Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 10. október 2012 Miðvikudagur M yndirnar þeirra vinna ekki Óskarsverðlaun og kom- ast ekki á lista yfir að- sóknarmestu kvikmyndirn- ar í Hollywood. Þrátt fyrir það skapa þær tekjur fyrir framleiðslufyrirtæk- ið – og það miklar tekjur. Hér er átt við bandaríska kvikmyndafyrirtækið The Asylum sem oft er nefnt „rusla- kista“ bandarískrar kvikmyndagerð- ar. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og er þekktast fyrir að búa til kvik- myndir sem svipar til stórmynda í Hollywood (e. blockbusters). Með- al þeirra má nefna myndirnar The Terminators, The Da Vinci Treasure, Transmorphers og Pirates of Trea- sure Island sem eins og nöfnin gefa til kynna eru skrumskælingar á vin- sælum stórmyndum. The Da Vinci Treasure er skrumskæling á The Da Vinci Code, Transmorphers á Trans- formers og Pirates of Treasure Island á Pirates of the Caribbean. Gerum þetta sjálfir Bandaríska blaðið The Forbes fjall- aði um þetta athyglisverða fyrirtæki á dögunum. Stofnendur fyrirtækis- ins og eigendur eru David Latt, Dav- id Rimawi og Paul Bales sem allir eru komnir fast að fimmtugu. Rimawi missti vinnuna hjá ástralska kvik- myndaverinu Village Roadshow árið 1996 og settist í kjölfarið að samn- ingaborðinu með David Latt. Þeir ákváðu að stofna kvikmyndafyr- irtæki og búa til svokallaðar „art- house“-kvikmyndir. Eftirspurnin eft- ir slíkum myndum var lítil og gekk litlum fyrir tækjum í hryllingsmynda- og gamanmyndgeiranum mun bet- ur. „Þegar þessar myndir voru góðar voru þær keyptar af fyrirtækjum eins og Lionsgate eða öðrum fyrirtækjum sem höfðu efni á að borga vel fyrir. Við spurðum okkur: Af hverju gerum við þetta ekki bara sjálfir?“ segir Latt. Höfðu rangt fyrir sér Árið 2004 voru Latt og Rimawi að vinna að gerð stórmyndar sem var byggð á sögu H.G. Wells, The War of the Worlds, þegar þeir fréttu að Para- mount var að vinna að sama verk- efni með Steven Spielberg og Tom Cruise. Rimawi segir að fulltrúar Paramount hafi verið kokhraust- ir og fullyrt að enginn hefði áhuga á ódýrri kvikmynd þegar 130 millj- óna dala stórmynd stæði til boða. „Þeir höfðu rangt fyrir sér,“ seg- ir Rimawi. Mynd þeirra fór beint á myndbandaleigur og gekk það vel að þeir ákváðu að endurtaka leik- inn með myndinni King of the Lost World (skrumskæling á King Kong) og The Da Vinci Treasures (skrum- skæling á The Da Vinci Code). Ágætur hagnaður Óhætt er að segja að hjólin hafi far- ið að snúast eftir þetta. Á þessu ári ráðgera þremenningarnir að 28 kvikmyndir undir merkjum The Asylum muni koma út. Í vor kom út myndin Abraham Lincoln vs. Zombies sem er skrumskæling á myndinni Abraham Lincoln: Vampire Hunter. Fyrrnefnda myndin kostaði 250 þúsund dali í framleiðslu, rúmar 30 milljón- ir króna, en skilaði tekjum upp á 400 þúsund dali, rúmar 48 millj- ónir króna. Hagnaður fyrirtæk- isins síðustu tólf mánuði er 12 milljónir dala, eða tæpur einn og hálfur milljarður króna. Fyrirtæk- ið er með dreifingarsamninga við Amazon, Xbox og Netflix sem gerir það að verkum að myndir fyrirtæk- isins eru aðgengilegar stórum hópi viðskiptavina. Til marks um þessa umdeildu velgengni má geta þess að fyrirtækið hefur aldrei tapað á kvikmynd sem það hefur framleitt. Breyttu nafni myndar Um það bil þriðjungur mynda The Asylum eru skrumskælingar á stór- myndum frá Hollywood. The Asyl- um þykir umdeilt í meira lagi og eru ekki allir áhugamenn um góða kvikmyndagerð á eitt sáttir við fyr- irtækið. Stóru kvikmyndaverin hafa hótað málsóknum. Univer- sal krafðist þess til dæmis að nafni myndarinnar American Battleship yrði breytt enda