs forræðis yfir auðlindunum. Skilningur stjórnlagaráðs á 34. greininni, er nánar útskýrð- ur í fylgiskjali með frumvarpinu. Í stuttu máli er hann þessi: „Auðlind- ir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævar- andi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja.“ Fimm tilraunir Í skýringum stjórnlagaráðs með frum- varpi sínu, er fjallað nánar um 34. greinina og fyrri tilraunir til að breyta stjórnarskránni. Hugmyndir um að koma ákvæði um auðlindir í þjóðar- eign inn í hana eru ekki nýjar af nál- inni. Fimm sinnum hafa stjórnvöld gert árangurslausar tilraunir til þess að festa ákvæði um slíkt í stjórnar- skrá. Ráðið segir sjálft að auðlinda- ákvæði í frumvarpi sé sprottið af og nátengt fyrri frumvörpum um málið. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra og formaður stjórnar- skrárnefndar 1978–1983, lagði fram frumvarp á Alþingi þar sem gert var ráð fyrir nýrri grein í stjórnarskrá um að náttúruauðlindir landsins skyldu vera í ævarandi eign Íslendinga. Orðalagið um „ævarandi eign“ var í grundvallaratriðum sótt í lögin um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði fram stjórnarfrumvarp á Al- þingi árið 1995 þar sem gert var ráð fyrir nýrri grein um náttúruauðlind- ir í stjórnarskrá. í tillögu hans eru nytjastofnar í hafinu sagðir „sameign íslensku þjóðarinnar.“ Kveðið skuli á um nýtingu og verndun þessara auð- linda í lögum og stjórnvaldsfyrirmæl- um. Í athugasemd með frumvarpinu kemur fram að í málsgreininni felist að þessi auðlind skuli nýtt til hags- bóta fyrir þjóðarheildina. Árið 2000 lagði auðlindanefnd, undir forystu Jóhannesar Nordal, fram tillögu um nýtt stjórnarskrár- ákvæði um náttúruauðlindir. Lagt var til að náttúruauðlindir og lands- réttindi sem ekki eru háð einka- eignarrétti yrðu þjóðareign eftir því sem nánar yrði ákveðið í lögum. Þá var lagt til að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila, þó að af- henda mætti tímabundinn nýtingar- rétt af auðlindum gegn gjaldi. Árið 2007 lögðu oddvitar ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks fram frumvarp þar sem lagt var til að í stjórnarskrá yrði bætt við ákvæði um að „náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign …“ Oddvitar sitjandi ríkisstjórn- ar, Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon, lögðu svo árið 2009 fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá þar sem segir: „náttúru- auðlindir sem ekki eru háðar einka- eignarétti eru þjóðareign.“ Sjálfbær nýting Í vinnu stjórnlagaráðs var sérstaklega áréttað að veðsetning þjóðareignar- innar verði bönnuð og einstökum mönnum því bannað að taka út fyrir- fram arð af nýtingu auðlindanna og veðsetja nýtinguna og þar með auð- lindina. Slíkt var gert í nokkrum mæli hér fyrir hrun þar sem kvótaeigend- ur fengu meira lánsfé til fjárfestinga með því að veðsetja óveiddan fisk í sjónum. Aðeins þjóðin, sem eigandi að auðlindinni, ætti að geta gert slíkt, samkvæmt tillögum ráðsins. Stjórnlagaráð vildi ekki hafa upp- talningu sína á náttúruauðlindum í 34. greininni tæmandi. Þannig er til dæm- is ekki tekin afstaða til þess hvernig fara skuli með villta lax- og silungastofna sem ganga úr sjó í ár á einkajörðum. Alþingi skuli frekar ákveða það. Í 34. greininni er einnig fjallað um að nýting náttúruauðlinda skuli vera sjálfbær. Stuðst er við skilgrein- ingu sem kennd er við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs. Í henni segir að sjálfbær þróun fullnægi þörfum samtíðarinn- ar án þess að skerða möguleika kom- andi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Þá segir að stjórnvöld geti á grund- velli laga veitt leyfi til afnota eða hag- nýtingar náttúruauðlinda, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Með fullu gjaldi á ráðið við hæsta gjald sem nokkur er tilbúinn til að greiða fyrir nýtinguna, til dæmis á markaði eða uppboði. n 10 Fréttir 10. október 2012 Miðvikudagur Stjórnlagaráð Ráðið hefur lagt til í frumvarpi sínu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Fimm sinnum hafa stjórnvöld gert ár- angurslausar tilraunir til þess að festa ákvæði um slíkt í stjórnarskrá Hver á að eiga náttúruauðlindir? Þær náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign verða þjóðareign nái tillögur stjórnlagaráðs fram að ganga. ÞjóðaratkvæðagrEiðSla uM tillögur StjórnlagaráðS 1. Hluti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.