þótti það of líkt nafni stórmyndarinnar Battleship sem kom út á árinu. Forsvarsmenn The Asylum urðu við kröfum Uni- versal og breyttu nafninu í Americ- an Warships. Öll trixin í bókinni Til að hagnast í kvikmyndabrans- anum þurfa menn að vera snið- ugir og forsvarsmenn The Asyl- um kunna öll trixin í bókinni. Allar myndir þeirra fara á svokallaðar VOD-leigur (e. Video on Demand) þar sem allir titlar birtast í staf- rófsröð. Þetta nýtir fyrirtækið sér og ber ein vinsælasta mynd þeirra nafnið #1 Cheerleader Camp sem gerir það að verkum að hún er fremst í leigunni. Og í stað þess að nefna aðra mynd Two-Headed Shark Attack ákváðu þeir að nefna hana 2-Headed Shark Attack. Latt og Rimawi segja að á næstu árum muni þeir fækka myndum sínum og hætta að gera allt að þrjár myndir í mánuði. Þeir ætli sér að einblína á örlítið meiri gæði sem líklega ætti að róa óánægða aðdáendur góðra Hollywood-kvik- mynda. n n „Ruslakista“ bandarískrar kvikmyndagerðar gerir það gott – fjárhagslega Hafa aldrei tapað krónu á kvikmynd Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þeir höfðu rangt fyrir sér Þéna vel Rimawi og Latt eru tveir af stofnendum fyrirtækisins. Það hefur grætt vel að undanförnu og hagnast um rúman milljarð síðastliðið ár. Vafasamt The Da Vinci Treasure og The Da Vinci Code. Sjóræningjar Hér sjást kápur myndanna Pirates of Treasure Island og Pirates of the Caribbean. Skrumskæling Transmorphers og Transformers. Kókaín fyrir stuðnings- menn Carme Cristina Lima, 32 ára kona sem bauð sig fram til setu í bæj- arráði Itacoatiara í Brasilíu, hefur verið handtekin fyrir fíkniefnamis- ferli. Carme ákvað að fara alla leið þegar hún sóttist eftir stuðningi bæjarbúa. Hún var handtekin á dögunum – sama dag og kosn- ingarnar fóru fram – en það vakti athygli lögreglu þegar fjölmargir flykktust að bifreið hennar þegar hún kom á kjörstað. Reyndist hún hafa dreift litlum pokum sem inni- héldu kókaín til fólks á kjörstað en með pokunum fylgdu einnig leiðbeiningar um hvernig ætti að kjósa hana. Hættu við fyrir hundinn Nýgift hjón frá Wales hafa ákveðið að hætta við rándýra brúðkaups- ferð til Las Vegas og eyða pen- ingunum sínum frekar í að borga fyrir aðgerð sem hundur þeirra þarf að gangast undir. Claire og Ceri Morgan voru á leið í drauma- ferð til Las Vegas þegar þau fengu þær leiðinlegu fréttir að hundur- inn þeirra, Teeto, hefði greinst með krabbamein. Teeto þarf að gangast undir dýra skurðaðgerð og gang- ast undir lyfjameðferð til að halda meininu í skefjum. „Við hikuð- um aldrei. Teeto er mjög sérstakur hundur og við gátum ekki annað en notað peningana í að borga fyrir meðferðina,“ segir Ceri Morgan. Fjarlægja þurfti hægri fram- löppina af Teeto en þrátt fyrir það eru læknar bjartsýnir á að hann nái bata. Sandusky fékk ævi- langan dóm Jerry Sandusky, fyrrverandi ruðn- ingsþjálfari Penn State-háskól- ans, hefur verið dæmdur í 30 til 60 ára fangelsi fyrir að misnota börn. Sandusky var ákærður fyr- ir að misnota tíu drengi á fimm- tán ára tímabili en brotin framdi hann meðal annars í húsakynn- um skólans. Dómarinn í mál- inu sagði áður en hann kvað upp dóminn að Sandusky „yrði í fang- elsi það sem eftir er“ og hann ætti sér engar málsbætur. Verjandi Sandusky sagði að dómnum yrði áfrýjað. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en Penn State- háskólanum var refsað fyrir að koma ekki í veg fyrir brotin. Voru allir sigrar skólans í ruðningi síð- ustu fjórtán tímabil meðal annars þurrkaðir út og skólinn sektaður um 60 milljónir Bandaríkjadala, eða 7,3 milljarða króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.